Fréttablaðið - 02.02.2021, Side 30
KTM 1290 hjólið er mikilvægt
fyrir KTM merkið því að það er
ekki aðeins söluvara heldur er það
nokkurs konar flaggskip merkis
ins. Í ár þurfti KTM að koma
með eitthvað öflugt til að stan
dast samkeppni við nýja Ducati
Multistrada V4 mótorhjólið og
þess vegna fékk 1290 hjólið tölu
verða uppfærslu.
Sama afl verður í 1290 S eða 160
hestöfl en vélin er komin með
Euro5 mengunarstaðalinn. Auk
þess verður hún 1,6 kílóum léttari
en áður með betri olíukælingu.
Pústkerfið hefur einnig verið
endurhannað og PANKL gírkass
inn á að vera bylting þegar hann er
notaður með spyrnuskiptingunni,
sem er valbúnaður.
Samkeppnin í mótorhjólum
í dag er ekki síst í formi þeirrar
tækni sem þau hafa upp á að bjóða
og þar kemur nýja hjólið sterkt inn.
Spólvörnin verður tvískipt, annars
vegar fyrir spól og hins vegar fyrir
halla. ABS hemlalæsivörnin verður
með beygjustillingu og torfæru
stillingu. Hjólið verður búið WP
fjöðrunarkerfi sem er tölvustýrt og
tengt öðrum tölvubúnaði hjóls
ins. Hægt verður að stilla hvort
hjólið sé með AntiDivebúnaðinn
virkan eða ekki. Kominn er nýr,
sjö tommu upplýsingaskjár sem
tengist beint við snjallsíma sem
hægt er að setja í vatnshelt hólf á
hjólinu. Loks er kominn skriðstillir
með fjarlægðarmæli svo að hjólið
getur haldið jafnri fjarlægð í næsta
bíl á þjóðvegum.
Hjólið kemur í umboð í Evrópu
í mars en að sögn Karls Gunn
laugssonar hjá KTM á Íslandi mun
1290 Super Adventure S kosta
frá 3.790.000 kr. en R hjólið frá
3.990.000 kr. en það verður kynnt á
allra næstu dögum.
KTM kynnir 1290 Super Adventure S og R
Lamborghini Sian FKP 37
ofursportbíllinn var kynntur
með nýstárlegum hætti. Sam
hliða honum var Ducati Diavel
mótorhjól sýnt í sams konar
útliti en bæði merkin eru í eigu
Volkswagen Group.
njall@frettabladid.is
Eins og þeir sem fylgjast vel með
nýjum bílum og mótorhjólum
hafa eflaust tekið eftir kynnti
Ducatimótorhjólaframleiðandinn
sérstaka útgáfu Diavel í haust sem
byggð er á Lamborghini Sian FKP
37, 819 hestafla ofursportbíl.
Sá bíll er aðeins framleiddur í
63 eintökum en hjólið frá Ducati
verður framleitt í 630 eintökum, og
er eitt þeirra nú komið til landsins
hjá Italis í Hafnarfirði.
Mikið af koltrefjum
Útlit Ducatihjólsins byggir að
miklu leyti á Sian FKP 37. Auðvelt
er að sjá að bæði farartækin nota
sama lit en einnig má sjá sama
innbrennda gulllit á felgunum sem
eru eins formaðar.
Diavelhjólið er líka búið sams
konar M50 Brembobremsudælum
í rauðum lit. Það sem er ekki
eins sýnilegt er að hjólið er með
klæðningu úr koltrefjum. Álið í
felgunum er einnig léttari blanda
líkt og í Sian FKP 37. Sexhyrnings
laga pústkerfi er líka eitthvað sem
ökutækin eiga sameiginlegt. Að
öðru leyti er hjólið að mestu eins
og Ducati Diavel 1260 með Testa
stretta DVTvélinni og stillanlegri
Öhlinsfjöðrun.
Að sögn Björgvins Unnars
Ólafssonar er þetta eina hjólið sem
kemur hingað til lands og í raun og
veru ótrúlegt að þeir skyldu hafa
fengið slíkt eintak til landsins.
„Þegar við höfðum samband fyrst
eftir frumsýningu þess erlendis
var okkur sagt að öll hjólin hefðu
þegar verið seld. Okkur tókst þó að
tryggja okkur eintak sem komið er
til landsins og frumsýnt verður á
næstunni,“ segir Björgvin.
Hingað komið mun hjólið kosta
tæpa sjö miljónir króna. Ducati
stefnir nú að því að bjóða fjögurra
ára ábyrgð á öllum sínum hjólum í
náinni framtíð.
Ducati Diavel 1260 Lamborghini
komið til landsins
Þrátt fyrir að uppfylla nú Euro5-mengunarstaðalinn er aflið enn það sama.
Ducati Diavel 1260 Lamborghini ber sama útlit og lit og Lamborghini Sian FKP 37 ofursportbíllinn.
Diavel 1260 Lam
borghini er með
klæðningu úr kol
trefjum og álið í felg
unum er einnig léttari
blanda líkt og í Sian FKP
37 sportbílnum. Aðeins
630 eintök verða gerð af
þessu sérstaka hjóli.
wv
wv
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170
er mættur!
www.volkswagen.is/id4
Verð frá 6.490.000 kr.
Gibbs Sports hefur hannað láðs og
lagartæki með því frumlega nafni
Biski. Það er nokkurs konar blanda
skúter og sæþotu og er hægt að
skipta á milli ferðamáta með því
einu að ýta á einn takka. Þetta
farartæki gæti komið sér vel þar
sem flóð eru algeng en það er ein
mitt hugmyndin að baki farartæk
inu. Tækið byggir á grunni sæþotu
sem er með drifbúnað mótorhjóls
sem kemur út úr báti sæþotunnar.
Farartækið er knúið tveggja
strokka bensínmótor sem skilar 55
hestöflum. Hámarkshraði Biski
farartækisins á landi er 130 km á
klst. en 65 km á vatni. Sumir muna
eftir svipuðu farartæki Gibbs úr
gömlum þætti Top Gear þar sem
Jeremy Clarkson sigldi eftir Como
vatni á Ítalíu í keppni við Richard
Hammond sem ók Alfa Romeo 4C.
Biski er enn sem komið er frum
gerð ólíkt sæþotunni sem Clarkson
notaði sem var á markaði .
Nafnið hjólabátur
fær nýja merkingu
Suzuki hefur látið frá sér mynd
band sem sýnir aðeins nýja Haya
busaofurhjólið sem frumsýnt
verður síðar á árinu. Þó að hjólið
sjáist aðeins í svip er það nóg til
að sjá að um nýja gerð hjólsins er
að ræða. Myndbandið er tekið á
hringlaga kappakstursbraut sem
gefur til kynna að Hayabusa sé
með mikinn hámarkshraða eins og
áður. Þá sýnir myndbandið einnig
hraðamæli hjólsins fara yfir 290
kílómetra markið á því sem lítur út
fyrir að vera hefðbundinn hraða
mælir. Að vísu er þar TFTlitaskjár
líka svo að hjólið verður líklega
búið fullkomnasta akstursstilli
búnaði sem völ er á. Líklega eru
fleiri en ein rafstilling á hjólinu eins
og skammstöfunin SDMS á mæla
borðinu gefur til kynna. Orðrómur
um nýja Hayabusahjólið hefur
gefið til kynna að fjöðrunarkerfi
hjólsins verði nýstárlegt og geti
aðlagaða sig akstri hjólsins, og gefur
textinn í lok myndbands ins það
sterklega til kynna en þar segir ein
faldlega „fullkomin stelling“.
Hayabusa handan
við hornið
Gibbs Biski dregur hjólin upp í skel
sína að hálfu leyti á vatni.
2. febrúar 2021 ÞRIÐJUDAGUR8 BÍLABLAÐIÐ