Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Qupperneq 27
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS26
Menning, náttúra og litir fjörunnar
Síðasta áskorunin sem mig langar að nefna varðar samband manns/
menningar og náttúru. Umfangsmikil þekking innan fornleifafræðinnar
á því hvernig þessu sambandi hefur verið háttað og hvernig það hefur
þróast í gegnum aldirnar er gjarnan nefnt í umræðunni um fornleifafræði
mannaldar.46 Vísbendingar um beislun náttúrunnar og áhrif mannsins á
umhverfi sitt í fortíð, veita mikilvæga þekkingu sem nýtist til aðgerða í
samtíð og framtíð, en varpar einnig ljósi á skilgreiningu mannaldar, hvar
eigi að setja upphaf hennar o.s.frv. Eins og umfjöllunin hér að framan bar
með sér má hins vegar halda því fram að „tími mannaldar“ geri einmitt
uppreisn gegn slíkum tímasetningum, gegn skýrum línum um upphaf
og uppruna. Í raun má segja að, þrátt fyrir hina sjálf lægu nafngift setji
mannöldin spurningarmerki við það öndvegi sem mannskepnunni er
skipað, við hið sjálf læga sjónarhorn mannsins og mikilvægi mannmiðaðrar
menningarsögu. Mannöldin er ekki síður ómennsk og hún er mennsk. Sé
litið til hafreks er greinilegt að það verður ekki nema að mjög takmörkuðu
leyti skýrt með vísan til beinna aðgerða eða vísvitandi ákvarðana manna.
Eigi að nálgast reka og rekafjörur er óhjákvæmilegt annað en að horfa
til atbeina hlutanna sjálfra, og tengsla milli ómennskra fyrirbæra; milli
plastpoka, netadræsa og rekaviðar, niðurfalla, máva, strauma, hafíss,
hitastigs, útfjólublárrar geislunar, og aðdráttaraf ls tunglsins.
Það er mikilvægt að undirstrika að það að færa mannskepnuna úr
öndvegi þýðir ekki að fría hana ábyrgð með nokkrum hætti. Sé það ekki
gert er hins vegar hætt við að allar tilraunir til þess að grípa til aðgerða
verði grundvallaðar á sömu sjálf lægu hugmyndinni um mannskepnuna
sem ýmist tortímanda eða verndara umhverfis síns og náttúru. Það er, að
náttúra og menning séu skýrt aðgreind svið47, og náttúran því eitthvað sem
býr þarna úti, handan menningar, og er í eðli sínu náttúrulegt og ómengað,
líkt og ímyndin um Surtsey. Bandaríski umhverfis-heimspekingurinn Tim
Morton48 kallar þessa ímynd náttúrunnar „Náttúru“, með stórum staf, og
segir hana einn stærsta fjötur umhverfisstefnu og -pólitíkur samtímans.
Við þurfum umhverfisvitund og vistfræði án „Náttúru“, segir hann.49
Félags- og mannfræðingurinn Bruno Latour hefur einnig fjallað um það
hvernig nútíma-umhverfisvitund hefur krísuvæðst vegna þess að við búum
46 Sjá t.d. Guttmann-Bond 2010, Van de Noort 2011, Hudson o.fl. 2012, Rockman 2012.
47 Sjá t.d. Solli o.fl. 2011, LeCain 2015.
48 Morton 2007, 2010.
49 Morton 2007.