Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 6
1 Aliksei Navalní rússneskur stjórnarandstæðingur mætti fyrir dómara í vikunni og var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsis- vistar. Navalní var handtekinn er hann kom til Rússlands 17. janúar. Hann hafði dvalið á sjúkrahúsi í Þýskalandi í fimm mánuði eftir að talið var að eitrað hefði verið fyrir honum. Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins segir tímabært að endurskoða lög- bundið hámark á erlendar fjár- festingar lífeyr- issjóða, helst með það fyrir augum að afnema þær alveg. „Núverandi fyrirkomulag er orðið íþyngjandi fyrir lífeyrissjóði.“ Hún segir fjárfestingarkosti innanlands vera takmarkaða og þess vegna muni núverandi fyrirkomulag jafnt og þétt auka fjárfestingaráhættu sjóðanna. Jón Ólafur Ólafsson formaður SAMARK segir að ummæli varaformanns skipulagsráðs Reykjavíkur- borgar bendi til þess að ekki sé horft til fagþekk- ingar sem til staðar sé meðal arkitekta hér á landi. „Hér er til staðar gríðarleg fagþekking, hvort sem er í innviðastrúktúr eða við gerð mannvirkja, sem ekki er nýtt,“ segir hann. „Það sem við köllum eftir er að ekki sé litið fram hjá okkur þegar farið er af stað í slík verkefni, þessi verkefni eru fyrst og fremst að skila sér í verkfræði- geirann.“ Þrjú í fréttum Andstæðingur, stjóri og formaður TÖLUR VIKUNNAR 31.01.2021 TIL 06.02.2021 40 ár síðan fyrsta smáskífa Duran Duran kom út. 1.800 manns hafa frá 2015 óskað eftir að Alþingi veiti þeim ríkisborgara- rétt. ár voru haldlagðar CBD- húðvörur á þvælingi milli löggæsluembætta. 65 ár er hámarks- aldur þeirra sem fá bóluefni frá AstraZeneca hérlendis. 71% þeirra sem fá heim- sendan mat frá borginni eru ánægð með hann. DÓMSMÁL Benedikt Bogason, for- seti Hæstaréttar, vildi ekki sitja undir ásökun fyrrverandi hæsta- réttardómara um að hann og þrír aðrir dómarar við réttinn hefðu framið glæp með því að hafa vís- vitandi dæmt saklausan mann í fangelsi fyrir alvarlegt brot. „Það er rangt og þetta taldi ég ærumeið- ingar sem ég vildi mótmæla kröftu- lega,“ segir Benedikt um ástæður þess að hann höfðaði mál gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Dómur var kveðinn upp í Hæsta- rétti í gær og var Jón Steinar sýkn- aður af kröfum Benedikts um að ummæli í bók Jóns, Með logn ið í fang ið – um af glöp Hæst a rétt ar eft ir hrun, yrðu dæmd dauð og ómerk. Benedikt segist að sjálfsögðu una dómi Hæstaréttar en í forsendum hans segir meðal annars að traust til dómstóla verði fremur reist á frjálsri umræðu en takmörkun á umfjöllun um málefni þeirra, jafnvel þótt hún gangi nærri því að geta skaðað það traust til skemmri tíma. Málaferlin hafa varpað áhuga- verðu ljósi á andrúmsloftið í Hæsta- rétti þegar mál Baldurs Guðlaugs- sonar, fyrrum ráðuneytisstjóra, var þar til meðferðar. Þá var Jón Steinar enn dómari við réttinn en sat ekki í umræddu máli enda vinur Baldurs til margra áratuga. Jón lýsir þeirri afstöðu sinni í bók sinni að dómur réttarins í máli Baldurs hafi ekki staðist kröfur um sakfellingar í refsimálum og að dómararnir hafi viljað sýna almenningi að þeir tækju hrun- málin engum vettlingatökum. Í stefnu Benedikts kemur hins vegar fram allt önnur lýsing. Jón Steinar hafi leitast við að hafa áhrif á hvernig málið yrði dæmt efnislega með því að gera sér ferðir inn á skrif- stofur dómaranna til að ræða um málið. Hann hafi einnig skilið eftir skjal á borði dómara með punktum sem honum hafi þótt að leiða ættu til þess að sýkna bæri Baldur. Í stefnu segir að þótt ekki verði staðhæft að Jón hafi með þessu gerst sekur um spillingu og refsi- verða misnotkun á aðstöðu sinni, hafi hann bersýnilega farið gegn ákvæðum laga um dómstóla um að dómarar séu sjálfstæðir í störfum sínum og lúti þar aldrei boðvaldi annarra. „Jón Steinar hefur alltaf gefið til kynna að taka eigi hann alvarlega og að hann meini það sem hann segir. Hann vann hins vegar málið með því að hlaupa í það auma skjól að hann hefði ekki meint það sem hann sagði,“ segir Benedikt um niðurstöðuna í gær. Benedikt segir Jón Steinar hafa um langt skeið reynt að grafa undan dómstólum landsins og leitast við að rýra traust þeirra „og ég vildi draga hann til ábyrgðar,“ segir hann. „Ég kalla einnig eftir opinni umræðu um stöðu dómsvaldsins og hvernig megi betur verja það gegn niðurrifi af þessu tagi sem á ekkert skylt við málefnalega gagnrýni. Jón Steinar er angi af þeirri ógeðfelldu og öfgafullu umræðu sem á undan- förnum árum hefur einkennt sam- félagið bæði hér og víða annars staðar og fer langt út fyrir öll vel- sæmismörk,“ segir Benedikt. Fimm settir dómarar kváðu upp dóm í málinu í gær. Héraðsdómar- arnir Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Kristrún Kristinsdóttir skiluðu séráliti og töldu að fallast hefði átt á kröfu Benedikts. Að niðurstöðu meirihlutans stóðu Árni Vilhjálms- son, lögmaður á Logos, Hildur Briem, settur landsréttardómari, og Þórunn Guðmundsdóttir, lög- maður á Lex, sömu stofu og Baldur Guðlaugsson starfaði á um tíma meðan hann lauk afplánun á áfangaheimilinu Vernd. Fjallað var ítarlega um dóminn á vef Frétta- blaðsins í gær.   adalheidur@frettabladid.is Vildi draga Jón til ábyrgðar Benedikt Bogason segir niðurrif af því tagi sem Jón Steinar Gunnlaugsson hafi stundað ekki eiga neitt skylt við málefnalega gagnrýni á dómstóla. Hann höfðaði mál gegn Jóni til að verjast ásökun um glæp. Benedikt hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um málaferli sín við Jón Steinar Gunnlaugsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Jón Steinar er angi af þeirri ógeðfelldu og öfgafullu umræðu sem á undanförnum árum hefur einkennt samfélagið. Benedikt Bogason, forseti Hæsta- réttar BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND, SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM. ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.547.906 KR. ÁN VSK. 9.359.403 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 GOTT ÚRVAL BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.