Fréttablaðið - 02.02.2021, Side 9

Fréttablaðið - 02.02.2021, Side 9
Mið. 3. febrúar kl 13:00-14.30 www.samorka.is Dagskrá: Einkenni kórónukreppunnar Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA Lykillinn að grænni endurreisn Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku Pallborðsumræður: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Á fundinum koma einnig fram: Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskóla Íslands Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Sigurður Markússon, nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku Náttúra heimsins heyir um þessar mundir örvænting-arfullt varnarstríð. Mann- skepnan herjar á hana sem aldrei fyrr. Skógum er eytt, mýrar þurrk- aðar, gróandi náttúra og villt dýra- líf víkur fyrir mannabústöðum, umferðarmannvirkjum og iðnaðar- starfsemi. Allt skal víkja fyrir hvers konar manngerðri athafnasemi. Losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið kemur vanabundnu gangverki náttúrunnar úr skorðum. Of hitun hnatthjúpsins, bráðnun heimskautanna, tíðir fellibyljir, of þurrkun landa og margs konar öfgar í veðurfari. Er náttúran að svara fyrir sig ? Sumir gera því skóna að jafnvel megi rekja hnattrænan veirufaraldur til viðbragða náttúr- unnar. Yfir mannkyninu vofir lofts- lagsvá sem umbylta mun lífi á jörðu. Við Íslendingar erum engin und- antekning frá hernaðinum gegn náttúrunni. Við höfum að ýmsu leyti gengið lengra en margar aðrar þjóðir. Uppblástur hálendisins, illa farin gróðurlönd, framræsla mýrlendis umfram ýtrustu þarfir búvöruframleiðsla og í seinni tíð, ágangur ferðafólks eru dæmi um það sem veldur aukningu á losun gróður- húsategunda hérlendis. Á degi votlendisins 2. febrúar, verðum við að heita landinu okkar bót og betrun og fylgja heitinu eftir með aðgerðum. Margar fagrar hátíðaryfirlýsingar hafa verið gefn- ar. Raunhæfum aðgerðum hefur þó sífellt verið ýtt aftar á forgangs- lista stjórnmálamanna. Þeir álíta, eflaust réttilega, að atkvæðin ráðist af öðru en endurreisn vistkerfa eða stöðvun gróðurhúsalofttegunda. Votlendissjóðurinn hefur það mark- mið að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda úr framræstu landi. Af nægu er að taka. Sjóðurinn er hvorki hagnaðardrifinn né ríkisrekinn. Við ætlum að endurheimta vistkerfi og vatnsbúskap mýranna. Vatnið er lífsgjöf allra lifandi vera. Mýrarnar eru lungu landsins (HKL). Lifandi vatnið hefur verið sett í skurði og því þannig bægt frá að vernda gróður og binda koldíoxíð. Það þarf að endur- heimta vatnsbúskap mýranna. Endurheimt votlendis er árang- ursríkasta framlag okkar til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda á Íslandi. Hvort það tekst, er ekki hvað síst undir því komið að samvinna takist milli landeigenda og Votlendissjóðs um endurheimt votlendis á landsvæðum sem ekki nýtast til búvöruframleiðslu. Endur- heimtin er þegar hafin, en betur má ef duga skal. Mikið er í húfi að allir leggi sitt af mörkum. Sameiginlega verðum við að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda úr framræstum mýrum á Íslandi. Það tekst ekki nema með nánu samstarfi um verkefnið og samhug um mark- miðið. Dagur votlendisins Þröstur Ólafsson formaður stjórnar Votlendissjóðs Alþjóðlegur dagur votlendis er í dag 2. febrúar og hann er nýttur til að vekja athygli á stöðu votlendis í heiminum og um leið ákall um endurheimt og mikil- vægi endurheimtar í baráttunni við hlýnun jarðar og eflingu vistkerfa. Í upphafi þessa árs tileinkuðu Sam- einuðu þjóðirnar þennan áratug endurheimt vistkerfa. Á Íslandi eru tækifærin í votlendinu gríðarleg. Með endurheimt votlendis er ekki bara lagður gríðarlegur ábati inn í baráttuna við hlýnun jarðar. Um leið erum við að forða landi frá fúnun, geyma verðmætt koldíoxíð í jarðvegi þar sem það nýtist og síðast en ekki síst efla náttúrulegt lífríki. Votlendissjóðurinn var stofn- aður fyrir tveimur og hálfu ári. Haustið 2019 hófst endurheimtin af fullum krafti og í lok árs 2020 hafði Votlendissjóðurinn endur- heimt votlendi á 203 hekturum. Það eru 32.668 tonn af koldíoxíði sem sjóðurinn hefur til sölu á móti kolefnisjöfnun. Heildarlengd skurða sem við höfum endurheimt er 27 km og 390 metrar. Sjóðurinn er sjálfseignarsjóður og fær ekki framlag frá ríkinu. Það eru samfélagslega ábyrg fyrir- tæki og einstaklingar sem veita vinnu okkar brautargengi. Frá upphafi hafa um 50 lögaðilar eða fyrirtæki kolefnisjafnað sig hjá Votlendissjóði og mörg þeirra gert það árlega. Skeljungur, Seðla- banki Íslands, Íslandsbanki, Reg- inn, Reiknistofa bankanna, Ef la, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Askja, Sahara, Verkís, Kemi, Land- mælingar Íslands, HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur eru meðal þeirra sem kolefnisjöfnuðu hluta af eða alla starfsemi sína í gegnum Votlendissjóð á árinu 2020. Fjöldi einstaklinga sem kolefnis- jafna sig með beinum framlögum eða í gegnum greiðslugáttir telur hundruð og þá eru hundruð ein- staklinga á bak við Votlendislykla Orkunnar sem er í eigu Skeljungs en saman eru þau stærsti bakhjarl Votlendissjóðs. Ég hvet ykkur til að heimsækja heimasíðu sjóðsins á votlendi.is og kynna ykkur tækifærin sem þar er að finna. Því tækifærin til stórkost- legs árangurs í stöðvun losunar er þar að finna. Vonin er í votlendinu. Vonin er í votlendinu Einar Bárðarson framkvæmda- stjóri Votlendissjóðs S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.