Fréttablaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 4
ÞORL ÁK SHÖFN Brimbrettafélag Íslands (BBFÍ) hefur sett af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhugaðri stækkun Sveitarfélags- ins Ölfuss á hafnargarðinum í Þor- lákshöfn. Stækkun hafnarinnar í Þorláks- höfn hefur verið á aðalskipulagi bæjarins frá árinu 2010 en í lok síðasta árs tryggði fjármögnun ríkisins stækkun hafnarinnar og nýtt deiliskipulag var samþykkt. Heildarkostnaður framkvæmdanna er um fjórir milljarðar króna. And- mælaréttur vegna deiliskipulagsins stendur til miðvikudags. Brimbrettaiðkendur eru ekki sáttir við breytinguna á deiliskipu- laginu en þar mun hluti brimbretta- svæðisins hverfa undir athafna- svæði og nýja og stærri bryggju. Steinarr Lár, formaður BBFÍ, segir að fari framkvæmdin í gegn muni einn vinsælasti og áreiðanlegasti brimbrettastaður á Íslandi eyði- leggjast. „Um ræðir mjög einstaka náttúruperlu. Þeir sem stunda ekki brimbretti átta sig kannski ekki á hvað það er fágætt að sjór og alda hagi sér eins og það gerir í Þorláks- höfn. Við fundum þennan stað fyrir 25 árum og hér er íþróttin. Þetta er eini staðurinn sem við höfum á Íslandi til þess að iðka þessa íþrótt,“ segir Steinarr. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segist ekki geta svarað því hvort þær áhyggjur sem hafi verið viðraðar verði grundvöllur ein- hverra breytinga. „Við sýnum þess- um sjónarmiðum fulla virðingu og förum yfir stöðu mála með þeim. Þetta er hins vegar áratugaþróun hafnarinnar og fjárfestingar upp á vel fjóra milljarða og þetta er full- fjármagnað,“ segir Elliði. Hann bætir því við að horft sé til umhverfissjónarmiða í öllum þeim framkvæmdum sem sveitarfélagið standi fyrir. – uö Framkvæmdir í Þorlákshöfn ógni besta brimbrettastað á Íslandi Meira á frettabladid.is Þeir sem stunda ekki brimbretti átta sig kannski ekki á hvað það er fágætt að sjór og alda hagi sér eins og það gerir í Þor- lákshöfn. Steinarr Lár, for- maður BBFÍ SAMGÖNGUR Vegagerðin mun í dag kynna stórauknar kröfur og hertar reglur til verktaka og eftirlitsaðila með framkvæmdum þar sem lögð eru út malbik og klæðing. Gerðar verða ýmsar nýjar kröfur og aðrar auknar til að tryggja að ekki skapist aðstæður að lokinni fram- kvæmd sem geta reynst hættulegar vegfarendum. Samkvæmt tilkynningu er til- efnið banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þar sem tveir bifhjólamenn létust en nýlagt malbikið var svo hált að yfirlögregluþjónn lýsti slysstað sem skautasvelli. Stjórn Sniglanna lýsti yfir vantrausti á Vegagerðina í haust og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, eftir að fréttaskýr- ingaþátturinn Kveikur fjallaði um aðdraganda slyssins og vegakerfið í heild sinni. Alþingi fól ríkisendurskoðanda að gera úttekt á starfsemi Vegagerðar- innar um miðjan janúar. Þar verður gerð fjárhags- og stjórnsýsluúttekt og metnir þættir sem snúa að stjórn- sýslu og stjórnun Vegagerðarinnar, meðferð almannafjár og ráðstöfun til vegaframkvæmda, öryggi vegfar- enda á þjóðvegum landsins og eftirlit með vegaframkvæmdum. – bb Vegagerðin gerir meiri kröfur til verktaka sinna Yfirlögregluþjónn lýsti slysstað sem skautasvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ríkisendurskoðandi vinnur nú að úttekt á Vegagerðinni. DÓMSMÁL Sigurjón Þ. Árnason, fyrr- verandi bankastjóri Landsbankans, og Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrver- andi framkvæmdastjóri fyrirtækja- sviðs bankans, gáfu bæði skýrslur við aðalmeðferð Ímon-málsins svo- kallaða í Hæstarétti í gær. Þau gáfu síðast skýrslu í sama máli í héraði árið 2014 og voru í kjölfarið sýknuð af ákærum fyrir markaðs- misnotkun. Þau voru hins vegar sak- felld í Hæstarétti ári síðar en málið hefur nú verið endurupptekið auk annars máls Sigurjóns. Þetta er í annað skiptið í sögu rétt- arins sem sönnunarfærsla með aðila- og vitnaskýrslum fer fram í Hæsta- rétti. Ástæðan eru áfellisdómar og gagnrýni frá Mannréttindadómstól Evrópu um að Hæstiréttur hafi snúið sýknudómum í héraði við og sakfellt án þess að fram færi bein sönnunar- færsla fyrir réttinum. Sigurjón lýsti því fyrir rétti í gær að í kjölfar dóms Hæstaréttar hefði hann farið að afla gagna til að fá málið endurupptekið. Hann lauk þeirri gagnaöflun haustið 2016 en í desember sama ár hefði svo komið í ljós að dómarar sem dæmdu mál þeirra í Hæstarétti hefðu verið van- hæfir í málinu. „Það er bara viðbót sem kom upp í hendurnar á okkur. Við sóttum um endurupptöku byggt á öllum þessum gögnum sem hér eru til meðferðar en áttum aldrei von á að hitt kæmi. Sem voru í mínum huga eiginlega vonbrigði því þá fóru allir að horfa bara á það en ekki gögnin í málinu,“ sagði Sigurjón en mál þeirra Sigríðar Elínar eru endur- upptekin á grundvelli hlutafjár- eignar dómara í Landsbankanum fyrir hrun og hefur Mannréttinda- dómstóll Evrópu einnig kveðið upp áfellisdóm yfir ríkinu á þeim grund- velli í máli Elínar. Sigurjón dvaldi þó lengst við umgjörð um lánamál í Landsbank- anum. „Þegar Björgúlfarnir, eða Samson, keyptu bankann hafði fjármálaeft- irlitið áhyggjur af því að þeir myndu skipta sér of mikið af lánamálum og án efa skynsamlegt hjá þeim. […] Þess vegna er það þannig að í Lands- bankanum var ekki nein lánanefnd stjórnar, sem æðsta lánavald eins og var í f lestum bönkum,“ sagði Sigurjón. Farið hefði verið eftir sér- stökum lánareglum sömdum og samþykktum af bankastjórunum en mál sem fóru út fyrir þær þurfti að afgreiða á lánanefndarfundum eða milli slíkra funda. Ímon-málið hefði verið áþekkt fjölda slíkra mála og fyrrnefndri gagnaöflun ekki síst ætlað að varpa ljósi á það. Skýrsla Sigurjóns tók rúmar þrjár klukkustundir. „Ég biðst afsökunar á hvað ég tala mikið, mér er bara svo mikið niðri fyrir. Þetta er búið að liggja svo þungt á mér,“ sagði Sigurjón þegar hann steig úr vitna- stúkunni. Skýrsla  Elínar  tók um það bil klukkustund. Hún sagði auðvelt að reiðast yfir því hve lítill vilji hefði verið til þess að hlusta á og skoða málsvarnir þeirra á sínum tíma og hve málið hefði verið slitið úr sam- hengi. Það væri enginn fótur fyrir því að hvatinn að baki lánveiting- unni hefði verið að gefa ranga mynd af verði á hlutabréfum bankans.  Elín sagðist einnig hafa fundið fyrir sjálfsásökun yfir því að hafa ekki náð að koma sínu máli nógu vel til skila á sínum tíma. „Í kjölfarið sat ég í fangelsi, dvaldi á áfangaheimil- inu Vernd og gekk með ökklaband,“ sagði Elín. Munnlegur málf lutningur fer fram í málinu á fimmtudaginn. adalheidur@frettabladid.is Gáfu skýrslu á ný eftir sjö ár Dómfelldu lýstu bæði þungum tilfinningum við meðferð endurupptekinna markaðsmisnotkunarmála Landsbankans sem hófst í gær. Þetta er í annað skipti í sögunni sem skýrslutökur fara fram í Hæstarétti. Fimm dómarar dæma málið, þar af þrír settir sérstaklega fyrir þetta mál, en skýrslutökur fóru fram í húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem upptökukerfi Héraðsdóms er betra en í Hæstarétti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 07:45 - 18:00 • OPIÐ FÖSTUDAGA 07:45 - 17:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.