Fréttablaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 12
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Ástkær konan mín, móðir,
systir og fóstra,
Ásta Margrét Gunnarsdóttir
Ölduslóð 11, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum
Hringbraut þann 17. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk.
Guð geymi ykkur.
Oddur Halldórsson
Arnar Freyr Halldórsson
Jóna Björk Gunnarsdóttir
Ásta Sigríður Oddsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðríður Ágústsdóttir
(Ríta)
Rjúpnasölum 14,
sem lést 16. janúar, verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Reykjavík laugardaginn
6. febrúar kl. 14. Vegna aðstæðna eru ættingjar og vinir
velkomnir meðan húsrúm leyfir. Athöfninni verður einnig
streymt, hlekk á streymi má finna á www.mbl.is/andlat.
Guðjón Gunnarsson Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir
Helga Gunnarsdóttir Leifur Aðalsteinsson
barnabörn og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Kristín Þráinsdóttir
Sólvangsvegi 2,
áður Hjallabraut 9, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
16. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu. Alúðarþakkir til allra sem komu að
umönnun hennar undanfarin ár, sérstaklega starfsfólks
á Vífilsstöðum og á Sólvangi.
Margrét Bjargmundsdóttir
Þorgerður Bjargmundsdóttir Jakob Richter
María Bjargmundsdóttir
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Gunnar Jóhannsson
Hlynsölum 3, Kópavogi,
varð bráðkvaddur að heimili sínu
laugardaginn 30. janúar.
Útför verður auglýst síðar.
Inga Elíasdóttir
Einar Gunnarsson Elísabet Þórðardóttir
Þorsteinn Gunnarsson Ragnheiður Pétursdóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Snjólaug Bruun
lést á Öldrunardeild Landspítalans,
Vífilsstöðum, 23. janúar síðastliðinn.
Útförin fer fram í Garðakirkju
föstudaginn 5. febrúar kl. 13. Boðsgestir.
Streymt verður frá athöfninni á youtu.be/9EzIGHTneqQ
Gunnar Bruun Bjarnason Bára Einarsdóttir
Kristján Bjarnason Svava Bogadóttir
Snjólaug Elín Bjarnadóttir Hans Kristjánsson
Björn Bjarnason Kolbrún Elíasdóttir
Knútur Bjarnason Helga Friðriksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
Helgi Sigurður Ásgrímsson
Ásvegi 5, Dalvík,
lést á heimili sínu
mánudaginn 25. janúar 2021.
Íris Dagbjört Helgadóttir Jens Viborg Óskarsson
Aðalbjörg Gréta Helgadóttir Snæbjörn V. Ólason
Árni Geir Helgason Guðrún Ásgeirsdóttir
afabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Marta Hjartardóttir
frá Hellisholti í Vestmannaeyjum,
Framnesvegi 20, Reykjanesbæ,
er látin. Útförin fór fram
frá Fossvogskirkju 29.1.2021.
Aðstandendur þakka auðsýnda samúð.
Hafdís Daníelsdóttir
Guðbjartur Daníelsson G. Lára Guðmundsdóttir
Guðmundur Bjarni Daníelsson Jóhanna Kristinsdóttir
Daníel Guðni Daníelsson Petrína Sigurðardóttir
Hjörtur Kristján Daníelsson Kristín Guidice
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
María Áslaug
Guðmundsdóttir
Hvassaleiti 58 í Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í
Reykjavík þann 22. janúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
4. febrúar klukkan 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu
takmarkast fjöldi í kirkjunni við 100 manns og eru
ættingjar og nánir vinir velkomnir á meðan húsrúm
leyfir. Streymt verður frá athöfninni á slóð sem birtist í
vefútgáfum og Facebook-síðum aðstandenda.
Áslaug Haraldsdóttir Stefán Haraldsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson
síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Þegar COVID-19 kom yfir okkur og leiðirnar út á við lokuðust ákvað ég að horfa algerlega í hina áttina, nýta mér einangrunina á Íslandi og vinna á staðnum úr því
sem er til staðar,“ segir Katrín Sigurðar-
dóttir myndlistarmaður og á þar við
jarðveginn – landið sjálft. „Ekkert var
f lutt burtu og ekkert f lutt að,“ bætir
hún við.
Tilefni samtalsins er sýning sem Katr-
ín opnar í dag á Höfn í Hornafirði undir
yfirskriftinni Til staðar. „Ég gerði jarð-
verk á þremur stöðum á Íslandi í septem-
ber síðastliðnum, Við Hoffellsá í Horna-
firði, á Skarðsströnd við Breiðafjörð og
norður í Þistilfirði. Ljósmyndir og vídeó
er það sem eftir stendur og eru til sýnis
en veður og vindar skila leirnum aftur
í upprunalegt form,“ lýsir hún. „Verkið
snýst um þetta örstutta augnablik
mannsandans og mannshandarinnar í
náttúrunni. Allt er forgengilegt og hefur
alltaf verið.“
Sýningin í Svavarssal á Höfn er sú
fyrsta af þremur með sama titli og
sama efni sem verða opnaðar á árinu.
Önnur verður í menningarsetrinu Nýp
á Skarðsströnd og sú þriðja í Þistilfirði.
Katrín býður gestum í Svavarssafni í
samtal um verkið klukkan 17 í dag, því
verður streymt á síðu menningarmið-
stöðvar Hornafjarðar á YouTube.
Sýningin stendur til 5. maí og allir eru
velkomnir.
gun@frettabladid.is
Listaverk gerð úr landinu
Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður opnar sýningu í dag í Svavarssafni á Höfn.
Titill hennar er Til staðar og vísar í efni og aðstæður sem hentuðu í heimsfaraldri.
Katrín setur upp þrjár sýningar á árinu með sama heiti. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Eitt verkið varð til í hornfirsku umhverfi.
MYND/KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR
Hápunktar á ferlinum
Katrín Sigurðardóttir hefur verið
fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringn-
um, Sao Paulo tvíæringnum í
Brasilíu, Momentum í Noregi og
Rabat tvíæringnum í Marokkó. Hún
hélt einkasýningu í Metropolitan-
safninu í New York 2010.
2 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT