Fréttablaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 41
Íslensku myndlistarverðlaunin eru veitt í tveimur f lokkum: Myndlistarmaður ársins og Hvatningarverðlaun ársins. Þessir myndlistarmenn eru til- nefndir til Íslensku myndlistarverð- launanna: n Haraldur Jónsson fyrir sýning- una Ljósavél í gallerí Berg Con- temporary. n Margrét H. Blöndal fyrir sýning- una Loftleikur í i8 Gallerí. n Libia Castro og Ólafur Ólafs- son fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland, Lista- safn Reykjavíkur, Hafnarhús og á götum úti við Stjórnarráð og Alþingi Íslands í samstarfi við tónlistar- og myndlistar- hátíðina Cycle og Listahátíð í Reykjavík. n Selma Hreggviðsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir fyrir sýninguna Ljósvaki í gallerí Berg Contemporary. Þessir myndlistarmenn eru til- nefndir til Hvatningarverðlauna: n Andreas Brunner fyrir sýning- una Ekki brotlent enn, D41, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar- húsi. n Guðlaug Mía Eyþórsdóttir fyrir sýninguna Milli hluta í Listasal Mosfellsbæjar. n Una Björg Magnúsdóttir fyrir sýninguna Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund, D40, í Lista- safni Reykjavíkur. Greint verður frá því hver hlýtur Myndlistarverðlaun ársins og hver hlýtur Hvatningarverðlaun ársins 25. febrúar 2021. Tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna Selma og Sirra Sigrún í Berg Contemporary. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Árni Þór Lár usson he f u r t ek ið v ið hlutverki Gosa af Haraldi Ara Stef-á n s s y n i í h i n n i gríðarlega vinsælu barnasýningu Borgarleikhússins sem komin er aftur í sýningar eftir COVID-hlé. Árni Þór lauk leikara- prófi á háskólastigi frá LAMDA – London Academy of Music and Dramatic Art árið 2019 og f lutti heim til Íslands í desember sama ár. Hlutverk Gosa er frumraun hans í atvinnuleikhúsi hér á landi. Árni Þór segir að það hafi verið ótrúlega góð tilfinning að stíga á svið í hlutverki Gosa á fyrstu sýningu. „Ég er hluti af afskaplega góðum leikhópi sem er fullur af leikgleði og það fannst á áhorfend- um að þá hafði þyrst í að komast aftur í leikhús. Það er mjög gaman að leika fyrir börn. Í hlutverki Gosa finn ég vel fyrir áhuga þeirra og stuðningi, þau halda sannarlega með sínum manni.“ Eins og f lest börn á Árni Þór sínar æskuminningar um Gosa. „Ég horfði mjög oft á Disney-teikni- myndina og amma las söguna um hann fyrir mig og mér fannst hún mjög skemmtileg.“ Mikið reynir á Árna Þór í hlut- verki Gosa. Eins og allir vita þá er Gosi spýtustrákur og hreyfingar Árna Þórs verða vitanlega að taka mið af því. „Þetta er búið að vera krefjandi og það eru ýmisleg tæknileg atriði sem þarf að hafa á hreinu. Auk þess er ekkert hlé í sýningunni og ég er eiginlega inni á sviðinu allan tímann. Þetta er mikið fjör,“ segir hann. Hann syngur í sýningunni og er þaulvanur söngmaður frá unga aldri og söng meira að segja sem skólastrákur með Ragnari Bjarn- syni. „Ég söng í drengjakór þegar ég var yngri. Gunnar Þórðarson var að taka upp jólaplötu með Ragga og hafði samband við kór- stjórann. Ég var valinn til að syngja lag með Ragga á þessari plötu. Við Raggi ferðuðumst svo víðs vegar um landið og ég söng með honum. Hann var ótrúlega ljúfur og góður maður, mjög afslappaður og alltaf tilbúinn í næsta verkefni; að fara á svið og syngja og skemmta.“ Mikil röskun hefur orðið á leik- hússtarfi í landinu vegna COVID. Árni Þór átti að leika í uppsetn- ingu á Orlando í leikgerð Kristínar Eiríksdóttur en fresta varð verk- efninu fram á næsta leikár. „Við höfum samt tekið samlestur og verkefnið er ótrúlega spennandi. Við erum orðin svo vön að bíða og sjá, það kemur bara í ljós hvenær sýningar geta hafist. Ég hef ýmis- legt að gera, leik í Gosa og svo eru kvikmyndaverkefni og ýmislegt f leira á dagskrá,“ segir Árni Þór. Börnin halda með sínum manni Árni Þór Lárusson hefur tekið við hlut- verki Gosa í sýningu Borgarleikhússins. Krefjandi hlutverk og mikið fjör. Söng með Ragga Bjarna sem skólastrákur. Það er mjög gaman að leika fyrir börn, segir Árni Þór. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Árni Þór Lárus- son í hlutverki hins ástsæla spýtustráks Gosa sem glatt hefur kynslóðir. barna. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÉG ER HLUTI AF AFSKAPLEGA GÓÐUM LEIKHÓPI SEM ER FULLUR AF LEIKGLEÐI OG ÞAÐ FANNST Á ÁHORFENDUM AÐ ÞÁ HAFÐI ÞYRST Í AÐ KOMAST AFTUR Í LEIKHÚS. Guðlaug Mía Eyþórsdóttir er tilnefnd fyrir sýningu sína Milli hluta. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17Þ R I Ð J U D A G U R 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.