Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2021, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 02.02.2021, Qupperneq 46
Magnea Lynn Fish­er merkir mál­verkin sín með listakonunafn­inu Sissý en hún er ein fimmtán listakvenna sem sýna í og reka gall­ eríið Art67 á Laugavegi en Birna Smith, sem stofnaði Galleríið, bauð henni að slást í hópinn í kjölfar þess að Sissý leitaði athvarfs í listinni og sýndi verk sín á Instagram. „Ég er bara hérna fimm barna mamman og búin að mála og teikna frá því ég man eftir mér en eins og gefur að skilja hefur maður ekki haft allan tímann í heiminum til þess að mála. Þú veist, lífið gerist en svo tek ég upp pensilinn núna í haust og byrja bara á fullu,“ segir Sissý sem fór í brjósklosaðgerð í fyrra og er gigtveik í ofanálag. „Ég ætlaði að klára BA­ritgerðina mína í sálfræðinni í haust eftir veikindafrí og skráði mig í skólann. Ég var búin að borga skólagjöldin og allt en þegar ég opnaði tölvuna og ætlaði að byrja að læra þá bara helltist eitthvað yfir mig og ég bara gat þetta ekki,“ segir Sissý sem hefur heldur betur tekið f lugið á strig­ anum og nú eru verk eftir hana á leiðinni til Spánar með viðkomu í Lúxemborg. Ýmist í ökkla … „Ég blótaði sjálfri mér alveg svoleið­ is í sand og ösku yfir því hverslags djöfulsins aumingi ég væri að geta ekki drullast til að klára þetta nám og svo bara held ég áfram að mála og mála bara upp á hvern einasta dag,“ segir Sissý sem hefur vakið athygli með verkum sínum á Instagram og þar gerast greinilega hlutirnir. Í það minnsta hjá henni. „Við erum tveir listmálarar sem býðst sá heiður að sýna verk í hinu mjög svo virta Van Gogh galleríi í Madríd á Spáni. Ég hef alveg selt eina og eina mynd í gegnum tíðina og hef oft haldið sýningar en þetta er svo stórt fyrir okkur hérna á litla Íslandi að fá þetta tækifæri,“ segir Sissý. „Við erum náttúrlega með þessar Instagram­síður og maður póstar myndunum þar og svo fæ ég bara tölvupóst frá sýningarstjóranum hjá Van Gogh. Hann hafði séð verk­ in mín á Instagram og ég er sem sagt að fara að taka þátt í alveg risaráð­ stefnusýningu, sem heitir ArtFair, á þeirra vegum í Lúxemborg 19. til 21. mars,“ segir Sissý en listamaðurinn Ingvar Thor verður einnig með verk á ráðstefnunni. … eða eyra „Það lá við að ég skæri af mér eyrað. Nei, djók,“ segir Sissý og hlær þegar hún er spurð hvernig henni hafi orðið við þegar boðið frá Van Gogh barst. „Þetta var svona póstur sem ég ætlaði næstum því bara að eyða, skilurðu? Ég hélt að þetta væri bara eitthvert svona bull,“ segir Sissý sem taldi eins víst að þarna væri einhvers konar Nígeríusvindlari á ferðinni. „Þannig að ég bað Birnu um að kanna þetta fyrir mig og hún sagð­ ist ekki geta betur séð en þetta væri gífurlegur heiður fyrir mig. Maður er einhvern veginn alltaf tilbúinn til þess að brjóta sig niður og svo fæ ég þetta tækifæri úti með sýninguna og þá hugsaði ég bara að þetta væri allt eins og þetta ætti að vera og ég átti ekkert að fara í skólann.“ Sissý segir að sér finnist athyglin þó einnig óþægileg og að hún hafi íhugað að bakka út úr þessu. „Mér fannst ég ekki tilbúin í þetta en ég er með í kringum mig mikið af góðu fólki sem hvetur mig áfram.“ toti@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is „Við þurfum ekki að vera á staðnum þar sem maður frá Van Gogh galleríinu fylgir þeim,“ segir Sissý sem er enn að gera upp við sig hvort hún leggi sjálf í ferðalag nú á varasömum veirutímum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Sissý og Ingvar voru að hittast í fyrsta skipti en þau verða bæði með verk á vegum Van Gogh á ráðstefnunni í Lúxemborg. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Boðið frá Van Gogh fór næstum í ruslið Verk eftir myndlistarkonuna Sissý eru á leiðinni í Van Gogh gall- eríið á Spáni með viðkomu á ráðstefnu í Lúxemborg. Minnstu munaði þó að hún léti boðið til Spánar fara ólesið í ruslatunnuna. ÞAÐ LÁ VIÐ AÐ ÉG SKÆRI AF MÉR EYRAÐ. NEI, DJÓK. www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 ÚTSALA RISA Allt að 60% afsláttur www.husgagnahollin.is V E F V E R S L U N A LLTAF OP IN HANNA Hægindastóll í sinneps­ gulu slétt flaueli með svörtum viðarfótum. 84.992 kr. 99.990 kr. WISSE Hægindastóll í petrol­ bláu slétt flaueli með svörtum málmfótum. 84.992 kr. 99.990 kr. AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR 15% BILOXI 3ja sæta sófi í gráu og bláu Danny áklæði, ljósgráu og búrgúndí rauðu Diva áklæði og dökkgráu og koparlitu sléttflaueli. Góður svampur gera sófan þægilegan og skemmtileg hönnun kallar á verðskuldaða athygli. 47 cm sethæð. Stærð: 200 x 80 x 84,5 cm. 79.992 kr. 99.990 kr. 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.