Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 18
FÓTBOLTI Litlar líkur eru á því að
Cloé Lacassé, kanadíski framherji
Benfica sem fékk íslenskan ríkis-
borgararétt árið 2019, fái nokk-
urn tímann að leika fyrir íslenska
kvennalandsliðið en hún er ekki
enn komin með leikheimild hjá
FIFA. Samkvæmt reglum Alþjóða-
knattspyrnusambandsins þurfa
einstaklingar að búa í fimm ár sam-
fleytt í ríkinu til þess að fá heimild
til að fá að leika fyrir hönd nýs lands
en Cloé náði því ekki fyrir félags-
skipti sín til Portúgals.
Samkvæmt reglum FIFA um aðila
sem vilja leika fyrir hönd annarrar
þjóðar en fæðingarlands síns, þurfa
leikmenn að fylla eitt af fimm skil-
yrðum. Meðal þeirra er að leikmað-
urinn hafi búið í að minnsta kosti
fimm ár samf leytt í tilheyrandi
landi eftir átján ára afmælisdag. Í
svari við fyrirspurn Fréttablaðsins
staðfesti Haukur Hinriksson, yfir-
lögfræðingur KSÍ sem sér um leyfis-
mál, að Cloé hefði ekki uppfyllt til-
skyldan kvóta. Framherjinn yfirgaf
ÍBV og samdi við Benfica sumarið
2019 en þá voru rúm fjögur ár frá
komu Cloé til landsins.
KSÍ sendi fyrirspurn inn til FIFA
hvort að félagsskipti hennar milli
landa yrðu til þess að samfleytt dvöl
teldist rofin og staðfesti FIFA að svo
væri. Samkvæmt því þyrfi Cloé því
að dvelja í fimm ár á Íslandi á ný til
að öðlast keppnisrétt fyrir hönd
íslenska landsliðsins.
Cloé var um árabil einn af bestu
leikmönnum efstu deildar þegar
hún lék með ÍBV. Á fjórum árum lék
hún 79 leiki fyrir hönd ÍBV í efstu
deild og skoraði í þeim 54 mörk
ásamt því að eiga eftirminnilega
stóran þátt í öðrum bikarmeistara-
titlinum í sögu kvennaflokks ÍBV. Í
úrslitaleiknum braut markahrókur-
inn ísinn fyrir ÍBV og fiskaði víta-
spyrnuna sem sigurmarkið kom úr .
Kanadíski Íslendingurinn hefur
ekkert slegið af en hún skoraði
22 mörk og lagði upp önnur átta í
sautján leikjum á síðasta ári og er
komin með ellefu mörk í tíu leikjum
til þessa á yfirstandandi tímabili.
Á sama tíma og Cloé fékk ríkis-
borgararétt fékk Natasha Anasi,
miðvörður Kef lavíkur, ríkisborg-
ararétt og er miðvörðurinn sem er
fædd í Bandaríkjunum búin að leika
tvo leiki fyrir Íslands hönd. – kpt
Cloé fær ekki leikheimild með Íslandi
Cloé Lacassé í leik með Benfica í Meistaradeild Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Kanadíski Íslendingur-
inn Cloé Lacasse kom að 30
mörkum í sautján leikjum
með Benfica á síðasta ári.
Super Bowl
2021
BUCCANEERSCHIEFS
Tímabilið 2020
Sigrar 14
Töp 2
Tímabilið 2020
Sigrar 11
Töp 5
7. febrúar
Raymond James Stadium,
Tampa Bay,
Flórída
Meðaltal í leikjum
Stig
Sóknarleikur Varnarleikur
Jardar
Hlaupajardar
Kastjardar
29,6
415,8 358,3
22,6
112,4 122,1
30,8
384,1 327,1
22,2
94,9 80,6
289,1 246,6
440 Milljónir króna á sigur
Tampa Bay er stærsta
veðmálið á leikinn
sem búið er að stað-
festa í Bandaríkjunum.
1 Í fyrsta sinn leikur
lið leikinn um
Ofurskálina
á heimavelli í
Tampa Bay.
1,4 Búist er við að nýtt met verði sett í kjúkl-
ingavængjaáti yfir leiknum
en samtök kjúklingabænda
búast við því að 1,4 milljörðum
vængja verði torgað.
303,4 236,2
NFL Átján ár skilja að leikstjórnendurna og mikilvæg-
ustu leikmenn liðanna í leiknum um 55. Ofurskálina (e.
Super Bowl LV) sem fer fram í Flórídaríki um helgina.
Þá mætast hinn goðsagnakenndi Tom Brady sem leikur
fyrir Tampa Bay Buccaneers og Íslandsvinurinn Patrick
Mahomes í Kansas City Chiefs, í leik sem að mörgu leyti
endurspeglar kynslóðabil í NFL-deildinni. Þó að það sé
ekkert að hægjast á hinum 44 ára gamla Brady er hann
elsti leikstjórnandi deildarinnar og beitir líkama sínum
eftir því, en Mahomes sem hefur komið eins og storm-
sveipur inn í deildina á þremur árum er hreyfanlegri og
er meiri sprengikraftur innanborðs hjá Chiefs.
Hefndarför Bradys
Ákvörðun Bradys um að yfirgefa New England Pat-
riots og semja við Tampa Bay Buccaneers skók íþrótta-
heiminn eftir tuttugu ára farsælt samband Bradys
og Patriots. Þá leitaði hann á ný mið og samdi við lið
Buccaneers sem var með efnivið í góðan leikmannahóp
en þurfti góðan skipstjóra til að stýra skútunni. Eftir
komu Bradys voru nokkrar stórstjörnur sem sömdu við
lið Buccaneers og gerðu liðið illviðráðanlegt á báðum
endum vallarins. Útherjasveit Bradys er meðal þeirra
bestu sem nokkurt lið hefur haft undanfarna áratugi
og varnarlínan hefur verið að spila betur og betur eftir
því sem líður á tímabilið.
Eftir misjafna frammistöðu í upphafi árs náði Brady
betri takti eftir því sem leið á tímabilið og er hann nú
að leika til úrslita í fjórða sinn á síðustu fimm árum og
tíunda skiptið á ferlinum. Brady er þegar sigursælasti
leikstjórnandi allra tíma með sex meistarahringa og
sá einstaklingur sem hefur komist oftast í Superbowl
en í þetta skiptið er hann með aukinn hvata. Með sigri
Meistararnir
reyna að verja
krúnuna
Úrslitaleikurinn um Ofurskálina fer fram um
helgina þar sem Tom Brady og Patrick Mahomes
leiða saman hesta sína. Átján ára aldursmunur er
á leikstjórnendunum tveimur, sem hafa hampað
titlinum í síðustu tveimur Ofurskálarleikjum. í úrslitaleiknum þetta árið tekst Brady að skjótast fram
úr Bill Belichick, þjálfara New England Patriots, í fjölda
meistaratitla eftir að þeir unnu sex meistaratitla í sam-
einingu.
Brady er þegar með ferilskrána til að standa undir
titlinum besti leikmaður allra tíma, en með sigri í leik
helgarinnar tekst honum að breikka bilið enn frekar.
Ríkjandi meistararnir til alls líklegir
Ríkjandi meistararnir í Kansas City þykja sigurstrang-
legri samkvæmt veðbönkunum, enda liðið með besta
árangurinn á tímabilinu með leikstjórnanda sem lendir
meðal efstu tveggja í kosningunni á besta leikmanni
deildarinnar þegar valið verður tilkynnt í kvöld. Liðin
mættust á sama velli fyrir rúmum tveimur mánuðum
þar sem Chiefs vann 27-24 sigur þar sem Buccaneers
tókst að laga stöðuna með tveimur snertimörkum í
lokaleikhlutanum.
Frá því að Mahomes tók við stöðu leikstjórnanda hjá
Kansas City hefur sóknarleikur liðsins verið svo gott
sem óstöðvandi afl og verður gaman að sjá vörn Bucca-
neers takast á við Mahomes. Eina liðinu sem hefur tek-
ist að stöðva Kansas City í úrslitakeppninni frá því að
Mahomes tók við keflinu í leikstjórnandastöðunni er
New England Patriots með Brady innanborðs, en Chiefs
hafa unnið 25 af síðustu 27 leikjum liðsins.
Með sigri í úrslitaleiknum tækist Chiefs að blanda sér
í umræðuna um bestu lið sögunnar með því að verða
níunda liðið til að verja meistaratitilinn, sextán árum
eftir að Patriots tókst það síðast. Undanfarin ár hefur
tveimur liðum tekist að komast í úrslitaleikinn sem
ríkjandi meistarar en hvorugu liði tókst að endurtaka
leikinn. kristinnpall@frettabladid.is
6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT