Fréttablaðið - 02.02.2021, Side 2
COVID-19 Rúmlega 14.000 skammt-
ar af bóluefni Pfizer hafa borist til
landsins og rúmlega 1.200 frá Mod-
erna. Búist er við að í það minnsta
30.000 skammtar berist til landsins
á næstu tveimur mánuðum. Sagði
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir á fundi almannavarna í gær
að ekki væri útilokað að þeir yrðu
fleiri.
Lyfjastofnun hefur gefið leyfi
fyrir bóluefni AstraZeneca og búist
er við sendingu á tæplega 14.000
skömmtum í mánuðinum. Enn á
eftir að ákveða hvernig það verður
notað og sagði Þórólfur vel hugsan-
legt að það yrði aðeins fyrir yngri
hópa.
Bólusetning heilu árganganna
hefst í dag og fer fram á Suðurlands-
braut 34. Þetta er fólk í forgangshópi
6. Um helgina voru allir 90 ára og
eldri boðaðir í bólusetningu með
SMS-skeyti. Einnig verður boðið
upp á opið hús fyrir alla þá sem
komast ekki á réttum tíma.
Hópurinn telur alls rúmlega
2.300 manns, en 70 prósent hafa
þegar hafið bólusetningu á hjúkr-
unarheimilum eða í heimahjúkrun,
og nærri helmingur hefur lokið
bólusetningu.
Vonast er til að klára alla yfir sjö-
tugu fyrir marslok, rúmlega 35.000
manns. Á níræðisaldri eru rúmlega
10.000 manns og hafa 30 prósent
þeirra þegar hafið bólusetningu og
10 prósent lokið. Á áttræðisaldri eru
tæplega 23.000 en innan við 10 pró-
sent hafið bólusetningu.
Fólk á sjötugsaldri er einnig í for-
gangshópi 6, rúmlega 37.000. Hefur
það verið gagnrýnt, meðal annars
af Öryrkjabandalagi Íslands og
Downs-félaginu, að fólk með lang-
vinna sjúkdóma sé á eftir í forgangs-
röðun, í hópi 7.
Aðrir árgangar eru í hópi 10, þar
á meðal börn sem ekki er mælt með
að bólusetja. – khg
Til greina kemur að nota
efni AstraZeneca á yngra
fólk.
Löndun í Grindavík
Það var falleg birta yfir höfninni í Grindavík í dagrenningu í gær þegar landað var úr skipinu Jóhönnu Gísladóttur. Himinninn skartaði þá bleikum
og fjólubláum litatónum í frostinu í bænum. Búast má við að hiti fari yfir frostmark í Grindavík í dag og að bæti í vind. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
SAMFÉLAG Eigendur netverslunar-
innar Atomos.is fengu af hentar
CBD-olíur sínar á föstudag eftir að
þær höfðu þvælst milli lögreglu-
embætta í tæpt ár. Fengu þeir þær
upplýsingar að olíurnar sem lagt
var hald á hefðu komist klakklaust
í gegnum efnagreiningu hjá Háskóla
Íslands.
„Nú getum við farið aftur af stað
með fyrirtækið okkar,“ segir Unnar
Þór Sæmundsson, einn eigendanna
sem hafa ekki þorað að panta meira
allan þennan tíma vegna rannsókn-
arinnar og haft stöðu sakbornings
þann sama tíma. „Það er miklu oki
af okkur létt.“
Eins og Fréttablaðið greindi frá
á þriðjudag var húðolíusending
Atomos.is haldlögð í mars á síðasta
ári. Tollstjóri gerir handahófs-
kenndar prófanir á vörum og ef
eitthvert THC mælist er lagt hald á
þær. Búnaðurinn greinir hins vegar
ekki magn efnisins og flestar CBD-
vörur innihalda snefilmagn af THC,
vel undir 0,2 prósenta mörkunum
sem löglegt er. Skipti engu þó að
vörur Atomos.is, sem framleiddar
eru í Þýskalandi, væru vottaðar af
Evrópusambandinu og nýteknar út
af Umhverfisstofnun.
Unnar segist ekki hafa fengið
neinar skýringar á því af hverju
þetta ferli tók svona langan tíma.
Frá tollstjóra fór málið til Lögregl-
unnar á Suðurnesjum, þá til Lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
og síðan aftur til Suðurnesja. Sam-
kvæmt kvittun lögreglunnar fór
efnagreiningin fram 2. desember
og liðu því meira en átta mánuðir
frá haldlagningu til efnagreiningar.
Aðrir tveir mánuðir liðu frá efna-
greiningu til afhendingar.
Óttuðust Unnar og félagar að
vörurnar væru komnar fram yfir
síðasta söludag en svo reyndist ekki
vera. Verðmæti þeirra áætla þeir vel
á aðra milljón króna. Er það fyrir
utan það tjón sem haldlagningin
hefur haft valdið fyrirtækinu.
Fréttablaðið hefur enn ekki
fengið svör frá lögreglunni um
málsmeðferðartímann. Samkvæmt
skilgreiningu ríkislögreglustjóra á
grunnþjónustu lögreglunnar segir
að áhersla sé á að „málsmeðferð
ljúki innan hæfilegs tíma“.
„Nú erum við að skoða næstu
skref,“ segir Unnar. „Hvort við
ætlum að láta stjórnvöld komast
upp með að draga málið svona
lengi. En allt reyndist vera í lagi eins
og við sögðum í upphafi.“
Segir hann fjölmiðlaumfjöllun-
ina vel geta haft áhrif á þá ákvörðun
lögreglunnar að skila sendingunni.
„Ég held að það hafi verið síðasti
naglinn í kistuna,“ segir hann.
Þrýstingur lögmanns þeirra og
Félags atvinnurekenda hafi einnig
skipt sköpum.
Félagið sendi bréf á Svandísi
Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra
þess efnis að regluverkið yrði gert
skýrara um lögmæti CBD.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Fengu húðvörurnar
eftir um árs þvæling
Lögreglan á Suðurnesjum hefur skilað eigendum netverslunarinnar Atomos.
is CBD-húðvörunum sem lagt var hald á í mars. Eigendurnir eru því fegnir að
hafa ekki lengur stöðu sakborninga og geta komið fyrirtækinu aftur af stað.
Unnar Þór og Jóel Einar hafa beðið í tæpt ár. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Nokkrar af haldlögðu húðvörunum.
Bólusetning árganga hefst í dag
UMHVERFISMÁL Notkun f lugelda
um áramót ætti að taka til endur-
skoðunar, segir Heilbrigðisnefnd
Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
„Í ljósi mælinga hefur Heilbrigðis-
nefnd áhyggjur af áhrifum á heilsu-
far viðkvæmra hópa og hvetur til
þess að notkun flugelda um áramót
verði endurskoðuð með það að leið-
arljósi að minnka svifryksmengun,“
segir í bókun nefndarinnar þar sem
vitnað er til niðurstöðu mælinga á
svifryki um áramótin á fjórum
stöðum í Kópavogi og Hafnarfirði.
„Voru loftgæði slæm og áþekk því
sem mest hefur verið undanfarin
áramót.“ – gar
Endurskoði
flugeldanotkun
Gamlárskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
2 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð