Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 40
39UM JARÐHÝSI, DYNGJUR OG BAÐSTOFUR ok er þeir kómu í baðit, lét Styrr byrgja baðstofuna ok bera grjót á hlemminn, er var yfir forstofunni, en hann lét breiða niðr nautshúð hráblauta hjá uppganginum; síðan lét hann gefa útan á baðit í glugginn, er yfir var ofninum; var þá baðit svá heitt, at berserkirnir þolðu eigi í baðinu ok hljópu á hurðirnar; fekk Halli brotit hlemminn ok komsk upp ok fell á húðinni; veitti Styrr honum þá banasár. En er Leiknir vildi hlaupa upp ór durunum, lagði Styrr í gegnum hann, ok fell hann inn í baðstofuna ok lézk þar.8 Sama frásögn er í Heiðarvíga sögu og ber í f lestum atriðum vel heim við Eyrbyggju um gerð baðstofunnar. En því miður er frásögnin í þeim hluta sögunnar sem Jón Ólafsson Grunnvíkingur hafði afritað og síðan skrifað upp eftir minni þegar bæði handritin voru brunnin, það sem Jón hafði ritað eftir og ritað sjálfur.9 Verður því seint útilokað að endursögn Jóns sé undir áhrifum frá Eyrbyggja sögu. Árið eftir að Þór Magnússon birti skýrslu sína um uppgröftinn í Hvítárholti kom út grein Nönnu Ólafsdóttur um baðstofuna og böð að fornu. Þar gerði hún rækilega aðför að þeirri skoðun að nokkurn tímann hefðu verið til á Íslandi baðstofur sem einkum þjónuðu því hlutverki að þrífa fólk.10 Grein hennar er ekki einkum viðbragð við túlkun Þórs á Hvítárholtshúsunum, enda sjálfsagt samin að mestu áður en hún kom út. Nanna hafnar þó kenningu Þórs og telur að jarðhýsin í Hvítárholti hafi verið einhvers konar íveruhús.11 Ekki er tóm til þess hér að ræða röksemdir Nönnu en að mínu mati sannfærði hún fræðasamfélagið ekki. Nokkrum árum seinna skrifaði Guðmundur Ólafsson um jarð- hýsauppgröft sinn í Grelutóttum í Arnarfirði og hélt því fram að ofninn í öðru jarðhýsinu sem þar kom upp úr kafinu (hús II) sé svo stór að húsið hljóti að hafa verið notað til baða. En í sama húsi fann Guðmundur líka 13 kljásteina úr vefstað og ályktaði af því að þar hafi staðið vefstaður og húsið í fyrsta lagi verið vinnustaður kvenna en í öðru lagi baðhús.12 Síðan hafa menn haldið áfram að grafa upp jarðhýsi eins og kemur fram í töf lu 1 á bls. 62-63. Jafnframt var tekið að fjalla um jarðhýsin í heild. Árið 1987 kom út yfirlit Harðar Ágústssonar um íslenska torfbæinn í fyrsta bindi safnritsins Íslenskrar þjóðmenningar og stakk hann þar upp á að jarðhýsin hafi verið 8 Eyrbyggja saga 1935, bls. 74 (28. kap.). 9 Heiðarvíga saga 1938, bls. 222-224 (4. kap.), sbr. xcviii-c, cvi-cxv. 10 Nanna Ólafsdóttir 1974, bls. 62-82. 11 Sama heimild, bls. 78-79. 12 Guðmundur Ólafsson 1980, bls. 53-54, 70.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.