Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 88
ÞEGAR FERLIÐ VAR LANGT KOMIÐ FÉKK ÉG SKILABOÐ FRÁ FRAMLEIÐ- ANDANUM UM AÐ NICKI VILDI HITTA MIG HEIMA HJÁ SÉR. Jónas Tv í b u r a r n i r J ó n a s Bragi og Jakob Gabrí-el Þórhallssynir voru byrjaðir að fikta við kvikmyndagerð ellefu ára gamlir og komust snemma að því hvað þeir vildu gera þegar þeir yrðu stórir. Tæp- lega fimmtán ára gamlir voru þeir komnir með YouTube-síðu þar sem þeir einbeittu sér að litlum stuttmyndum og æfðu sig í tækni- brellum. „Þegar við síðan byrjuðum í Verzlunarskólanum vorum við mjög ákveðnir í því að við vildum halda áfram í kvikmyndagerð og stofnuðum okkar eigið litla fyrir- tæki, IRIS Films, ásamt Andra Páli vini okkar,“ segir Jakob og bætir við að skólinn hafi þarna verið „High School Musical“ Íslands og sérstak- lega mikið unnið í tónlistarmynd- böndum. „Við eyddum miklu meiri tíma í myndböndin en alþjóðahag- fræðina.“ Þeir gerðust strax nokkuð um- svifamiklir í gerð tónlistarmynd- banda en Jónas segir hápunkt þessa tímabils hafa verið Eurovision- myndbandið sem þeir gerðu fyrir Maríu Ólafs sem keppti fyrir Ísland 2015. „Þetta var stærsta verkefnið sem við höfðum tekið að okkur og margir reynsluboltar sem komu að því, en við sáum um fram- leiðslu, klippingu og tökur.“ Stefnan mörkuð „Eftir þetta fannst okkur við vera komnir á beinu brautina og við vissum hvert við vildum stefna og að loknu stúdents- prófi fórum við til London í þriggja ára BA-nám í kvikmyndatöku við MetFilm School.“ B r æ ð u r n i r ú t s k r i f u ð u s t 2017 og reyndu í kjölfarið fyrir sér sem óháðir k v i k m y n d a - gerðarmenn í London í eitt ár. Um þetta leyti kynntist Jakob kærust- unni sinni, Patri- ciu, sem hafði einn- ig verið við nám í MetFilm. Saman unnu þau þrjú að margs konar verk- efnum. „Við sáum um að skjóta, leikstýra, klippa, lita og gera tæknibrellur – í rauninni tókum við að okkur allan pakkann, alveg eins og við höfðum verið að gera áður en við fórum út,“ segir Jakob. Snemma árs 2018 fór Jónas að láta sig dreyma um að komast til háborgar kvikmyndabransans, Los Angeles, og flutti hann þangað um haustið. „Ég hafði verið að taka að mér verkefni með svokölluðum „steadicam-búnaði“ og fyrstu verk- efnin mín í LA voru flest af þessum toga, en þetta er græja sem heldur myndavélinni stöðugri þótt töku- maður sé á hreyfingu. Fljótlega byrjaði ég svo líka að fá verkefni við að klippa myndbönd og það hefur verið mitt aðal- starf síðan,“ segir Jónas. „En mér finnst líka góð tilbreyting og gaman að mæta á tökustað og taka upp með „steadi- c a m - g r æ j u n n i “ minni.“ Sterk bræðrabönd Um þetta leyti var Jakob far inn að einbeita sér nán- ast eingöngu að eftirvinnslunni, b æ ð i t æ k n i - brellum og litum. „Eftirvinnslan er þannig að hana er hægt að vinna hvar sem er á hnettinum, en auðvitað hjálp- ar það mikið að þekkja sam- starfsmanninn nánast jafn vel og sjálfan sig. Við treystum hvor ö ðr u m algjörlega og v it u m hvað hvor ok k a r kann og getur. Ég er þá fyrsti leggurinn í eft- irvinnslunni,“ segir Jónas. „Ég klippi og sendi síðan Jakobi og hann heldur áfram og bætir við tæknibrellum og litum.“ Bræðurnir segja að í raun hafi þeir haft þessa verkaskiptingu alveg frá því þeir voru fimmtán ára. „Ég hafði alltaf gaman af því að gera tæknibrellurnar en Jónas var meira í að klippa efnið saman,“ segir Jakob. „Í MetFilm var mikið fjallað um lýsingu og hvernig hún hefur áhrif á litina í myndinni og hvernig þetta spilar allt saman í sögunni sem verið er að segja. Mér fannst þetta mjög spennandi þáttur í náminu og eftir skólann fór ég að vinna meira með liti í mynd- böndunum. Þetta eru svona tvær aðskildar greinar í eftirvinnslunni en stundum fæ ég verkefni þar sem ég er beðinn um bæði liti og tækni- brellur.“ Þrautsegja og þolinmæði Jakob segist smám saman hafa myndað tengsl við viðskiptavini og samstarfsaðila í London og svipað megi segja um Jónas í Los Angeles. „Svo hefur þetta þróast þannig að ég er að fá verkefni sem Jónas útvegar í L.A. og hann að fá verkefni hér í London frá mér,“ segir Jakob. Það þurfti þrautseigju, þolin- mæði og smá heppni til þess að komast áfram í L.A. „Fyrstu verk- efnin voru kannski ekki alltaf skemmtileg eða spennandi, en þau voru liður í að kynnast fólki sem ég hef síðan unnið meira með og með aukinni reynslu hafa verkefnin líka orðið meira spennandi,“ segir Jónas. „Ég sótti bara um allt sem bauðst og svo byrjaði maður hægt og rólega að mynda tengslanet. Það er mjög algengt í þessum bransa að nota samfélagsmiðla til að kynna sig og kynnast öðrum og ég nota Insta- gram og Facebook mikið til þess,“ segir Jónas og bendir á að tengslanet- ið þéttist jafnt og þétt ef unnið er vel. „Mikið af okkar vinnu í dag má rekja til fólks sem við kynntumst snemma eftir að Jónas flutti til L.A. Þarna er svo mikið af upprennandi leikstjórum og framleiðendum og við höfum verið heppnir að kynnast þarna mörgu hæfileikaríku fólki,“ segir Jakob. Rappdömurnar kalla Bræðrunum ber saman um að tón- listarmyndband sem þeim bauðst að gera fyrir rapparann Wiz Khalifa snemma árs 2019 hafi verið fyrsta verkefnið þar sem þeir fundu virki- lega fyrir því að allt væri að smella. „Boltinn byrjaði svolítið mikið að rúlla með því myndbandi og eftir það fengum við hvert verkefnið á fætur öðru og umfangið hefur farið stöðugt vaxandi,“ segir Jakob. „Þetta var stærsta verkefnið okkar á þessum tímapunkti og svo bara þróast þetta frekar hratt og við fáum að vinna myndbönd fyrir Megan Thee Stallion,“ segir Jónas, Tvíburarnir skoruðu með rappboltanum Bræðrunum Jónasi og Jakobi gengur vel að hasla sér völl í kvikmyndabransanum í Los Angeles og London þar sem þeir hafa unnið fyrir sjálfa Nicki Minaj og Manchester City. Bræðurnir í Stokkhólmi í febrúar í fyrra en þótt COVID-19 hafi truflað kvikmyndabransann geta þeir ekki kvartað yfir verkefnaskorti. MYND/AÐSEND Jónas hefur nóg að gera og er hér í tökum á stuttmynd sem var tekin í Lancaster í Kaliforníu. MYND/AÐSEND Sergio Aguero er meðal viðfangsefna Jakobs í eftirvinnslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.