Fréttablaðið - 02.02.2021, Síða 14

Fréttablaðið - 02.02.2021, Síða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Heima er best því þar er ég með fjölskyldunni minni og þar höfum við átt margar góðar stundir á COVID-tímum. Þar slær hjartað,“ segir Dagný Gylfadóttir, keramíker og fagur- keri með meiru. Dagný er dóttir Gylfa Snorra- sonar og Guðnýjar Jónsdóttur, þriggja barna móðir og gift Steina flugmanni. „Ég hef búið á nokkrum stöðum um ævina. Sem barn í Svíþjóð og á Akureyri, síðan í Reykjavík og einnig á Englandi þar sem ég var í háskólanámi,“ greinir Dagný frá á fallegu heimili sínu í Grafar- voginum, þar sem listmunir skipa veglegan sess. „Heimilið er stílhreint og mjúkir litir allsráðandi, afslappað með þægindi í fyrirrúmi,“ lýsir Dagný stílnum heima. Eftirlætis mublan hennar í innbúinu er stofusófinn þar sem ljúft er að slaka á eftir daginn. „Annars er dúnsængin mín sá einstaki hlutur sem er ómissandi til að mér líði eins og heima,“ segir Dagný í fallegu hjónaherberginu sem hún málaði nýlega í kósí og brúnbleikum lit. Indælt að brjóta saman þvott Dagný er mikill sælkerakokkur og af burða bakari. Hún er mjög flink í að baka franskar makkarónur og gerir það fyrir veislur. „Ég baka makkarónur í mörgum litum og bragðtegundum og svo baka ég oft enskar skonsur með kaffinu heima. Rétturinn sem ég elda oftast fyrir heimilisfólkið er humarpasta með ýmiss konar skemmtilegu bragði, til dæmis kirsuberjatómötum og saffran,“ segir Dagný sem finnst heim- ilislegasta upplifunin vera við borðstofuborðið þegar fjölskyldan borðar saman kvöldmat og allir segja frá sínum degi. „Það besta við skammdegið og árstímann núna er að kveikja á kertum og fá sér hvítvínsglas, og spjalla eða spila.“ Uppáhalds húsverk Dagnýjar er að elda veislumat, skreyta með blómum og brjóta saman þvott. „Til að fullkomna heimilið langar mig nú mikið í nýtt málverk eftir Höddu Fjólu Reykdal og ný lesljós í hjónaherbergið, en síðast keypti ég nýtt hjónarúm úr Svefni og heilsu, og lítið kaffihliðarborð úr mattgylltum málmi úr Habitat.“ Fékk hvatningu frá mömmu Sem telpu dreymdi Dagnýju um að vinna við list og sköpun. „Móðir mín er listræn og fór oft Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Dagný segist hvað stoltust af ljós- um sem hún hannaði úr keramiki. Framhald af forsíðu ➛ Dagný notar ýmislegt úr eigin hönnun til heimabrúks, eins og blóma- vasana, bolla með gulllínu og fjallabollana fallegu sem hún bjó til í upphafi COVID í fyrra og tók með sér í ferðalög um landið í fyrra- sumar. Þeir eru handgerðir úr postulíni með handteiknuðu fjallamynstri. Á disknum eru enskar skonsur sem Dagný gefur lesendum uppskrift að. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI með okkur á söfn. Eftir banka- hrunið 2008 hættu allir að byggja og ég missti vinnuna á arkitekta- stofu. Þá ákvað ég að drífa mig í langþráð keramiknám, en ég hafði þá verið að leira í nokkur ár á kvöldnámskeiðum. Móðir mín hvatti mig mikið til að fara í draumanámið. Það hefur gefið mér mikla gleði og ég elska að hanna hluti frá grunni. Starfið er mjög gefandi og ég hef eingöngu starfað sem keramikhönnuður frá útskrift,“ segir Dagný sem er sjálf- stætt starfandi og hannar undir merkinu DayNew sem er bein þýðing á nafninu hennar. Dagný er með vinnustofu í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem hægt er að kíkja til hennar flesta daga. „Ég er afar þakklát fyrir hvað viðskiptavinir mínir taka mér vel og margir koma til mín aftur. Ég finn að íslensk keramikhönnun er alltaf að verða vinsælli. Frá því ég útskrifaðist 2014 hefur mikið breyst og Íslendingar kunna æ betur að meta íslenskt handverk.“ Afmælishátíð á Vetrarhátíð Hugmyndir að sköpunarverkum sínum fær Dagný þegar hún leggst til hvílu á kvöldin. „Þá hugsa ég gjarnan um ýmis skemmtileg form. Mér finnst gaman að hanna nýja hluti sem Tíu enskar skonsur 400 g hveiti 100 g brætt smjör 3 dl mjólk 4 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 100 g döðlur, saxaðar Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið saman í hrærivél. Bætið mjólk út í, svo smjörinu og látið hnoðast vel. Mótið nokkrar bollur og setjið á ofnplötu með bökunarpappír. Bakið við 250°C í forhituðum ofni og með pensluðu smjöri í 11 mínútur. Berið fram með „lemon curd“. eru samt einkennandi fyrir mína hönnun og að fólk þekki vörurnar mínar og segi: „Já, ég sá að þetta var DayNew-vasi!“,“ segir Dagný sem er hvað stoltust af loftljós- unum sínum og gullvösunum. „Ég nota eigin nytjalist heil- mikið til heimabrúks. Ég er með kaffibolla heima, súpuskálar, blómapotta og fullt af blóma- vösum, því ég elska að vera með afskorin blóm í vösum.“ Fram undan er afmælishátíð Leirlistafélagsins sem verður 40 ára í ár. „Sýningin er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík sem hefst nú á fimmtu- daginn 4. til 8. febrúar. Þar verða sýnd 40 ljósker leirlistamanna úr keramiki og sjálf mun ég sýna tvö ný ljósker úr snjóhvítu postulíni,“ segir Dagný full tilhlökkunar en afmælissýningin verður í Hönn- unarsafni Íslands á Garðatorgi 1 í Garðabæ. Þess má geta að Dagný er einn af eigendum keramikgallerísins Kaolin og setti í loftið nýja og fal- lega vefsíðu, kaolin.is, fyrir jólin, í samstarfi við KoiKoi. Fylgist með því sem Dagný er að fást við á Facebook og Instagram. Hægt er að fá gullfallegt keramikið hennar í Kaolin á Skólavörðu- stíg, Hrími í Kringlunni og á f leiri stöðum. Nýju ljóskerin Sólrún og Sirkus. Átján ára dóttir Dagnýjar heitir Eva Sólrún og nefnist luktin í höfuðið á henni. Hún er gullfalleg, keramiklínan frá DayNew. MYND/ÍRIS STEFÁNSDÓTTIR Glæsilegur glitrandi alparósbleikur vasi með ekta gulli. EYMSLI, STIRÐLEIKI EÐA BRAK Í LIÐUM? Mest selda liðbætiefni á Íslandi 2-3ja mánaða skammtur íhverju glasi 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.