Fréttablaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 16
Tesla hefur tekið eftir sam- keppninni sem er að verða á raf- bílamarkaði og lætur nú hendur standa fram úr ermum. Komnar eru endurbættar útgáfur Model S og X bílanna með nýrri innrétt- ingu og meira afli. njall@frettabladid.is Tesla kynnti á dögunum nýjar útgáfur Model S og X bílanna auk þess sem að Plaid-útgáfur þeirra eru nú komnar á sölulista. Þótt hægt sé að panta þessar útgáfur núna er ekki líklegt að við sjáum þær á götunum fyrr en á næsta ári. Mesta breytingin á bílunum er innandyra en Model S fær meðal annars nýtt mælaborð og endur- hannaðan upplýsingaskjá ásamt fjórum þráðlausum farsíma- hleðslum. Aftursætisfarþegar fá einnig sinn eigin upplýsingaskjá. Mesta sjónræna breytingin er þó án efa ferhyrningslaga stýrið sem minnir meira á stjórntæki úr flugvél. Er stýrið eins og ferningur með tveimur pílárum sem inni- halda takkaborð báðum megin, en búið er að taka efri hluta þess í burtu. Fyrir vikið verður útsýnið betra, sérstaklega á mælaborðið. Yfir 1.000 hestöfl í Plaid útgáfu Tesla Model S verður nú bara í tveimur útgáfum, Long Range eða Plaid. Í Long Range útgáfunni á bíllinn að hafa 663 km drægi samkvæmt EPA-staðlinum. Í Plaid- útgáfunni er drægið aðeins minna eða 628 km. Long Range útgáfan er áfram með tvo rafmótora sem skila samtals 661 hestafli en Plaid útgáfan er með þrjá sem eiga að skila 1.006 hestöflum og upptaki upp á aðeins 1,9 sekúndur í hund- raðið. Hámarkshraði verður 322 km á klst. Því til viðbótar verður hægt að fá Plaid+ útgáfu með meira drægi sem keppa á við Porsche Taycan. Plaid+ á að komast 837 km á einni hleðslu sem er 350 km betra en hjá þeim þýska. Verðið á Model S er 11.320.000 kr. samkvæmt heima- síðu Tesla en Plaid-útgáfan kostar frá 15.160.000 kr. Öll verðin eru án virðisaukaskatts. Tesla Model S og X fá andlitslyftingu og meira afl Að utan eru breytingarnar litlar og miðast helst við endurhannaðan fram- stuðara og nýjar álfelgur. Talsverð breyting er á mælaborði og nýtt ferkantað stýri grípur augað. Meiri breyting er á Plaid-útgáfunni en hún fær stærri brettakanta og endur- hannað loftflæði á undirvagni, auk breiðari hjólabúnaðar. Umsjón blaðsins Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is Auglýsingar: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103 Útgáfufélag: Torg ehf. | Kalkofnsvegur 2 | 101 Reykjavík | Sími 550 5000 Bílablaðið Renault hefur tilkynnt að árið 2025 verði sjö nýir rafbílar komnir frá merkinu á markað. Einn þeirra verður endurgerð útgáfa hins vin- sæla Renault 5 smábíls, en Renault hefur látið frá sér myndir af til- raunaútgáfu hans. Bíllinn kallast Renault 5 Prototype og mun eflaust keppa við bíla eins og Mini Electric og Honda e. Einnig er þó von á öðrum smábíl sem kallaður er Renault 4 fyrir 2025. Aðeins tók sex mánuði að hanna frumgerð- ina sem sækir útlit sitt að miklu leyti til Renault R5. Auðvitað eru ljósabúnaður og felgur nýtísku- legri en línur bílsins fylgja gamla bílnum í meginatriðum. Yfir- hönnuður Renault 5 Prototype er Gilles Vidal sem Renault réð til sín frá Peugeot, en hann hannaði áður E-Legend tilraunabílinn sem var með svipaðar áherslur. Bíllinn verður fimm manna og verða handföng hurða felld inn í yfirbygginguna. Engar myndir hafa verið birtar af innréttingu bílsins en sjá má framrúðuskjá á myndinni. Þegar bíllinn kemur á markað mun hann nota CMF-B undirvagninn sem er sá sami og undir nýjum Renault Zoe. Sá bíll er með 50 kWst rafhlöðu, 132 hestafla rafmótor og um 400 km drægi. Renault 5 snýr aftur sem rafbíll Það er óhætt að segja að útlitið minni mjög á Renault R5 sem var vinsæll kringum 1980. Smábílaframleiðandinn Smart hefur tilkynnt að von sé á fyrsta smájepplingi merkisins árið 2022. Bíllinn mun koma á nýjum, breytanlegum rafundirvagni sem þróaður hefur verið af kínverska framleiðandanum Geely. Þetta er fyrsta tilkynningin frá Smart síðan Daimler fór í samstarf við Geely, sem meðal annars á Volvo-merkið, snemma árs 2020. Til stóð að Smart myndi fram- leiða nokkurs konar smájeppling árið 2005 sem hét ForMore en sá bíll var lagður á hilluna áður en hann fór í framleiðslu. Nýi bíllinn verður fjögurra manna líkt og ForFour-bíllinn en ívið stærri, en hann verður hannaður af Merc- edes en smíðaður í verksmiðju Geely í Kína. Samkvæmt sölustjóra Smart, Daniel Lescow, er stefnan sett á að bjóða bílinn í Evrópu og að bíllinn fái fimm stjörnur í árekstrarprófi EuroNCAP. Smart með smájeppling á næsta ári Bíllinn líkst að einhverju leyti öðrum bílum Smart en er stærri og verður 100% rafdrifinn. MYND/AVARVARII Toyota Motor Corp tók fram úr Volkswagen Group í sölu bíla árið 2020 og er nú mest selda bílamerki heimsins. Þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem merkið nær þessum árangri en COVID-19 heims- faraldurinn bitnaði harðar á þýska framleiðandanum. Hjá Toyota féll sala um 11,3% niður í 9,5 milljónir ökutækja á meðan sala minnkaði um 15,2% hjá Volkswagen niður í 9,3 millj- ónir ökutækja. Þakkar Toyota það að hluta því að heimsfaraldurinn hefur ekki bitnað eins hart á austurhluta Asíu þar sem merkið er mjög sterkt. Toyota mest selda merkið 2020 Lexus áætlar að frumsýna nýjan tilraunabíl í vor en hann mun marka upphaf nýs útlits hjá merk- inu. Bíllinn hefur ekki fegnið nafn ennþá en að sögn Koji Sato, for- stjóra Lexus, mun tilraunabíllinn sýna hvernig næsta kynslóð Lexus mun líta út í framtíðinni. Myndin sýnir aðeins afturenda bíls sem er með lágu þaki sem er skipt í miðju með eins konar uggalaga formi. Neðri hluti bílsins og stuðari hans er mun breiðari en efri hlutinn og sjá má Lexus-merkið með nýrri stafagerð. Þó að bíllinn sjáist ekki vel er þó hægt að sjá að þetta er ekki sá rafdrifni jepplingsbíll sem Toyota var búið að nefna að væri væntanlegur á árinu. Þar sem við sjáum ekki framendann verður við að bíða og sjá hvort hið áberandi, trapísulaga grill Lexus verði áfram í notkun eða ekki. Til stóð að bíllinn yrði frumsýndur á bílasýningunni í Genf í mars en þar sem henni hefur verið frestað annað árið í röð, verður bíllinn líklega frumsýndur á sérstakri kynningu á netinu nálægt þeirri dagsetningu. Sato hefur sagt að Lexus muni kynna nýjan fram- leiðslubíl á árinu en ekki er vitað hvort sá bíll verður beint framhald af þessum tilraunabíl eða ekki. Lexus frumkynnir nýtt útlit bíla sinna Tilraunabíll Lexus mun kynna nýja kyn- slóð merkisins til sögunnar. 2. febrúar 2021 ÞRIÐJUDAGUR2 BÍLABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.