Fréttablaðið - 02.02.2021, Page 18
Karma Revero er kominn til
landsins og verður forsýndur
næstkomandi laugardag. Það er
frumkvöðullinn Gísli Gíslason
sem stendur fyrir innflutn-
ingnum og er á leiðinni að opna
umboð fyrir þetta lúxusmerki.
njall@frettabladid.is
Gísli Gíslason og Karma Automo-
tive eiga eitt sameiginlegt, en það
er að vera ekki dauð úr öllum
æðum. Gísli er betur þekktur hér-
lendis sem fyrrverandi söluaðili
Tesla-merkisins og Karma
Automotive er merki sem spratt
upp úr gjaldþroti Fisker og fram-
leiðir nú Revero og Revero GT
sportbílana í litlu magni. Meira
er í burðarliðnum hjá merkinu
sem sýnt hefur þrjá tilraunabíla á
undanförnum árum, Pininfarina
GT, SC1 og SC2.
Það eiga allir Tesla
Að sögn Gísla er umboð fyrir
þessa bíla í burðarliðnum og
verið að leita að hentugu hús-
næði um þessar mundir. „Búið
er að ganga frá samningi við
framleiðandann og verið að setja
Ísland inn á heimasíðu merkisins
þar sem hægt verður að panta
bílana,“ sagði Gísli í viðtali við
Bílablað Fréttablaðsins. „Mér
fannst þetta réttur tími fyrir þessa
gerð að koma hingað á markað
Karma-merkið er lúxusmerki.
Það er nefnilega orðið svo að það
er orðið venjulegt að eiga Tesla-
bíl og þess vegna fannst mér við
hæfi að bjóða upp á Karma hér
á Íslandi,“ sagði Gísli. Gísli segir
að næsti bíll Karma sé Revero GS
línan sem kynnt verður í sumar.
„Við munum leggja áherslu á þann
bíl og þá sérstaklega GS6L sem
er lúxusútgáfan og GS6S sem er
sportútgáfan. Hann verður með
meira drægi og afli,“ sagði Gísli
og bætti svo við að von væri á
GSE-útgáfunni í lok árs. Frétta-
blaðið mun prófa Revero-sport-
bílinn við fyrsta tækifæri en einn
slíkur er kominn til landsins og
annar á leiðinni. Verður Revero
sýndur almenningi næstkomandi
laugardag í Hafnarþorpinu, sem er
gamla Kolaportið.
Karma-umboð á Íslandi í burðarliðnum
Gísli Gíslason
við fyrsta Rev
erosportbílinn
sem kominn er
til landsins.
Fyrir nokkrum mánuðum setti
SSC-sportbíllinn nýtt hraðamet
fyrir framleiðslubíl, sem var svo
dregið til baka vegna galla við
mælingar á hraða bílsins. Fyrir-
tækið sór að það myndi koma til
baka og staðfesta metið og virðist
vera á leiðinni til þess ef marka má
síðustu fréttir. Tímatökubúnaður-
inn sem nú er notaður er settur
saman af Garmin og Racelogic í
samstarfi með IMRA (Internatio-
nal Mile Racin Association) og á að
vera mjög nákvæmur. Við prófanir
á búnaðinum náði bíllinn 282,9
mílna hraða sem er 455 km hraði,
en sá hraði er meiri en viðurkennt
hraðamet Koenigsegg Agera RS.
Það met var sett árið 2017 og var
277,9 mílur eða 447 km á klst.
Bugatti gerði tilkall til krúnunnar í
hittifyrra með hraðameti Chiron-
ofurbílsins en það hefur aldrei
verið staðfest sem heimshraðamet
þó að sá bíll hafi náð 304,77 mílna
hraða eða 490 km á klst. Sá hraði
var mældur af þýsku prófunarstof-
unni TÜV en aðeins mældur í aðra
áttina. Sá sem ók fyrir SSC á dög-
unum var dr. Larry Caplin sem ók
sínum eigin SSC-bíl fyrir merkið.
Hann sagði eftir síðustu ferðina að
hann hefði prófað fullt afl í sjöunda
gír og hlakkaði mikið til að koma
aftur og ná 300 mílna markinu.
Hraðametið
innan seilingar
fyrir SSC?
SSC Tuatara er með 5,9 lítra V8
vél sem skilar 1.750 hestöflum og
1.735 newtonmetra togi og fer allt
aflið til afturhjólanna eingöngu.
Í nýrri fréttatilkynningu frá
Scania segir framleiðandinn að
Scania ætli sér að leiða breyting-
una yfir í sjálfbæra flutningabíla
framtíðarinnar. Að mati Scania
eru raftrukkar leiðin til þess en
ekki efnarafalar knúnir vetni.
Hleðslutími ökutækja og sú orka
sem hvert kíló rafknúinna öku-
tækja ber hefur batnað mikið að
undaförnu. Að mati Scania mun
það þýða að trukkar búnir raf-
hlöðum munu taka yfir á næstu
árum sem fyrsti kostur. Scania
hefur þegar sett á markað raf-
trukk ásamt tengiltvinnknúnum.
Innan fárra ára mun Scania kynna
raftrukk sem getur borið 40 tonn
af vörum í 4,5 tíma og geta hlaðið
rafhlöðuna á 45 mínútum á hrað-
hleðslustöð, á meðan að bílstjór-
inn tekur lögbúið 45 mínútna hlé.
Þarf minna viðhald
Scania áætlar að raftrukkar verði
10% sölu í Evrópu árið 2025 og
50% árið 2030. Að sögn Aleksander
Vlaskamp, markaðsstjóra Scania,
verða trukkar búnir rafhlöðum
þeir fyrstu til að ná útbreiðslu í
sjálfbærum vörubílum. „Trukkar
knúnir rafhlöðum þurfa minna
viðhald fyrir notendur heldur en
hefðbundnir, en það þýðir meiri
nýtni og sparnað,“ sagði Aleksan-
der. Scania hefur fjárfest töluvert
í vetnisknúnum ökutækjum og
er eini framleiðandinn til að vera
með slíka bíla í daglegri notkun.
Scania áætlar að áhersla á þá muni
minnka töluvert enda þarf þrisvar
sinnum meira af endurnýtanlegri
orku til að knýja áfram vetnis-
trukk á móti raftrukki. Einnig er
mun meira viðhald vetnistrukka
stór þáttur að mati framleiðand-
ans.
Scania leggur áherslu á rafmagnstrukka
Scania mun setja raftrukk á markað innan fárra ára sem flutt getur 40 tonn.
Kauptu eða seldu
bílinn á Bland
Ekki kaupa nýtt ef það fæst á Bland.
2. febrúar 2021 ÞRIÐJUDAGUR4 BÍLABLAÐIÐ