Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 73
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Guðjón Guðmundsson frá Arkarlæk, lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, þriðjudaginn 2. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju, fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu munu einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir. Útförinni verður streymt frá vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is Börn, tengdabörn, barnabörn og langafabörn. Ástkær móðir mín og tengdamóðir, Matthildur Haraldsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Mörk, Reykjavík, þriðjudaginn 2. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Einar Örn Einarsson Jennifer Pors Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, Sigurður Th. Ingvarsson frá Ísafirði, Sléttuvegi 29, Reykjavík, lést 1. febrúar. Útförin fer fram frá Grensáskirkju 12. febrúar kl. 15.00. Í ljósi aðstæðna fer útförin fram með nánustu ættingjum og vinum. Arndís Ólafsdóttir Sigríður Brynja Sigurðardóttir Hilmar Guðmundsson Ólafur Sigurðsson Svala Guðmundsdóttir Anna Ólafía Sigurðardóttir Stefán Hrafnkelsson Björk Sigurðardóttir Sigrún Stella Ingvarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sveinsína Guðmundsdóttir lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, fimmtudaginn 4. febrúar sl. Útförin verður auglýst síðar. Ólafía Ingólfsdóttir Guðmundur Elíasson Gróa Ingólfsdóttir Kristinn Karl Ægisson Hrönn Baldursdóttir Guðrún Breiðfjörð Ægisdóttir Kjartan Jóhannsson Friðleifur Valdimar Ægisson Fjóla Breiðfjörð Ægisdóttir Þorsteinn Þorvaldsson Guðmundur Breiðfjörð Ægisson Annemarie Ægisson Björg Elísabet Ægisdóttir Björg Þorkelsdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigfríð Hallgrímsdóttir frá Skálanesi við Seyðisfjörð, lést mánudaginn 1. febrúar á hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þann 10. febrúar. Í ljósi aðstæðna verða aðeins hennar allra nánustu viðstaddir útförina. Streymt verður frá athöfninni í Facebook-hópnum “Útför - Sigfríð Hallgrímsdóttir”. Vefslóð facebook.com/groups/2763519640567470 Inga Þórarinsdóttir Bjarndís Harðardóttir Þuríður Höskuldsdóttir Hjörtur Harðarson Mimie Fríða Libongcogon Hallgrímur Harðarson Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir Helena Harðardóttir barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar og amma, Sigríður Jónatansdóttir lést á Droplaugarstöðum 31. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13. Jónatan Þórðarson Þórður Þórðarson Sigríður Þóra Þórðardóttir Helga Marín Jónatansdóttir Þórður Jónatansson Elskulegur eiginmaður minn, Birgir Lúðvíksson Sléttuvegi 23, lést á heimili sínu 3. febrúar. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Brynjólfsdóttir Ástkær eiginmaður minn, sonur, bróðir, faðir, tengdafaðir, afi og frændi, Jens Andrésson vélfræðingur, Grænumýri 28, Seltjarnarnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu 27. janúar. Útför hans fer fram föstudaginn 12. febrúar kl. 14. Vegna aðstæðna í samfélaginu eru einungis boðsgestir leyfðir, en athöfninni verður streymt á vef Óháða safnaðarins. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð ÍFR, í síma 561 8225. Kristín Þorsteinsdóttir Ellen M. Guðjónsson Grímur Andrésson María Friðriksdóttir Óskar Jensson Björg Ýr Guðmundsdóttir Ívar Jensson Hafdís Elfa Sævarsdóttir Ellen Margrethe Holm Tony Holm Anna Kristín Jensdóttir Jón Þorsteinn Sigurðsson Svetlana Veshchagina Andrés Ívarsson Þorbjörg Pálmadóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Ásdís Hannesdóttir Sóltúni 7, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 1. febrúar. Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju, fimmtudaginn 11. febrúar klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða eingöngu nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir útförina. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast Ásdísar er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Gunnar I. Waage Benedikt G. Waage Ólöf Björnsdóttir Davíð G. Waage Carolina Castillo Alexander, Ísabella og Emma Björk Mér fannst óhugs-andi að hafa ekkert þorrablót en var samt tvístígandi,“ s e g i r S i g u r g e i r Skafti Flosason, tón- listarmaður og prímusmótor í Þorra- blóti Sunnlendinga sem haldið verður í kvöld. Efann segir hann hafa stafað af því að hann og unnusta hans, Unnur Birna Björnsdóttir, hafi eignast sitt fyrsta barn í nóvember. „Mér fannst að nú ætti ég að vera rólegur heima og sló þorrablótið út af borðinu á tímabili. En ég hitti góðan vin minn á Akranesi, Ísólf Haraldsson, sem var meðal forsprakka að Skagablóti og hann kveikti í mér, svo ég hringdi nokkur símtöl og óð í þetta, með góðum hópi.“ Heilmikið í dagskrána lagt Sigurgeir er Selfyssingur, þó hann búi í Hveragerði núna og kveðst hafa spilað á þorrablótum frá því hann var unglingur, meðal annars í Reykjavík, með Stuðla- bandinu. En hvernig fer þetta blót fram? „Fólk fer inn á tix.is og kaupir miða þar, í dag opnast linkur eða lykilorð að sjón- varpi Símans, Apple TV og snjalltækjum, þar er skrifaður ákveðinn kóði, þetta er mjög einfalt,“ lýsir hann. „Streymið verður opið upp úr fimm, sennilega komin dinnermúsík um hálf átta og formleg dagskrá hefst klukkan átta. Við ætlum að hafa þetta eins eðlilegt og við getum fyrir fólkið heima í stofu.“ Hvað með þorramatinn? „Það borðar hver heima hjá sér, býst ég við. Ákveðin íþróttafélög hafa verið að selja þorra- bakka og Suðurlandsblótið sjálft líka, svo hafa matsölustaðir á vestanverðu Suðurlandi tekið sig saman um mat- seðil með réttum sem fólk getur tekið heim.“ En fyrir hvað er fólk að borga? „Dagskrána sem er glæsileg,“ svarar Sigurgeir. „Það er ekki þorrablót nema vera með Guðna Ágústsson Flóamann. Svo er Ólafía Hrönn sem ólst upp á Hornafirði og er auðvitað óborganleg, Sóli Hólm fæddur Hvergerðingur, kann sögur og getur hermt eftir mörgum. Markhópurinn er sem sagt á svæðinu frá Ölfusi austur í Hornafjörð.“ Guðni setur hátíðina um áttaleytið, að sögn Sigurgeirs. „Svo verða tónlist- aratriði með Unni Birnu og Pétri Jesú. Hjördís Geirs söngkona og Grétar í Áshól harmóníkuleikari fara yfir sögu sveitaballa. Það verður fjöldasöngur, minni karla og kvenna og endað á dans- leik, spiluð lög sem við getum sungið og dillað okkur við heima.“ Undirtektir eru framar björtustu vonum, að sögn Sigurgeirs. „Sunnlend- ingar úti um allan heim eru að kaupa sér miða. Það geta allir haft gaman af þessu þó uppistaðan í skemmtiatriðum verði léttar fréttir af Suðurlandi. Í heildina er þetta fyrir alla.“ gun@frettabladid.is Sunnlenskt netþorrablót Sigurgeir Skafti Flosason er hinn þjóðmenningarlega sinnaði maður sem stendur bak við Þorrablót Sunnlendinga í kvöld, hvar sem þeir eru í heiminum. Það er á netinu. Sigurgeir Skafti hefur spilað á þorrablótum frá unglingsaldri og fannst ótækt að sleppa því í ár. MYND/AÐSEND Það er ekki þorrablót nema vera með Guðna Ágústsson Flóamann. T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 35L A U G A R D A G U R 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.