Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 28
Sumir feður eru fjarver-andi frá upphafi en aðrir ala barnið upp í einhvern tíma áður en þeir kjósa að láta sig hverfa,“ segir Dagný Rut Haraldsdóttir, sem starfaði um árabil sem lögfræð- ingur hjá Félagi einstæðra foreldra. „Í öllum tilfellum sem bárust á þeim tíma sem ég starfaði þarna voru þetta mæður sem komu til okkar vegna þess að feður kusu að umgangast ekki börnin sín,“ segir Dagný. Nokkur slík mál hafa að jafnaði ratað til félagsins ár hvert. Í f lestum tilvikum voru það mæður með eitt eða tvö börn en í einstaka tilvikum hafi börnin verið fleiri. Algengara en talið er Þegar Dagný hóf störf hjá félag- inu bjóst hún ekki við að mál af þessu tagi væru algeng. „Tálmun á umgengni hefur verið mun hávær- ara mál, en síðar kom í ljós að það var minna um það og meira um feður sem ekki höfðu samband við börnin sín, sem kom mér mjög mikið á óvart.“ Í svörum Sýslumannsins á höfuð- borgarsvæðinu við fyrirspurnum Fréttablaðsins kom fram að engin úrræði væri að finna fyrir foreldri í þessari stöðu. Slík mál eru ekki til meðferðar hjá embættinu og er þar af leiðandi enga skrá eða tölfræði að finna um þau. Vissulega berist sýslumanni þó fyrirspurnir um slík mál. Barnauppeldi tekur sinn toll á öllum vígstöðvum, ekki síst fjár- hagslega. Í úttekt Hagstofunnar kemur fram að árið 2013 hafi 30,8 prósent einstæðra foreldra verið undir lágtekjumörkum og 25 pró- sent barna þeirra skort efnisleg gæði. Til samanburðar má nefna að 6,2 prósent barna sem deildu heimili með tveimur fullorðnum sem voru undir lágtekjumörkum og 4,1 prósent skorti efnisleg gæði. Skökk umræða Barn á lögum samkvæmt rétt á forsjá foreldra sinna, annars eða beggja. Foreldrar hafa það hlut- verk að hlúa að barni sínu, sýna því umhyggju, virðingu og sinna for- sjár- og uppeldisskyldum sínum á viðeigandi hátt með hag barnsins að leiðarljósi. „Þessi umræða er oft svolítið skökk hvað það varðar,“ segir Dagný. „Það setur hlutina í annað samhengi að hugsa um rétt barnsins.“ Í barnalögum eru þó engar reglur um það hve mikil umgengni á að vera við foreldra. „Það er ekki hægt að skylda fólk til að umgangast börnin sín, þú vilt heldur ekki að foreldri sem hefur engan áhuga sé í umgengni við barnið þitt,“ útskýrir Dagný. Engar rannsóknir hafa verið gerð- ir á fjarverandi feðrum hér á landi en niðurstöður erlendra rannsókna hafa leitt í ljós að fjarvera feðra hafi neikvæð félags- og sálfræðileg áhrif á börn. Dagný telur að ef hægt væri að ná sambandi við fjarverandi feður og sýna þeim fram á hvaða áhrif fjar- vera þeirra hafi á börnin til framtíð- ar, yrði mögulega hægt að viðhalda tengslum þeirra á milli. Engin ein skýring á samskiptarofi Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi, hefur mikla reynslu af því að vinna í samskipt- um milli bæði foreldra og barna. Hún tekur fram að það sé yfirleitt engin ein skýring á því að sam- skipti milli föður og barns rofni. Langf lestir foreldrar vilji vera í samskiptum við börnin sín en utan- aðkomandi áskoranir geti gert það flóknara. Ástæður sem feður hafa gefið fyrir fjarveru í samtali við Valgerði eru oft að þeir telji barnið betur sett án sín eða að samskipti við móður séu erfið. „Stundum átta feður sig ekki á mikilvægi sínu í lífi barnanna og stundum verða erfið samskipti til þess að feður láta sig hverfa." Fréttablaðið ræddi við  fjórar mæður sem hafa alið börn sín upp einar og óstuddar og birtum hér sögu tveggja þeirra. Börnin eru í leik- eða grunnskóla. Í einu tilviki hafði faðirinn aldrei hitt barn sitt, en í hinum tilvikunum höfðu feð- urnir hitt barnið einu sinni eða oftar, en aldrei viðhaldið umgengni til lengri tíma. Byrjaði að beita líkamlegu ofbeldi Ein þessara mæðra bjó með barns- föður sínum þegar sonur þeirra fæddist en sleit sambandinu þegar sonurinn var mánaðargamall. „Við vorum búin að vera saman í tvö ár en ég var samt bara nítján ára þegar ég eignaðist strákinn minn.“ Sambandið hafi ekki verið mjög heilbrigt vegna andlegs of beldis en versnaði til muna eftir getnaðinn. „Hann var svo glaður þegar ég sagði honum að ég væri ólétt en svo byrjaði hann að beita mig líkam- legu ofbeldi á meðgöngunni.“ Mán- uði eftir að sonurinn fæddist f lutti móðirin út. Hún kveðst hafa vonað að sambandsslitin hefðu ekki áhrif á samband föðurins við son þeirra. Það reyndist þó raunin. „Þegar strákurinn var orðinn átta mánaða voru engin samskipti frá föður þar til hann var fimm ára.“ Erfitt að útskýra fyrir syninum Ástæða fjarverunnar leikur enn á huldu. „Ég er búin að reyna að finna svar við þessari spurningu í nærri áratug en er ekki enn þá komin með svar.“ Móðirin segir erfitt að útskýra aðstæðurnar fyrir syninum. „Ég hef aldrei logið að syni mínum en börn fara náttúrulega í gegnum ákveðin þroskastig og maður reynir bara að útskýra þetta fyrir þeim út frá því. Maður vill vera hreinskilinn.” Hvorki megi þó segja of mikið né of lítið. „Ég segi honum líka að fjölskyld- ur séu ólíkar og við séum heppin að vera tveggja manna teymi.“ Tilfinn- ingarnar bera móðurina ofurliði og hún viðurkennir að það sé erfitt að tala um þetta. „Við köllum okkur tvö alltaf fjölskyldu og hann sér það alveg að hann hefur það ekki verra þó að hann eigi bara mömmu,“ segir hún og brestur í grát. Í fyrsta skipti að heyra orðið pabbi daglega Áhersla á hefðbundna kjarnafjöl- skyldu er þó viðtekin í samfélag- inu og sérstaklega í leikskólum að mati móðurinnar. „Í leikskóla fór sonur minn í fyrsta skipti að heyra orðið pabbi daglega.“ Móðirin hafði áhyggjur af því að drengurinn yrði fyrir aðkasti í leikskólanum fyrir að eiga ekki föður. „Ég upplifði alltaf rosalegan kvíða og streitu í kringum feðrakaffi og mér leið eins og strákurinn minn væri út undan af því að hann átti ekki pabba.“ Á sínum tíma spurði móðirin leikskólann hvort hægt Feður sem yfirgefa börnin sín Mörg dæmi eru um að feður kjósi af fúsum og frjálsum vilja að taka ekki þátt í lífi barna sinna. Engin úrræði standa börnum og barnsmæðrum þessara manna til boða, enda ekki gert ráð fyrir svona málum í félagskerfinu. Börn og einstæðar mæður súpa seyðið fjárhagslega, félagslega og sálfræðilega þegar feður kjósa að taka ekki þátt í lífi barna sinna, en slíkt er algengara en almennt er talið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANN HEFUR ALLTAF VITAÐ AF HONUM OG ÉG HEF ALLTAF SAGT HONUM AÐ HANN EIGI PABBA. Kristlín Dís Ingilínardóttir kristlin@frettabladid.is 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.