Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 39
Hagstofa Íslands leitar að metnaðarfullum sérfræðingum í nýsköpunar- og þróunarteymi Hagstofa Íslands leitar að metnaðarfullum sérfræðingum í nýsköpunar- og þróunarteymi þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála. Um er að ræða ný störf sem tengjast fjárfestingarátaki stjórnvalda. Starfsmennirnir mun starfa í hópi sérfræðinga við þróun og smíði nýs þjóðhagsreikningakerfis fyrir Ísland sem er ætlað að svara aukinni þörf fyrir upplýsingar um stöðu og þróun efnahagsmála og nýst geta við stefnumörkun, vandaða ákvarðanatöku og bætta upplýsingagjöf til almennings. Gagnagrunnssérfræðingur Í starfinu felst umsjón með hönnun og uppbyggingu gagnainnviða ásamt þróun og innleiðingu ferla innlestrar og úrvinnslu í nýju kerfi þjóðhagsreikninga. Starfið krefst þekkingar og reynslu af vensluðum gagnagrunnum ásamt þekkingar og reynslu á sviði gagnaforritunar og gerð gagnaleiðslna (e. data pipelines). Starfsmaðurinn mun hafa umsjón með hönnun og uppbyggingu gagnagrunna nýrra þjóðhagsreikninga ásamt viðhaldi og umbótum þeirra. Gerð er krafa um að starfsmaðurinn geti miðlað upplýsingum tengdum gagnagrunnskerfi þjóðhagsreikninga, hönnun og högun ásamt viðhangandi ferlum innan þess, til samstarfsmanna, notenda og hagsmunaaðila á skýran og skilvirkan hátt. Hæfnikröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði, • verkfræði eða sambærilegt er kostur • Þekking á tæknilegri högun og skipulagi gagnagrunnskerfa er • skilyrði • Reynsla af hönnun og viðhaldi gagnagrunna er skilyrði ásamt því • að hafa reynslu af smíði gagnaleiðslna • Yfirgripsmikil þekking á Microsoft SQL Server er kostur • Forritunarhæfni og þekking á helstu hugbúnaðarvenjum er • skilyrði • Þekking og reynsla af notkun lausna á borð við R eða Python • er kostur • Vilji og geta til að tileinka sér nýjungar • Góð íslensku- og enskukunnátta • Geta til að vinna sjálfstætt, skipulega og undir álagi • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar Sérfræðingur í þróun staðvirðingar Í starfinu felst umsjón með þróun og innleiðingu staðvirðingar í nýju kerfi þjóðhagsreikninga. Í því felst meðal annars að yfirfara, meta og endurskoða núverandi aðferðir við verð- og magnmælingar, auk þróunar nýrra mælinga á grundvelli alþjóðlega viðurkenndra aðferða. Starfið krefst mikillar hæfni í megindlegri aðferðafræði og er því framhaldsmenntun á sviði hagfræði, stærðfræði, tölfræði, eðlisfræði eða annarra skyldra greina skilyrði. Sjálfstæð vinnubrögð og góðir samskiptahæfileikar ásamt ríkri þjónustulund eru eiginleikar sem viðkomandi sérfræðingur verður að búa yfir ásamt því að búa yfir reynslu í notkun lausna á borð við R og/eða Python. Hæfnikröfur • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi, • t.d. hagfræði, stærðfræði, tölfræði eða eðlisfræði • Þekking og reynsla af notkun R, Python eða sambærilegra • forritunarmála • Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu og framsetningu tölulegra • • upplýsinga er æskileg • Þekking og reynsla af gagnagrunnsvinnslu er kostur • Góð íslensku- og enskukunnátta • Geta til að vinna sjálfstætt, skipulega og undir álagi • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar Sérfræðingur í nýsköpunar- og þróunarteymi Í starfinu felst greining, hönnun, smíði og innleiðing nýs kerfis þjóðhagsreikninga fyrir Ísland. Í því felst að vinna í gagnagrunnsmiðuðu umhverfi þar sem skilvirkni og sjálfvirkni eru höfð að leiðarljósi. Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða og mikillar hæfni í tölfræðilegri aðferðafræði og úrlausn tæknilegra viðfangsefna. Í starfinu felst meðal annars smíði líkana og ferla í umhverfi á borð við R, Python, SQL og/eða í sambærilegum lausnum. Því er framhaldsmenntun á sviði hagfræði, tölfræði, verkfræði eða sambærilegra greina skilyrði. Hæfnikröfur • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi, • t.d. hagfræði, tölfræði eða verkfræði • Þekking og reynsla af notkun R, Python eða sambærilegra • forritunarmála • Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu og framsetningu tölulegra • upplýsinga er æskileg • Þekking og reynsla af gagnagrunnsvinnslu er kostur • Góð íslensku- og enskukunnátta • Geta til að vinna sjálfstætt, skipulega og undir álagi • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar Frekari upplýsingar um störfin Um er að ræða full störf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2021. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfanna þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út. Nánari upplýsingar um störfin veitir Gunnar Axel Axelsson – gunnar.axelsson@hagstofa.is – 528 1000 Lesa má nánari starfslýsingu og sækja um störfin á vef Hagstofu Íslands: https://hagstofa.is/um-hagstofuna/laus-storf/ Upplýst samfélag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.