Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 90
Lífið í vikunni 31.01.21- 07.02. 21 AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is SÍTT AÐ AFTAN Í 40 ÁR Planet Earth, fyrsta smáskífa Duran Duran, kom út 2. febrúar 1981, fyrir nákvæmlega 40 árum, og þar með hófst sítt að aftan tímabilið fyrir al­ vöru þar sem hinn tæri, nýrómantíski tónn var gefinn. „Nánast trúarleg upplifun,“ segir Friðrik Jónsson sem sá fyrst hljóð og mynd fara full­ komlega saman í Skonrokki 1981. VAN GOGH FÓR NÆSTUM Í RUSLATUNNUNA Verk eftir myndlistarkonuna Sissý eru á leiðinni í Van Gogh galleríið á Spáni með viðkomu á ráðstefnu í Lúxemborg. Minnstu munaði þó að hún léti boðið til Spánar fara ólesið í rusla­ tunnuna, þar sem hún taldi að um einhvers konar Nígeríu­ svindl væri að ræða. LATI TÓNLISTAR- MAÐURINN „Ég byrjaði að semja lög fyrir mörgum árum. Málið er að ég er bara latasti tónlistarmaður Íslands,“ segir Grímur Jón Sigurðsson, oftast kallaður Gimmi, sem tók sig til og hélt tónleika á Kex í vikunni. Hann segist helst semja lög þegar hann er í vondu skapi og lýsir sér sem lötum og metnaðarlausum tón­ listarmanni. KLASSA DRUSLA Í BÍÓ Myndin Hvernig á að vera klassa drusla kom í bíó í gær en Ólöf Birna Torfadóttir, handritshöf­ undur og leikstjóri, hefur þrisvar þurft að fresta frumsýningu vegna COVID­19. Myndin segir frá vinkonunum Kar­ en og Tönju og hvernig önnur reynir að kenna hinni að vera klassa drusla. Franska sendiráðið, Alli­ance Francaise og Bíó Paradís fengu mennta­skólanema í frönsku til þess að aðstoða við dagskrárgerð Frönsku kvikmyndahátíðarinnar og velja eina mynd af fimm mögulegum á hátíðina. „Þeir sem höfðu áhuga sendu bara inn umsókn,“ segir Lilja Rut Valgarðsdóttir, sem stundar frönskunám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og svaraði kalli kvikmyndahátíðarinnar. Það gerðu Alda Ricard og Óðinn Jökull Björns­ son einnig og eftir miklar umræður og vangaveltur sameinuðust þau um myndina Un amour impossible (Ómöguleg ást) sem þau ætla að kynna á sérstakri sýningu í Bíó Paradís. Óvænt val Dagskrársjálf boðaliðarnir ungu horfðu á myndirnar fimm í haust og hittust síðan í vikulegu net spjalli þar sem þau deildu skoð­ unum sínum á mynd­ u nu m. Á f rönsk u , að sjálfsögðu, ásamt Misha Houriez, kenn­ ara í Alliance Francaise. „Við rök r æddu m þetta fram og til baka en þetta er eina myndin sem við horfðum á sem kona leikstýrir og það hafði svolítil áhrif á mitt persónulega val,“ segir Lilja Rut, um Un amour impossible og bætir við að hún fái jákvætt orku­ skot frá myndum sem konur leikstýra. „Svona: Já! Það kemur aðeins við femínistann í manni.“ Anna Margrét Björnsson, hjá franska sendiráðinu, segir val menntaskólanemanna hafa komið dálítið á óvart og greinilegt að efni­ legt dagskrárgerðarfólk sé þarna á ferðinni og að leikurinn verði örugglega endurtekinn á næsta ári. Femínísk rómantík Catherine Corsini leikstýrir Un amour impossible, en myndin er gerð eftir þekktri femínískri skáld­ sögu Christine Angot og fjallar um ástarsamband franskrar lágstéttar­ stúlku við hástéttarmann, en róm­ antísk sagan teygir sig yfir nokkra áratugi þar sem örlögum parsins er fylgt eftir. Lilja Rut segir myndina svo sann­ arlega eiga erindi. „Þetta er líka bara rosalega falleg og hjart­ næm mynd. Hún gefur fólki klár­ lega eitthvað til að hugsa um og það fær líka ákveðna velllíðunartilfinn­ ingu af því að horfa á þessa mynd. Svo skemmir heldur ekki fyrir að hún er mjög vönduð og franskan í henni er töluð á ágætis hraða.“ Rifist um Skólalíf Hinar myndirnar sem komu til greina voru Zombi Child, L'heure de la sortie, heimildamyndin Ado­ lescentes og La Vie scolaire. „Valið stóð á milli þessara fimm mynda en við rifumst mest um La Vie Scolaire og Un amour impossible,“ segir Lilja Rut og bætir við að sú fyrrnefnda, Skólalíf, sé „mjög flott mynd og hún fær mann alveg til að hugsa.“ La Vie scolaire er lýst sem gaman­ sömu unglingadrama og hefur notið mikilla vinsælda í Frakklandi, hlotið nokkrar tilnefningar og verð­ laun á alþjóðlegum kvikmynda­ hátíðum og er aðgengileg á Netflix sem School Life. Skemmtilegt tækifæri „Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að fá tækifæri til að horfa á allar þessar myndir,“ segir Lilja Rut og bendir á að þarna hafi þau kom­ ist í óvenjumikið úrval af frönskum kvikmyndum. Þremenningarnir ætla að standa fyrir vali sínu og fylgja Un amour impossible úr hlaði á sérstakri sýn­ ingu í Bíó Paradís klukkan 18 í dag, laugardag. „Við verðum með stutta kynningu á myndinni og vinnunni sem við lögðum í að velja hana og segjum aðeins frá mikilvægi kvik­ mynda í frönskum menningar­ heimi,“ segir Lilja Rut, sem reiknar einnig með að gildi frönskunáms muni einnig koma við sögu. toti@frettabladid.is Menntaskólanemar völdu ómögulega ást Lilja Rut Valgarðsdóttir segir myndina Ómögulega ást hafa komið við femínistann í henni, en hún er ein þriggja menntaskólanema sem settu myndina á dagskrá Frönsku kvikmyndahátíðarinnar. Lilja Rut fær orkuskot þegar hún kemst í kvikmyndir sem konur leikstýra og nýtti dagskrárvald sitt sem frönskunemi til þess að koma Un amour impossible, eftir Catherine Corsini, á dagskrá Frönsku kvikmyndahátíðarinnar sem nú stendur yfir í Bíó Paradís. MYND/AÐSEND ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN Ótrúleg útsala í fjórum búðum og á dorma.is Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði PURE COMFORT fiberkoddi Léttur, ódýr og þægilegur fiberkoddi. Stærð kodda: 50x70cm. 700g. Má þvo á 60°c.. Fullt verð: 3.900 kr. Aðeins 3.120 kr. PURE COMFORT fibersæng Létt og þægileg fibersæng. Stærð: 140x200 cm. Sængin er 300g. Má þvo á 60°c Fullt verð: 9.900 kr. Aðeins 7.920 kr. 20% AFSLÁTTUR ÚTSALA 20% AFSLÁTTUR ÚTSALA DORMA útsalan 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R52 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.