Fréttablaðið - 02.02.2021, Síða 20

Fréttablaðið - 02.02.2021, Síða 20
Rúmtak: 2.755 rsm Hestöfl: 204 Tog: 500 Nm Hröðun 0-100 km: 10,7 sek. Hámarkshraði: 175 km Eyðsla bl.ak.: 9,4 l/100 km WLTP CO2 bl.ak.: 245 g/km WLTP L/B/H: 5.325/1.900/1.815 mm Hjólhaf: 3.085 mm Veghæð: 310 mm Dráttargeta: 3.500 kg Vaðhæð: 700 mm Toyota Hilux 10.490.000 kr. KOSTIR n Aflmikill n Betri fjöðrun GALLAR n Verð n Staðsetning rofa fyrir sætishita Njáll Gunnlaugsson njall @frettabladid.is Reynsluakstur Síðan fyrsti Hiluxinn kom á markað fyrir meira en hálfri öld hefur merkinu tekist að selja meira en 18 milljón stykki af honum. Það er alveg með ólíkindum hvað þessi bíll hefur verið vinsæll gegnum tíðina eins mikill tréhestur og hann er en hluti af vinsældum hans er eflaust hversu ódrepandi hann er. Undirritaður þekkir það vel á eigin skinni enda átt slíkan bíl sem notaður var mikið. Með mikilli samkeppni á pallbíla- markaði á undanförnum árum, þar sem hver framleiðandinn af öðrum kepptist við að koma frá sér vel búnum pallbíl, hefur markaðshlut- deild Hilux minnkað hlutfallslega. Toyota ákvað að bregðast við með nýrri og aflmeiri vél ásamt endurbótum á fjöðrunarkerfi bílsins. Auk þess fékk bíllinn veg- lega andlitslyftingu sem gerir hann ansi verklegan að sjá. Fréttablaðið fékk bílinn til prófunar snemma í janúar og auðvitað var ekki hægt að sleppa því að jeppast aðeins á honum. Sneggri af stað Það sem allir Hilux-eigendur munu taka eftir er munurinn á afli nýja bílsins enda er hann næstum þremur sekúndum fljótari í hundraðið en bíllinn með 2,4 lítra vélinni. Vélin er nú 2,8 lítrar og skilar 201 hestafli sem er bæting um rúm 50 hestöfl. Auk þess er sex þrepa sjálf- skiptingin búin að fá endurstill- ingu sem hentar vélinni og aflsviði hennar mjög vel. Það var þó ekki það eina sem Toyota endurbætti í nýja bílnum því kaupendur hafa krafist æ meiri búnaðar í pallbílum nútímans. Meðal búnaðar í Invincible- útgáfunni má nefna rafstýrð leður- sæti, díóðuljós, bakkmyndavél, blátannarbúnað og alvöru hljóm- kerfi. Mýkri fjöðrun Óhætt er að segja að fjöðrunin hefur fengið yfirhalningu svo um munar. Þó að blaðfjaðrir séu enn þá til staðar finnst vel að hann er ekki eins hastur að aftan og áður enda fjaðrirnar núna 6% lengri. Manni líður ekki lengur eins og það sé verið að hrista mann eins og spreybrúsa þegar ekið er yfir ójöfnur. Auk þess er hann ekki að leggjast eins mikið í beygjurnar eins og áður. Það má samt ekki skilja það sem svo að hann sé eitthvað sportlegur í akstri, síður en svo, en hann hagar sér allavega ekki lengur eins og gormahestur á leikvelli. Þegar kemur hins vegar að akstri í alvöru torfærum er fjöðrunin mun betri en áður og þá sérstaklega að aftan. Þrátt fyrir breytingar á fjöðrun eru engar breytingar á flutnings- eða toggetu Hilux, en hann dregur áfram 3,5 tonn og tekur meira en tonn á pallinn. Aflbreyting til batnaðar Toyota Hilux er á heimavelli á grófari vegarslóðum. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON Þrátt fyrir mýkri fjöðrun leggst hann ekki eins mikið í beygj- urnar hvort sem er á malbiki eða möl. Grunnverð: 2. febrúar 2021 ÞRIÐJUDAGUR6 BÍLABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.