Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 53

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 53
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS52 með líkamshita sínum alla nóttina? Það er umhugsunarefni og kannski rannsóknarefni. En er ekki ósennilegt að Íslendingar hafi tekið upp á því að nota jarðhýsi sem baðhús þegar þeir könnuðust við að slík hús voru notuð til alls annars í öðrum löndum? Svo mikið er víst að það er sérkenni íslenskra jarðhýsa að í þeim eru nánast alltaf eldstæði (taf la 1, bls. 62-63). Eins og málin standa nú lítur helst út fyrir að Íslendingar hafi fundið upp þann sið að nota byggingarlag jarðhýsa til að koma sér upp baðhúsum. Þegar jarðhýsin eru sögð hafa hýst böð og innanhússiðju er nauðsynlegt að hafa fyrirvara um einstök tilfelli. Hér á undan var minnst á Hólm í Hornafirði sem er óráðin gáta. Í Sveigakoti í Mývatnssveit var grafin upp forn bæjarrúst á árunum 1999-2006. Eins og nefnt er hér að framan reyndist jarðhýsið P1 hafa verið reist eftir landnámsgos en þó verið notað svo mikið og lengi fyrir gosið sem er kennt við ártalið 940 að þar fundust sjö aðgreinanlegar gólfskánir. Það sýnir bæði að húsið hefur ekki verið reist löngu eftir 870 og að nýting þess hefur verið á einhvern hátt breytileg frá einu skeiði til annars. Giskað er á að það hafi lengst af verið íbúðarhús en þó endað sem búr vegna þess að þar hefur verið grafið sáfar í gólfið.56 Engin skálarúst hefur fundist í Sveigakoti frá því fyrir ~940; sá elsti (kallaður S4 í uppgraftarskýrslum) er reistur á gjóskulaginu V~940 óhreyfðu. Orri Vésteinsson ályktaði því að líklega hefði ekki verið byggður skáli í Sveigakoti fyrr en allt að þrjár kynslóðir fólks höfðu búið þar í jarðhýsi og öðrum þröngum vistarverum.57 Einnig leiddi hann af þessu þá niðurstöðu að jarðhýsi hefðu ekki verið sérstakur notkunarf lokkur húsa og skrifaði: „sunkenness per se is not a useful base for classification.“58 Þetta er gagnleg og tímabær áminning, en þó virðist ekki ósennilegt að f lest jarðhýsanna hafi haft eitt eða tvö aðalhlutverk, að til hafi verið eins konar erki-jarðhýsi. Og finnst mér enn standast nokkuð vel að þau hlutverk hafi verið að hýsa fólk við böð eða ullarvinnu. Þá má spyrja hvort hafi fremur verið upprunalegt hlutverk jarðhýsanna á Íslandi, böðunin eða ullarvinnan. Ef rétt er sú tilgáta Harðar Ágústssonar, sem áður var nefnd, að jarðhýsin hafi verið dyngjur, hús sem stundum eru nefnd í Íslendingasögum að konur sátu í við vinnu sína, bendir það til þess að ullarvinnan sé upprunalegri. Hér ályktar Hörður væntanlega einkum af því að giskað hafði verið á að dyngjur hefðu verið neðanjarðarhús sem 56 Guðrún Alda Gísladóttir og Orri Vésteinsson ritstj. 2008, bls. 18, 27, 30-31. 57 Orri Vésteinsson ritstj. 2005, bls. 10, 51-53. V~950 í heimildinni er sama gjóskulagið og síðar var kallað V~940. Sbr. Gunnar Karlsson 2016b, bls. 29-30. 58 Guðrún Alda Gísladóttir og Orri Vésteinsson ritstj. 2008, bls. 68.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.