Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2021, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 02.02.2021, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 2 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 S TJ Ó R N S Ý S L A Rúmlega átján hundruð manns hafa frá árinu 2015 óskað eftir því að Alþingi veitti þeim íslenskan ríkisborgararétt. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofn- unar til umboðsmanns Alþingis sem skoðar nú miklar tafir á afgreiðslu slíkra mála hjá stofnuninni. „Ein helsta ástæða þess að máls- meðferðartími ríkisborgaraum- sókna hefur dregist út hófi fram er sú mikla vinna sem hefur farið í vinnslu umsókna um ríkisborgara- rétt til Alþingis,“ er vitnað í skýr- ingar Útlendingastofnunar í bréfi umboðsmanns til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráð- herra. Unnar hafi verið rúmlega átján hundruð umsóknir frá 2015. Þess má geta að fæstir fá jákvætt svar. „Útlendingastofnun tekur til gögn og gefur umsögn um allar umsóknir sem fara fyrir Alþingi ásamt því að mæta á fundi (allsherjar- og mennta- málanefndar) vegna umsóknanna. Þessi vinna hefur gengið framar vinnslu almennra umsókna,“ vitnar umboðsmaður áfram til Útlendinga- stofnunar. Tvær leiðir eru fyrir erlenda ríkis- borgara til að öðlast íslenskan ríkis- borgararétt. Annars vegar geta þeir sótt um ríkisborgararétt eftir að hafa búið á Íslandi í tiltekinn tíma og uppfyllt tiltekin önnur skilyrði og hins vegar geta þeir sótt um að Alþingi veiti þeim ríkisborgararétt. Í seinna tilvikinu eru ekki strangar kröfur eins og í því fyrra. Segist umboðsmaður telja rétt að upplýsa dómsmálaráðherra og ráðuneytið um tafir sem verði á veitingu ríkisborgararéttar með stjórnvaldsákvörðun. „Að þessu leyti tek ég fram að skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar með stjórnvaldsákvörðun lúta að mestu leyti að hlutlægum atriðum sem koma fram í gögnum sem umsækj- endur láta stofnuninni í té samhliða umsóknum sínum.“ Vill umboðsmaður að dómsmála- ráðuneytið upplýsi hvort ráðuneytið hafi eða hyggist grípa til einhverra aðgerða til að bregðast við vand- anum hjá Útlendingastofnun. „Ef svo er ekki er þess óskað að ráðuneytið skýri ástæður þess og lýsi afstöðu sinni til þess hvort það samræmist yfirstjórnar- og eftirlitshlutverki ráðherra gagnvart stofnuninni með tilliti til almennra málahraðareglna stjórnsýsluréttarins og þeirra rétt- inda og hagsmuna sem eru í húfi,“ segir í bréfinu til ráðuneytisins. Tekur umboðsmaður fram að beiðnin sé sett fram til að hægt sé að meta hvort hann þurfi að taka þessa þætti í stjórnsýslu ráðuneytisins til frumkvæðisathugunar. – gar Ráðuneyti svari fyrir mikla töf Umboðsmaður Alþingis segir dómsmálaráðuneytið þurfa að upplýsa um aðgerðir eða aðgerðaleysi sitt vegna mikilla tafa hjá Útlendingastofnun á meðferð umsókna um veitingu ríkisborgararéttar frá Alþingi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra Skilyrði fyrir veitingu ríkisborg- araréttar með stjórnvalds- ákvörðun lúta að mestu leyti að hlutlægum atriðum sem koma fram í gögnum sem umsækjendur láta stofnuninni í té. Umboðsmaður Alþingis TÓNLIST Fyrsta smáskífa Duran Duran, Planet Earth, er fertug í dag. Í umfjöllun um þessi merku tíma- mót segir að hvað sem fólki kunni að finnast um hljómsveitina sé hún óumdeilt ein áhrifaríkasta, vin- sælasta og lífseigasta hljómsveit hins hárblásna og stífmálaða ára- tugar sem kenndur er við áttuna eða „eitís ið“. „Ég heyrði þetta lag fyrst um leið og ég sá það. Skonrokk 1981 og það var nánast trúarleg upplifun,“ segir Friðrik Jónsson, forsöngvari, for- maður og forstöðumaður, sem var á besta með sítt að aftan aldri fyrir 40 árum. – þþ / sjá síðu 44 Sítt að aftan í fjörutíu ár Duran Duran í sjálfri New York fyrir rúmum 40 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Viktoría Reuter var einn tíu klifrara sem kepptu í þremur klifurleiðum á Reykjavíkurleikunum í gær en leikarnir fara nú fram í þrettánda sinn. Í ár er leikunum skipt á tvær keppnis- helgar, sú fyrri kláraðist í gær og sú seinni fer fram dagana 3. til 7. febrúar. Keppt er í hinum ýmsu ólíku íþróttagreinum, svo sem keilu, klifri og CrossFit. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.