Fréttablaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 44
 REAGAN VAR NÝORÐINN FORSETI OG ÞAÐ MÁ EKKI GLEYMA ÞVÍ AÐ ÞARNA VORUM VIÐ ALLTAF KORTERI FRÁ TORTÍMINGU Í KJARNORKU- STYRJÖLD. Hvað sem fólki kann að f i n na st u m bresku hljómsveit-ina Duran Duran er hún óumdeilt ein áhrifaríkasta, vinsælasta og lífseigasta hljómsveit þess mjög svo mótsagnakennda, hárblásna og stífmálaða áratugar sem kenndur er við áttuna eða „eitís ið“. Duran Duran kvaddi sér fyrst hljóðs fyrir alvöru 2. febrúar 1981, fyrir nákvæmlega 40 árum, þegar fyrsta smáskífa hljómsveitarinnar, Planet Earth, kom út og tók af öll tvímæli um að klúbbastemningin í Birmingham og London var það sem koma skyldi næstu árin. „Ég heyrði þetta lag fyrst um leið og ég sá það. Skonrokk 1981 og það var nánast trúarleg upplifun,“ segir Friðrik Jónsson, forsöngvari, for- maður og forstöðumaður, sem var á besta með sítt að aftan aldri fyrir 40 árum. Tilvistarheimspeki táningsins „Í lagi og myndbandi var rúllað saman alls kyns existensíal-dóti sem var að rugla í hausnum á að verða 14 ára unglingi,“ heldur Frið- rik áfram og minnir á að þrátt fyrir glimmerið og glamúrinn hafi lita- gleði tímabilsins verið óttablandin. „Reagan var nýorðinn forseti og það má ekki gleyma því að þarna vorum við alltaf korteri frá tortímingu í kjarnorkustyrjöld.“ Friðrik bætir síðan við að Planet Earth-myndbandið hafi verið fullt af vísunum í allar áttir og alls kyns bíómyndir þessa tíma. Þannig gæti sviðið sem hljómsveitin syngur og dansar á í vídeóinu allt eins verið stolið úr klakavirki Súpermanns úr fyrstu myndinni um hann frá 1978. Þá er rétt að halda því til haga að kvikmyndaleikstjórinn Russell Mulcahy gerði þetta og f leiri tón- listarmyndbönd fyrir hljómsveitina en áhrif hans á myndbandabyltingu 80’s-ins verða seint ofmetin en hann vann til dæmis einnig með Spand- au Ballet, Ultravox, The Strang- lers, Elton John, Fleetwood Mac og Bonn ie Tyler. Að Queen ógleymdri en sem kvikmyndaleikstjóri er hann ein- mitt þekktastur fyrir költ klassík- ina Highlander frá 1986 sem er öðrum þræði eins og eitt stórt tón- listarmyndband með Queen. Straumhvörf „Svo má ekki gleyma því að Planet Earth var fylgt eftir með Careless Memories og Girls on Film,“ heldur Friðrik áfram en síðarnefnda mynd- bandið þótti sérlega ögrandi á sínum tíma. „Þar með breyttist mannkyns- sagan,“ segir Friðrik glottandi og áréttar að Planet Earth hafi ekki verið nein tilviljun og að með laginu og myndbandi hafi orðið straum- hvörf á níunda áratugnum. „Þarna breyttist þessi áratugur í það sem hann svo varð.“ Planet Earth sló strax í gegn í Bretlandi og þann 21. febrúar topp- aði það í 12. sæti breska smáskífu- listans. Síðar náði það svo inn á lista tímaritsins Rolling Stone yfir 100 bestu smáskífufrumraunir allra tíma. Laginu vegnaði enn betur í Ástr- alíu þar sem það komst í 8. sæti og varð þar með fyrsta topp 10 lag 40 ára nýrómantískt byltingartjútt Lagið Planet Earth með Duran Duran kom út fyrir 40 árum og hinn tæri nýrómantíski tónn var gefinn. „Nánast trúarleg upplifun,“ segir Friðrik Jónsson sem sá fyrst hljóð og mynd fara fullkomlega saman í Skonrokki 1981. „Can you hear me now? This is planet earth...“ Simon Le Bon kyrjar Planet Earth með John Taylor að baki sér á bassanum í Laugardalshöll 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Svona litu þeir út, strákarnir í Duran Duran, og voru með allt á hreinu í klæðskerasaumaðri nýrómantíkinni þegar Planet Earth kom út. Duran Duran kom fyrst til landsins 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Planet Earth er á fyrstu fyrstu breið- skífu Duran Duran sem var einfald- lega nefnd eftir hljómsveitinni. Friðrik Jónsson var á besta aldri í 80’s-inu og varðveitir sem sannur eilífðarpoppari sítt að aftan andann í hjarta sínu. sveitarinnar á heimsvísu. Vinsældir lagsins heima fyrir komu sveitinni í tónlistarþáttinn Top of the Pops á BBC sem var algert lykilatriði í frægðarharki þessa tíma. Fönkí pönk Lagið byrjar bratt með þéttum trommutakti og hröðu bassa plokki sem blandast gítarzikkzakki og sanseruðu svuntuþeysi sem með tilheyrandi handaklappi, söng og texta Simons Le Bon verður að „eitísi“ í sinni tærustu frummynd. „Þarna kom saman hlaupandi og mjög afgerandi bassalína með yfir- liggjandi gítar og synthalínum sem var eitthvað allt annað en maður hafði áður heyrt,“ segir Friðrik. „Og bítið maður. Venjulegar trommur með rafmagnstrommum í takti sem tryllti á manni tærnar. Axlakippir og Duran-danshopp varð go-to sveiflan í framhaldinu.“ Bassaleikarinn John Taylor hefur löngum skilgreint sig sem pönk- rokkara og í viðtali við Complex 2012 talaði hann um Planet Earth sem „funky punk“ og sagði að fyrir sig sem bassaleikara væri lagið til- raun hans til þess að fá útrás fyrir pönkþrá sína með dansvænu diskó- ívafi. Hvað sem öllum merkimiðum líður þá stendur fertugt lagið enn fullkomlega fyrir sínu. Í það minnsta þegar það hljómar í réttum eyrum. „Já, 40 árum síðar, þegar ég er einn í bílnum, hækka ég allt í botn þegar Planet Earth poppar upp í útvarpinu eða á einhverjum eitís playlistanum. Ég er löngu hættur að skammast mín þegar fólk í næstu bílum spottar mann syngjandi hástöfum með,“ segir Friðrik. Klassískur kristall Planet Earth var síðan að sjálfsögðu á fyrstu breiðskífu sveitarinnar, nánar tiltekið númer 2 á hlið A á eftir Girls on Film. Platan var einfaldlega nafn sveitarinnar og kom út í júní 1981. „Ég er ánægður með fyrstu plöt- una en óánægður með umslagið vegna þess að ég er aftastur á myndinni. En ég er mjög, mjög ánægður með tónlistina á henni,“ sagði bassaleikarinn John Taylor um þessa fyrstu plötu sveitarinnar í viðtali við Fréttablaðið fyrir tón- leika sveitarinnar í Laugardalshöll- inni fyrir tveimur árum. Ný plata er væntanleg á þessu ári og aðdáendurnir halda enn tryggð við Duran Duran og mæta enn á tón- leika þótt margt hafi breyst á síðustu 40 árum, sveitin hafi farið í gegnum ýmsar breytingar og óhikað fetað nýjar brautir. Líklega vegna þess að bæði bandið og gömlu lögin virka enn þá og þannig er Planet Earth að sjálfsögðu enn tekið á tónleikum. „Það eru nokkur lög sem ég get ekki ímyndað mér að spila ekki þegar ég stíg á svið. Bara vegna þess að í þeim kristallast það besta sem við höfum verið að reyna að gera í gegnum allan okkar feril,“ sagði John við Fréttablaðið 2019. „Þegar manni tekst að gera lag sem virkilega talar til fólks á ein- hvern klikkaðan hátt er takmarki okkar náð og öll okkar vinna snýst um þetta og við spilum þessi lög náttúrlega.“ Planet Earth er einmitt þannig lag. toti@frettabladid.is 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.