Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 72
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðbjörg Jóna Jónsdóttir
Miðvangi 41, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu
Sólvangi, Hafnarfirði, 29. janúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 10. febrúar, kl. 13.00. Vegna aðstæðna er
mælst til að takmarka fjölda ættingja og vina og eru þeir
velkomnir meðan pláss leyfir. Útförinni verður streymt og
hægt er að nálgast virkan hlekk á mbl.is/andlat.
Jón Magnús Harðarson Gróa Björg Jónsdóttir
Örn Harðarson Bryndís Richter
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
Helgi Sigurður Ásgrímsson
Ásvegi 5, Dalvík,
lést á heimili sínu mánudaginn
25. janúar 2021. Útförin fer fram í
Dalvíkurkirkju 13 febrúar, kl. 13.30.
Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins viðstaddir
ættingjar og nánustu vinir. Streymi verður aðgengilegt á
Facebook, Jarðarfarir í Dalvíkurkirkju.
Íris Dagbjört Helgadóttir Jens Viborg Óskarsson
Aðalbjörg Gréta Helgadóttir Snæbjörn V. Ólason
Árni Geir Helgason Guðrún Ásgeirsdóttir
afabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum
þeim sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
Auðar Magneu Jónsdóttur
Austurbyggð 17, Akureyri.
Jarðarförin fór fram 21. 12. 2020 frá Akureyrarkirkju.
Anna Lúthersdóttir
Guðný Pálsdóttir
Þórunn Pálsdóttir Páll Sigurðsson
Unnur Pálsdóttir Jakob Jónasson
Magnús Pálsson Lára M. Sigurðardóttir
og fjölskyldur.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson
síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir,
bróðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Hafsteinn Linnet
vélvirki,
Lækjargötu 10, Hafnarfirði,
lést 27. janúar á Landspítalanum við
Hringbraut. Útför fer fram 12. febrúar
klukkan 11.00 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær allt starfsliðið á blóðlækningadeild
11G á Landspítalanum við Hringbraut.
Útförinni verður streymt.
Anna Snjólaug Arnardóttir
Helga Linnet Stefán Hreinn Stefánsson
Jóhann Linnet Suzen Mapulanga
Logi Þröstur Linnet
Guðrún Alda Linnet
Gunnar Linnet Elín Gísladóttir
Rósa Guðrún Linnet Þorvaldur Helgi Þórðarson
Eiður Ingi Sigurgeirsson
Svava Björg Sigurgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Þegar hringt er í Nichole Leigh Mosty og byrjað á að óska henni til hamingju með embættið – forstöðumaður Fjöl men n ing a r set u r s – svarar hún hress: „Þakka þér
fyrir, mér finnst það æðislegt. Heyrir þú
ekki bros?“
Nichole er fædd í Michigan í Banda-
ríkjunum en f lutti til Íslands 1999 og
hefur náð góðum tökum á tungumálinu.
Hún sat á Alþingi Íslendinga fyrir Bjarta
framtíð og hefur valist til ábyrgðar-
starfa í skólum og ráðum og unnið sem
verkefnastjóri hjá Þjónustumiðstöð
Breiðholts frá 2018. Hún hefur látið sig
fjölmenningu varða og er formaður
Samtaka kvenna af erlendum uppruna,
sem er ólaunað starf. Ég bendi henni á að
nú bætist karlarnir við. „Já, ég hef starfað
á leikskólum og í þjónustumiðstöð og
sinnt fjölskyldum – börnum, konum og
körlum,“ segir hún og lætur ekki slá sig
út af laginu.
Nýtt að búa á landsbyggðinni
Fjölmenningarsetrið er á Ísafirði, þar
verður vinnustaður Nichole næstu fimm
árin, frá og með 1. mars. Henni finnst
það spennandi áskorun. „Það er fjöldi
fólks af erlendum uppruna vestur á
fjörðum og með því að vera staðsett þar
er ég því aðgengilegri. Fjölmenningar-
setrið er ríkisstofnun og á að sinna fólki
í öllum sveitarfélögum landsins. Það er
mín bjartasta von að fá að teygja boð-
skapinn eins langt og hægt er.“
Ekki kveðst Nichole hafa búið úti á
landi áður. „Þetta er alger nýjung,“ segir
hún glaðlega. „Reyndar taldist það
strjálbýli sem ég ólst upp í, þar voru um
20.000 manns. Sem Íslendingur hef ég
alltaf búið í Breiðholti, ég er í raun Breið-
hyltingur í húð og hár. En ég hlakka til
að kynnast Ísafirði, hef heyrt að þar sé
góður andi og bæjarbragur. Eins og ég
sagði við manninn minn – þetta kannski
fullkomnar þá reynslu mína að vera
Íslendingur!“
Já, manninn. Nichole á íslenskan
mann og þau eiga þrjú börn. „Börnin
eru að komast á unglingsaldur og ætla
að prófa að leyfa mömmu að vinna fyrir
vestan en þau koma að heimsækja mig.
Þeim líður vel hér og eitt af því sem
maður lærir í fjölmenningarlegu sam-
félagi er að fólki þarf að líða vel í sínu
umhverfi,“ segir Nichole. „Þetta verður
svona núna, svo sjáum við hvað gerist í
sumar þegar þau komast í frí. Ég er svo
heppin að eiga fjölskyldu sem skilur mig
og metnað minn, hún hefur oft sleppt
mér í krefjandi verkefni, fyrst þegar ég
fór að vinna á þinginu. Ég hef líka farið
til Grikklands að starfa og í janúar 2020
fór ég til Kaliforníu og endaði með að
vera föst þar í COVID. Svo hvað eru Vest-
firðir? Þangað er bara 45 mínútna flug
úr borginni!“
Spennandi verkefni
Nichole segir hlutverk starfsfólks í Fjöl-
menningarsetrinu fyrst og fremst vera
að veita ráð og upplýsingar, ekki bara
til einstaklinga heldur líka fyrirtækja,
stofnana og sveitarfélaga sem vinna
með innf lytjendum. „Samþætting er
svo mikilvæg og spennandi,“ segir hún
og býst við f leiri brýnum verkefnum
svo sem að samræma þjónustu í mót-
töku flóttafólks og þeirra sem fá alþjóð-
lega vernd. „Það er nýbúið að mæla fyrir
því frumvarpi á þinginu og í von um að
það fái brautargengi er mikilvægt að
vel takist til með framkvæmdina. Við
fylgjumst með.“
Hvað um Alþingi? Hefur hún misst
áhugann á því? „Nei, ég lauk ekki erindi
mínu á þingi svo ég hef verk að vinna
þar. En tækifærið núna er of stórt til
að segja nei við því. Ég hef ástríðu fyrir
umbótum sem skipta máli. Þegar ég
var á þingi lærði ég mikið um Ísland og
Íslendinga og hef líka kynnst stjórnsýslu
Reykjavíkurborgar. Nú fæ ég að læra um
minni sveitarfélög og bæta við skilning
minn á þjóðfélaginu. Því verð ég í enn
sterkari stöðu þegar ég býð mig næst
fram til þings.“ gun@frettabladid.is
Hef ástríðu fyrir umbótum
Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi alþingismaður, var nýlega skipuð forstöðumaður
Fjölmenningarseturs af Ásmundi Einari Daðsyni, félags-og barnamálaráðherra.
„Ég hlakka til að kynnast Ísafirði, hef heyrt að þar sé góður andi og bæjarbragur,“ segir Nichole Leigh. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Eins og ég sagði við manninn
minn – þetta kannski full-
komnar þá reynslu mína að
vera Íslendingur!
6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R34 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT