Fréttablaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 29
Sjálfvirk
tregðulæsing
eða Auto LSD
virkar aðeins
þegar bíllinn er
í afturhjóladrifi
undir 50 km á
klst.
Mælaborðið og upplýsingaskjárinn eru einföld í uppsetningu og notkun.
Meiri torfærugeta
Toyota hefur gert margt með
nýjum Hilux til að bæta getu hans í
torfærum. Einn af þessum hlutum
er sjálfvirk tregðulæsing eða Auto
LSD sem sér um að minnka afl til
hjóls sem farið er að spóla og senda
meira afl þangað sem þess gerist
þörf. Er það gert með því að nota
bremsukerfi bílsins í stað þess að
minnka vélarafl eins og spólvörnin
gerir.
Auto LSD virkar þó aðeins þegar
bíllinn er í afturhjóladrifi (2H)
og á hraða undir 50 km á klst. Til
þess að virkja það þarf að slökkva
á spólvörn sem gert er í tveimur
stigum. Með því að halda takk-
anum lengur inni er slökkt alveg
á spólvörninni þegar bílstjóri vill
geta spólað aðeins, eins og í lausum
sandi eða snjó. Með bílinn í lága
fjórhjóladrifinu er læsing á aftur-
öxli, en nú er komin sjálfvirk spól-
vörn (A-TRC) sem virkar bæði í háa
og lága fjórhjóladrifinu og virkar
með sama hætti og Auto LSD.
Dýrari en samkeppnin
Grunnútgáfa Hilux LX kostar frá
7.090.000 kr. en Invincible-útgáfan
með 2,8 lítra vélinni kostar frá
10.490.000 kr. Auðvitað er ekki
hægt að bera alla pallbíla saman
við öflugri útgáfuna enda ekki allir
sem ná slíkum hæðum í hestöflum.
Það er helst að Ford Ranger með
213 hestafla vélinni sé sambæri-
legur en WildTrak-útgáfan kostar
frá 8.490.000 kr. Ranger Raptor er
með sömu vél en mun fullkomnari
fjöðrun en bæði Hilux og WildTrak,
en Raptorinn kostar frá 11.390.000
kr og er því ekki miklu dýrari en
nýr Hilux. Vel búinn Nissan Navara
Tekna með sín 190 hestöfl kostar
frá 8.890.000 kr svo að Hilux líður
dálítið fyrir verðið.
Með tilkomu rafvæðingar bíla-
flotans eru beinskiptir bílar á
leiðinni út á næstu árum. Sam-
kvæmt Edmunds.com voru aðeins
1,2 prósent bíla sem seldir voru
árið 2019 búin beinskiptingu. Sú
þróun hefur smám saman orðið
hérlendis að sjálfskiptingar séu
vinsælli kostur.
Með tilkomu tvinnbíla og tengil-
tvinnbíla hefur hlutur beinskiptra
bíla minnkað enn frekar en tvinn-
bílar eru alla jafna sjálfskiptir.
Rafbílar eru einnig án kúplingar
og skiptingar svo að þannig verður
þörf fyrir kennslu á beinskipta bíla
minni með ári hverju.
Víða í Evrópu hafa ríkisstjórnir
sett sér markmið um minni losun
gróðurhúsalofttegunda og í Noregi
hefur ríkisstjórnin gengið svo
langt að segja að allir bílar seldir í
Noregi árið 2025 eigi að vera hrein-
orkubílar.
Hlutur 100% rafdrifinna bíla var
54% af sölu allra nýrra bíla í Noregi
í fyrra svo að þetta markmið er alls
ekki óraunhæft.
Beinskiptir 5,2% nýskráninga
Um 5% af skiptingum í skrán-
ingum nýrra bíla eru merkt sem
óþekkt. Er skráningunni hérlendis
skipt í fjóra flokka, handskiptan,
sjálfskiptan, CVT (form sjálfskipt-
ingar) og óþekkt.
Inn í þessa flokkun vantar svo-
kallaða hálfsjálfskipta bíla. Þar er
bíllinn búinn rafstýrðri kúplingu
sem kemur inn við ákveðinn
snúning og skiptir bílnum fyrir
ökumanninn. Sú skipting er
bara annað form sjálfskiptingar
og maður leiðir hugann að því
hvort það séu að einhverju leyti
hinir „óþekktu“ í skráningunni þar
sem þeir bílar eru jú með kúplingu.
Ef aðeins eru teknir bílar skráðir
með sjálfskiptingu eða CVT-skipt-
ingu er hlutfall þeirra yfir 90%.
Þótt enn séu eldri beinskiptir bílar
í umferð lækkar hlutfall þeirra ört
og nú er svo komið að mikill meiri-
hluti heimilisbíla er sjálfskiptur.
Eins og kom fram í Bílablaðinu
á dögunum er orðið vinsælla að
taka bílprófið á sjálfskiptan bíl ein-
göngu enda þarf ekki lengur sér-
stakt leyfi til þess. Hægt er að bæta
beinskiptum réttindum við seinna
kjósi ökunemi svo og þá vaknar sú
spurning hvort að hann megi æfa
sig sjálfur eða ekki.
Þórhildur Elínardóttir, sam-
skiptastjóri hjá Samgöngustofu,
svarar því þannig að miðað við
núgildandi reglur sé það túlkun
Samgöngustofu að æfingaakstur
sé bundinn við ökunám hjá öku-
kennara og ökuskóla til B-réttinda.
„Þar af leiðandi þarf einstaklingur
sem er með B-réttindi á sjálf-
skiptan bíl að leita til ökukennara
um þjálfun sé ætlunin að fá einnig
réttindi til að aka beinskiptum
bíl,“ segir Þórhildur.
Eru beinskiptir bílar
bráðum búnir að vera?
KOSTIR
n Bílstjórinn er í betra sambandi
við vél bílsins og aksturinn.
n Bílstjórinn velur sjálfur hvenær
hann skiptir um gír.
n Beinskiptir bílar eru venjulega
ódýrari en sjálfskiptir.
n Minni kostnaður hefur hingað til
fylgt beinskiptingum.
GALLAR
n Beinskipting getur verið þreyt-
andi í mikilli umferð.
n Það tekur meiri tíma að læra á
beinskiptan bíl en sjálfskiptan.
n Það er erfiðara að taka af stað í
brekku.
n Það er erfitt að fá vel búna bíla
af stærri gerðinni beinskipta.
✿ Kostir og gallar beinskiptingar
ÚTSALA Á JEPPADEKKJUM
í völdum stærðum og mynstrum. Allt að 50% afsláttur!*
Stærð Mynstur Afsl. Verð nú
35X12.50R20 ATZp3 25% 73.350
37X12.50R17 Deegan 38 25% 59.737
305/55R20 (33“) MTZp3 25% 61.725
35X12.50R15 MTZp3 25% 38.880
38X15.50R20 MTZp3 50% 49.250
40X14.50R20 MTZp3 30% 83.890
Icetrack ehf 773-4334 mtdekk@mtdekk.is www.mtdekk.is
*Meðan birgðir endast
Þegar aðeins rúmlega 5 prósent nýrra bíla eru beinskipt eru fleiri að velja að læra bara á sjálfskipta bíla.
✿ Nýskráðir fólksbílar til einstaklinga 2020
(skv. BGS)
n Handskiptir n Sjálfskiptir n CVT n Óþekkt Samtals 7.319
5
,2
%
75
,5
%
15
,2
%
4,
0%
ÞRIÐJUDAGUR 2. febrúar 2021 BÍLABLAÐIÐ 7