Fréttablaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 6
Matið á þolmörk- um íshellanna byggðist fyrst og fremst á upplýsingum frá starfsfólki rekstraraðilanna sjálfra á svæðinu. Magnús Guðmunds­ son, framkvæmda­ stjóri Vatnajökuls­ þjóðgarðs S TJ Ó R N S Ý S L A M ag nú s Guð - mundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökuls þjóðgarðs, segir það ekki rétt sem haft var eftir einum eigenda Niflheima ehf. í Fréttablað- inu síðastliðinn föstudag að lagt sé eitt þúsund króna gjald á hvern far- þega í jöklagöngu og íshellaferðir í þjóðgarðinum. „Það er vissulega rétt að heimild til slíkrar innheimtu hefur verið til staðar í gjaldskránni í nokkur ár, en hún hefur aldrei verið nýtt, þar sem þjóðgarðurinn hefur talið ófor- svaranlegt að leggja gjaldið á aðeins eina tegund af starfsemi í þjóðgarð- inum,“ undirstrikar Magnús. „Þetta er öllum rekstraraðilum í þjóðgarð- inum vel kunnugt um og því kom mér á óvart að lesa þetta.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu á föstudaginn lögðu Nif lheimar fram stjórnsýslukæru til umhverf- is- og auðlindaráðuneytisins vegna ákvörðunar stjórnar Vatnajökuls- þjóðgarðs um að úthluta ferðaþjón- ustufyrirtækjum kvótum til að tak- marka gestafjölda í þjóðgarðinum. „Í grunninn snýst málið um að það sé verið að veikja rekstrar- öryggi fyrirtækja,“ sagði Atli Már Björnsson, jöklaleiðsögumaður og einn eigenda Nif lheima, í Frétta- blaðinu á föstudag. „Það er ákveðið að setja á kvóta þar sem heildar- talan er eins og úr lausu lofti gripin því að það er ekki farið í neinar þolmarkarannsóknir heldur stuðst við huglægt mat starfsmanna þjóð- garðsins,“ fullyrti hann. Magnús segir að umræddar fjöldatakmarkanirnar hafi vissu- lega verið settar á samkvæmt óskum frá rekstraraðilum í þjóð- garðinum. „En það er einnig svo að matið á þolmörkum íshellanna byggðist fyrst og fremst á upplýsing- um frá starfsfólki rekstraraðilanna sjálfra á svæðinu um hversu margir hafi að jafnaði verið inni í hellunum á háannatíma,“ segir hann. Nánar segir Magnús að fjölda- takmarkanir í íshella séu hluti af þróunarverkefni. Aðferðafræðin við mat á þolmörkum svæðisins gangi út frá náttúruvernd, öryggi ferðamanna og mati starfsfólks rekstraraðila. Þetta þróunarverk- efni verði meðal þess sem komi til skoðunar þegar árangurinn af verk- efninu verður metinn. „Vatnajökulsþjóðgarður vill gera sitt besta til að vinna með þeim fyrirtækjum sem stunda atvinnu- starfsemi í og við þjóðgarðinn. Náttúran verður þó að fá að njóta vafans og öryggi ferðafólks verður ávallt að vera í fyrirrúmi. Um það erum við örugglega öll sammála,“ segir framkvæmdastjóri Vatna- jökulsþjóðgarðs. gar@frettabladid.is Jöklagjald ósanngjarnt og aldrei verið rukkað Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir rangt að lagt sé eitt þúsund króna gjald á gesti íshellafyrirtækja líkt og eigandi Niflheima sagði. Gjald- takan sé heimil en óforsvaranlegt að leggja það á bara eina tegund starfsemi. Göngur á jökla og íshellaskoðun hefur verið vaxandi ferðaþjónustugrein hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM M JANMAR Her Mjanmar hefur tekið völd í landinu af lýð ræðis lega kjörinni stjórn for sætis ráð herrans Aung San Suu Kyi, sem hlaut friðar- verð laun Nóbels árið 1991 fyrir bar- áttu fyrir lýð ræðis legra stjórnar- fari í heima landi sínu. Hún hefur verið færð í varð hald á samt öðrum stjórnar með limum, meðal annars for setanum Win Myint. Talið er að æðsti yfir maður hersins, Min Aung Hla ing, fari nú með stjórn landsins. Herinn hefur lýst yfir neyðar á standi næsta árið en hvort það vari lengur mun tíminn leiða í ljós. Sam skipta kerfi landsins hafa að mestu legið niðri frá því að valda- ránið hófst í gærmorgun. Far síma - kerfi þeirra fjögurra síma fyrir tækja sem starfa í landinu eru ó virk, inter- net að gangur hefur verið mjög lé legur og eina sjón varps stöðin sem enn sendir út er sjón varps stöð hersins. Talið er að valda ránið sé af leiðing þingkosninga sem fram fóru 8. nóv- ember. Þar vann flokkur Aung San Suu Kyi stór sigur, hlaut 396 sæti af 476. Flokkur hersins hlaut einungis 33 sæti. Herinn sætti sig ekki við niður - stöðuna og kosninga yfir völd lands- ins höfnuðu að dróttunum hersins. Valda ránið var framið nokkrum klukku stundum áður en nýtt þing átti að funda í fyrsta sinn. – þp Herinn hefur tekið völdin í Mjanmar Mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan sendiráð Mjanmar í Taílandi í gær eftir að fregnir af valdaráninu bárust þangað. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Álagning fasteignagjalda 2021 Upphafsálagningu fasteignagjalda í Bláskógabyggð er nú lokið fyrir árið 2021 Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur lokið upphafsálagninu vegna ársins 2021. Álagningaseðlar eru ekki sendir út en hægt er að nálgast þá á heimasíðunni www.island.is en þar eru þeir aðgengilegir á „Mínar síður“ undir kassa merktur Pósthólf. Innskráning er með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Greiðsluseðlar eru ekki sendir út nema þess sé sérstaklega óskað en kröfur vegna fasteignagjalda koma inn í heimabanka viðkomandi gjaldanda og birtast þar. Allar nánari upplýsingar um álagningareglur Bláskógabyggðar má finna inni á heimasíðu Bláskógabyggðar, www.blaskogabyggd.is. Eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í Bláskógabyggð er sérstaklega bent á að skoða sinn rétt varðandi afslátt af fasteignagjöldum og bent á að kynna sér samþykkt um tekjuviðmið, sem er um afsláttarreglur. Þeim sem óska frekari upplýsinga um álagninguna er bent á að hafa samband við Sigríði Emilíu Eiríksdóttur, skrifstofu Bláskógabyggðar í síma: 480-3000 (mánudaga – fimmtudaga frá kl. 9.00 - 12.00 og 13.00 – 15.00, en föstudaga 9.00 – 12.00) eða í netfang: emma@blaskogabyggd.is. Bláskógabyggð SNERTILAUS HITAMÆLIR Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | Sími 515 1100 | Opið alla virka daga kl. 8–17 TIR-1™ °C /°F SET • Handhægur og öruggur • Nákvæm mæling á örfáum sekúndum • Snerting við sjúkling óþörf • Minni þörf á hlífðarbúnaði Renndu við og fáðu lyn afgreidd beint í bílinn www.lyfsalinn.is BÍLAAPÓTEK VIÐ VESTURLANDSVEG 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.