Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 4
Tímans tönn að verki Hitaveitustokkurinn yfir Elliðaárdal neðanverðan er nú óðum að hverfa eftir að hafa þjónað Reykvíkingum frá því um 1940. Veitur hafa endur- nýjað aðveituæðar sínar og þar sem lagnirnar liggja um dalinn hafa þær verið grafnar í jörðu og undir báðar kvíslar Elliðaánna. Um er að ræða fráveitulagnir, kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir og raf lagnir Veitna ásamt fjarskiptalögnum Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MENNING Sýningar á Kardemommu- bænum hefjast á ný um helgina. Tuttugu þúsund miðaeigendur bíða nú eftir að koma loks í leikhúsið. Að sögn forstöðumanns markaðs- mála Þjóðleikhússins, Jóns Þorgeirs Kristjánssonar, hefur komið á óvart að fullorðnir virðast ekki síður spenntir fyrir sýningunni en börn. Það er flóknara að raða fullorðnum í salinn vegna fjalægðartakmarkana. Gestum er raðað í sóttvarnahólf og sýningum fjölgað svo allir miða- eigendur geti séð hið sögufræga leik- rit. Nýtt bókunarkerfi er notað til að halda utan um breytingarnar og sjá til þess að allir fái að nýta sína miða. Í gær boðaði Svandís Svavars- dóttir heilbrigðisráðherra að nú fengju leikhúsin að taka á móti 150 gestum í stað 100. „Við stóðum f rammi f y r ir þeirri skemmtilegu áskorun að raða 20 þúsund manns í sæti á Kardemommu bæinn, en það er sá fjöldi sem hafði tryggt sér miða á sýninguna fyrir samkomubann. Til að leysa þetta vandamál þá hönn- uðum við sérstakt kerfi til þess fólk geti skráð fjölda barna og full- orðinna í hverri pöntun,“ segir Jón Þorgeir. Tveir fullorðnir geta verið í hverj- um gestahóp eins og sakir standa. „Fjöldatakmarkanir settu vissu- lega stórt strik í sýningaáætlunina hjá Þjóðleikhúsinu. Það verður þónokkur vinna hjá starfsfólkinu í miðasölunni að raða í sætin. Það flækir málin að þurfa að passa upp á að gestahópar séu saman og að einungis tveir fullorðnir geti verið í hverjum hóp,“ segir Jón Þorgeir. Hann segir það hafa komið a ð s t a n d e n d u m l e i k hú s s i n s skemmti lega á óvart hve margir full- orðnir hafa áhuga á að mæta á sýn- inguna. Talsverður fjöldi pantana innihaldi til að mynda engin börn. „Við höfum reyndar séð það okkur til mikillar ánægju að full- orðið fólk er ekki síður spennt fyrir Kardemommubænum en börn því talsvert er um það að fullorðið fólk fari án barna eða fullorðnir séu umtalsvert fleiri í hverri pöntun en börn,“ segir hann „Það staðfestir það sem allir vissu kannski fyrir, að allir eru tilbúnir að verða börn á nýjan leik, að minnsta kosti í tvo tíma á Kardemommu- bænum.“ Leikhúsið áætlar að allir miðaeig- endur hafi færi á að mæta á sýning- una í síðasta lagi í september. Opnuð hefur verið sérstök upplýsingasíða, kardemommubaerinn.is, þar sem miðaeigendur geta fundið sína bókun og séð hvar hún er í röðinni. steingerdur@frettabladid.is Fullorðnir flykkjast á Kardemommubæinn Í dag hefjast sýningar á Kardemommubænum á ný. Jón Þorgeir, forstöðu- maður markaðsmála og samskipta hjá Þjóðleikhúsinu, segir það hafa komið skemmtilega á óvart hve margir fullorðnir hafa áhuga á að mæta á sýninguna. Leikarar sýningarinnar eru að vonum spenntir að komast loks aftur á fjalirnar að flytja þetta klassíska verk Thorbjörns Egner. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það staðfestir það sem allir vissu kannski fyrir, að allir eru tilbúnir að verða börn á nýjan leik, að minnsta kosti í tvo tíma á Kardemommu- bænum. Jón Þorgeir Krist- jánsson, forstöðu- maður markaðs- mála, samskipta og upplifunar hjá Þjóðleikhúsinu ÍÞRÓTTIR  Viaplay mun ekki hafa landsleiki Íslands í opinni dagskrá og ekki er ákveðið hver lýsir þeim. Viaplay tryggði sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar 2023, 2025 og 2027. Í svari Viaplay við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að það þurfi áskrift til að geta séð landsleikina. Allur Viaplay áskriftarpakkinn kostar 1.599 kr. á mánuði og er allt íþróttaefni innifalið. „Það er ekki búið að taka ákvörð- un um hverjir munu lýsa leikjunum hér á landi,“ segir í svari fyrirtækis- ins. En Guðmundur Benediktsson hefur verið leigður á milli fyrirtækja til að sinna því. Viaplay barðist við RÚV um rétt- inn á Evrópukeppni karla í knatt- spyrnu 2024 og 2028 sem RÚV vann. Áður hafði RÚV tryggt sér réttinn á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu sumarið 2022 þar sem íslenska liðið verður í eldlínunni. – bb Landsleikirnir í lokaðri dagskrá Ísak Bergmann Jóhannesson verður í beinni á Viaplay. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI COVID -19 Ný reglugerð um sótt- varnir tekur gildi á mánudag og gildir í þrjár vikur með fyrirvara um breytingar. Á fram verða 20 manna sam komu tak markanir, 2metra regla og grímu skylda í gildi. Hertari að gerðir verða á landa mærum. „Við gerum ráð fyrir því að versl- anir, söfn, sviðs listir, trúar- og lífs skoðunar fé lög megi hafa 150 manns, þar sem áður voru 100,“ segir Svan dís Svavarsdóttir ráð- herra. „Gerum ráð fyrir því að líkams rækt sé heimil, með 50 prósent af leyfi legum fjölda og skemmti staðir og krár verði með opnið og fái að hafa opið til 22, líkt og veitinga staðir með sætis skyldu.“ – oæg Skemmtistaðir og krár opna á nýjan leik COVID-19 Yfirgnæfandi meirihluti fyrirtækja sem nýttu sér úrræði stjórnvalda vegna kórónuveiru árið 2020, voru með tíu launamenn eða færri. Voru þau 82 prósent þeirra sem nýttu úrræðin, rúmlega 2.500 talsins. Markmið stuðningsins er að verja störf eins og skapa öfluga við- spyrnu þegar faraldrinum sleppir. Alls hefur nú hátt í 70 milljörðum króna verið varið til stuðnings við fyrirtæki og hefur um fjórðungur fyrirtækja í öllum stærðarflokkum nýtt sér einhver úrræðanna. Þetta kemur fram í samantekt fjármála- og efnahagsráðuneytisins úr gögnum Hagstofunnar sem sýnir nýtingu nokkurra af helstu stuðn- ingsúrræðum stjórnvalda. Skoðuð var nýting á hlutabótum, frestun skattgreiðslna, greiðslu launa á uppsagnarfresti, lokunarstyrk, stuðningslánum, viðbótarlánum og tekjufallsstyrk, en byrjað var að greiða þá út í janúar á þessu ári. – bb Lítil fyrirtæki nýttu sér COVID-úrræði Hertari að gerðir verða á landa mærum. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.