Fréttablaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 40
HANN BER MIKLA
VIRÐINGU OG AUÐ-
MÝKT FYRIR VIÐFANGSEFNINU
OG VILL SKRÁSETJA ÞAÐ Á SEM
SANNASTAN HÁTT.
Þa r sem heimu r inn bráðnar er yfirskrift sýningar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar-húsinu, á um 80 ljós-myndum eftir Ragnar
Axelsson. Sýningin stendur til 9.
maí.
Ljósmyndarann Ragnar Axels-
son (RAX) þarf vart að kynna. Ljós-
myndir hans hafa sem dæmi sé
tekist birst í Life, Time, GEO, El País,
Newsweek, Stern, Polka og ótal fag-
tímaritum. Segja má að ljósmyndir
hans séu stöðugt sýndar einhvers
staðar í heiminum. Ragnar hefur
hlotið margháttaðan heiður fyrir
verk sín.
Breyttar aðstæður
Sýningarstjóri sýningarinnar í
Hafnarhúsinu er Einar Geir Ing-
varsson sem hefur brotið um og
séð um útlit á ljósmyndabókum
Ragnars; Andlit norðursins, Jökull
og Hetjur norðurslóða. „Ég þekki
myndir hans vel og valdi úr tölu-
verðu magni fyrir þessa sýningu
og Ragnar lagði síðan blessun sína
yfir það val. Við Ragnar erum búnir
að vinna saman síðan 2014 og höfð-
um frekar góða hugmynd um það
hvernig sýningu við vildum gera
með Listasafni Reykjavíkur. Við
vildum sýna myndir úr þremur
f lokkum, myndir frá norðurslóð-
um, jöklamyndir og myndir frá
Íslandi,“ segir Einar. „Uppistaðan
er úr nýjustu bók Ragnars, Hetjum
norðurslóða. Svo eru þarna nýjar
jöklamyndir sem hafa hvergi birst
og að lokum eru 39 myndir úr And-
litum norðursins og Fjallalandi,
sem tengjast Íslandi.“
Einar segir viðfangsefni sýningar-
innar ríma við titil sýningarinnar
Þar sem heimurinn bráðnar. „Græn-
lenski sleðahundurinn og veiði-
menn eru í breyttum aðstæðum
og bæði hundunum og veiðimönn-
unum fækkar ótrúlega hratt. Svo
erum við með jöklana sem vísinda-
menn segja að verðir horfnir eftir
150-200 ár. Svo eru myndir sem
sýna íslenska bændamenningu sem
breytist hratt. Þannig að Ragnar
hefur verið að skrásetja hverfandi
heim.“
Bók sem slær í gegn
Spurður hvað geri Ragnar að hans
áliti af burða ljósmyndara segir
Einar: „Hann ber mikla virðingu og
auðmýkt fyrir viðfangsefninu og
vill skrásetja það á sem sannastan
hátt. Hann hefur stórkostlegt auga
og svo er hann ótrúlega duglegur
og iðinn. Ég dáist að kraftinum og
metnaðinum sem hann sýnir.“
Síðasta ljósmyndabók Ragnars,
Hetjur norðurslóða, hefur fengið
afar góðar móttökur hérlendis
sem erlendis. „Á einum mánuði var
fjallað um bókina í The Guardian,
Time Magazine, Deutsche Zeitung
og í stórblöðum í Frakklandi, Ítalíu,
Hollandi, Portúgal og Belgíu. Bókin
kemur út í Bandaríkjunum í sumar
og það verður gaman að fylgjast
með móttökum þar,“ segir Einar.
Skrásetur
hverfandi heim
Í Hafnarhúsinu er sýning á ljósmyndum
eftir Ragnar Axelsson. Sýningarstjórinn
segist dást að krafti og metnaði Ragnars.
Einar Geir Ingvarsson er sýningarstjóri en hann hefur lengi unnið með Ragnari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Hér má sjá myndir á ljósmyndasýningunni í Hafnarhúsinu.
Ragnar er heimsþekktur fyrir myndir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
LEIKHÚS
Útlendingurinn – morðgáta
Friðgeir Einarsson
Borgarleikhúsið
Leikstjórn: Pétur Ármannsson
Leikarar: Friðgeir Einarsson og
Snorri Helgason
Leikmynd og búningar: Brynja
Björnsdóttir
Tónlist: Snorri Helgason
Lýsing: Pálmi Jónsson
Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson
Leitin heldur áfram. Að hverju er
ekki víst. Fyrir einu og hálfu ári sló
dúóið Friðgeir Einarsson og Snorri
Helgason eftirminnilega í gegn
með sýningunni Club Romantica.
Þá voru þeir leita að erlendri konu
sem var mögulega á lífi en nú snýst
leitin um erlenda konu sem er látin.
Útlendingurinn var frumsýnd á
Litla-sviði Borgarleikhússins rétt
áður en öllu var skellt í lás á ný en
ferðalagið var svo sannarlega vel
þegið, þó að huglægt væri.
Árið 1970 fannst kvenmannslík
í Ísdal rétt fyrir utan Bergen í Nor-
egi, en Friðgeir dvaldi nýlega tíma-
bundið í borginni með fjölskyldu
sinni á meðan hann bögglaðist við
að skrifa leikgerð upp úr skáldsög-
unni Útlendingurinn eftir Albert
Camus. Þrír útlendingar, þrír ólíkir
þræðir sem f lækjast saman. Frá-
sagnarformið er ekki ólíkt því sem
sást í Club Romantica en í Útlend-
ingnum rannsakar Friðgeir heim-
spekilegri slóðir, ytra sem innra.
Fáránleiki lífsins, röð tilviljana sem
við þráumst við að koma í einhvers
konar skipulag og minna sniðugur
auglýsingavarningur kemur allt við
sögu.
Hvernig er hægt að hafa samúð
með manni sem er sama um dauða
móður sinnar? Hvernig er hægt að
hafa samúð með ókunnugri konu?
Með því að gera góðlátlegt grín að
glæpaáhuga landans skoðar Frið-
geir lendur sjálfsins. Friðgeir leikur
hér útgáfu af sjálfum sér sem tekst
á við bæði frestunaráráttu og óör-
yggi. Þetta gerir hann af kunnáttu
og er upp á sitt besta þegar örvænt-
ingin er sem mest. Snorri semur tón-
listina, leikur undir í sýningunni
og á móti Friðgeiri. Helstu hlutverk
Snorra eru Sigrún, kona Friðgeirs,
og vinalegi Norðmaðurinn. Bæði
leysir hann skemmtilega með hár-
fínni tímasetningu og laumulega
beittum húmor. Hljóðheimurinn
er að sama skapi seiðandi en þrátt
fyrir ágæti frumsamda sönglagsins
í sýningunni passar það ekki nægi-
lega vel inn í framvinduna.
Pétur Ármannsson hefur tölu-
verða reynslu af sjálfsævisögu-
legum sýningum og meitlar sína
hæfileika með hverri sýningunni.
Leikstjórnin er lágstemmd í takt
við leikritið, hann framandgerir
upplifunina og minnir áhorfendur
stöðugt að á þeir séu staddir í leik-
húsi. Alltumlykjandi er stór vegg-
mynd sem leiðir áhorfendur inn í
djúpan og fallegan dal sem skyggð-
ur er með skandinavískri bugun.
Leikmynd Brynju Björnsdóttur
er skynsamlega framsett, þar sem
sviðinu er skipt upp í þrjú hólf og
leikmunirnir eru fáir sem þjónar
verkinu vel. Þó eru stóru steinarnir
óþarfir og dulargervin sem finnast í
ferðatöskunni voru skringilegt stíl-
brot.
Er hin fullkomna ryksuga fyrir
heimilið lykillinn að lífinu eða
munum við öðlast dýpri þekkingu
á tilvistinni með því að forðast að
kaupa hina fullkomnu ryksugu?
Útlendingurinn er marglaga og ansi
merkileg sýning sem stefnir áhorf-
endum í óvæntar áttir. Sýningin
er afskaplega vel skrifuð, tilrauna-
kennd og á köf lum bráðfyndin.
Friðgeir fer sínar eigin leiðir í leit
að einhvers konar sannleika og for-
vitnilegt er að fylgja honum á ferða-
laginu. Þó vantar tilfinningalegan
herslumun þegar á heildina er litið,
f leiri töfrandi augnablik eins og blá-
lokin sem f lögra inn í sálartetrið
eins og lítill fugl. Sigríður Jónsdóttir
NIÐURSTAÐA: Enginn verður svikinn
af þessari sýningu og áhorfendur munu
enda á óvæntum stað.
Athugasemd: Dómurinn var
skrifaður eftir frumsýningu á
verkinu en örskömmu síðar var
sýningum hætt vegna COVID. Þær
eru nú hafnar að nýju.
Útlendingur í eigin tilveru
Útlendingurinn er marglaga og ansi merkileg sýning. MYND/BORGARLEIKHÚSIÐ
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
2 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING