Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 24
Ég mun aldrei taka frelsi mínu sem sjálfsögðum hlut. Ástæða þess að ég skil hvað felst í orðinu frelsi er sú að ég eyddi tólf árum af barnæsku minni án þess,“ segir David Free­ man, 47 ára karlmaður sem fæddist í Ástralíu en hefur búið á Íslandi í um tvo áratugi. Saga Davids er um margt óvenju­ leg enda ólst hann upp í alræmdum sértrúarsöfnuði skammt frá borg­ inni Melbourne, söfnuði sem komst í heimsfréttirnar árið 1987 þegar lögreglumenn, gráir fyrir járnum, ruddust til inngöngu og frelsuðu börn sem höfðu mátt þola skelfi­ lega meðferð. David var eitt þess­ ara barna og hefur líf hans litast af barnæskunni sem hann aldrei fékk að njóta. David hefur aldrei tjáð sig opinberlega um árin í sértrúarsöfn­ uðinum en segir að nú sé tíminn til þess kominn. Líf hans hefur ekki verið neinn dans á rósum á undan­ förnum árum og hefur hann glímt við kvíða og þunglyndi sem hann rekur til áranna í söfnuðinum. Kynntist móður sinni aftur Söfnuðurinn sem David tilheyrði frá tveggja ára aldri þar til hann var 14 ára gekk undir nafninu Fjölskyldan (e. The Family). Leiðtogi hans var Anne Hamilton­Byrne sem sagðist vera sjálfur frelsarinn, Jesús Kristur, endurfæddur og börnin í söfnuð­ inum áttu að vera tilbúin til að taka við völdum í heiminum vegna yfir­ vofandi dómsdags. Fyrrverandi meðlimir í söfnuðinum hafa stigið fram í bókum og heimildarmyndum og lýst því of beldi sem tíðkaðist í söfnuðinum. Börn voru svelt, barin, lokuð inni dögum saman og eru dæmi um að eldri börnum hafi verið gefnir stórir skammtar af ofskynj­ unarlyfinu LSD. Anne var jógakennari, gædd miklum persónutöfrum og snemma á sjöunda áratug síðustu aldar var hún farin að kenna miðaldra konum í úthverfi Melbourne. Anne náði vel til margra þessara kvenna og til að gera langa sögu stutta má segja að upp frá þessu hafi sértrúar­ söfnuðurinn orðið til. David er fæddur árið 1973 og var hann tveggja ára þegar Anne ætt­ leiddi hann. Aðspurður segist hann ekki vera með það á hreinu hvernig hann komst í hendur hennar. „Ég er löngu hættur að pæla í því hvort ég hafi verið tekinn eða gefinn en það eru meiri líkur á að fólkið í söfnuð­ inum hafi sannfært móður mína um að láta mig af hendi,“ segir David á nánast lýtalausri íslensku. Tveimur árum eftir að hann var frelsaður komst hann í kynni við móður sína á nýjan leik og eru þau í ágætum samskiptum í dag. „Hún bað mig afsökunar á þessu. Hún hefur aldrei þurft að segja neitt meira og ég hef aldrei spurt hana frekar því ég veit að þetta er líka sárt fyrir hana. Þó að hún hafi látið mig af hendi þá vil ég ekki að henni líði illa yfir því. Hún er gömul kona og á skilið að líða vel. Það eru góðar líkur á að henni líði illa yfir þessu og ég ætla ekki að bæta á það.“ Minningin er botnlaus sorg Anne ættleiddi f jölda barna á árunum 1968 til 1975 og voru sum þeirra börn annarra meðlima í söfnuðinum sem ýmist voru kall­ aðir frænkur eða frændur. Anne taldi börnunum trú um að hún væri líffræðileg móðir þeirra. David var yngsti strákurinn í söfnuðinum og næstyngsta barnið. Þegar hann er spurður hver hans fyrsta minning sé segir hann eftir smá umhugsun: „Að gráta. Ég gerði ekkert annað. Stundum grét maður svo mikið að líkaminn var hættur að framleiða tár. Samt hélt maður áfram og þá leið manni eins og augun væru að brenna. Minningin er botnlaus sorg, ótti og vonleysi. Þetta voru 12 ár, sem er heil eilífð í lífi barns.“ Heimili sértrúarsafnaðarins var kallað Kai Lama og var það stað­ sett við Eildon­vatn í Viktoríufylki. Staðurinn var afskekktur og úr alfaraleið og gátu safnaðarmeð­ limir því verið í friði fyrir utanað­ komandi áreiti. Anne Hamilton­ Byrne var ekki með fasta búsetu á staðnum og því voru börnin höfð í umsjón fylgjenda hennar. Stal hundamat og kattamat David rifjar upp að hann hafi þjáðst af astma sem barn og fékk hann enga meðhöndlun við honum fyrr en hann var frelsaður árið 1987. „Á næturnar kom það fyrir að ég stóð á öndinni og ég man að eina nótt­ ina fór það mjög í taugarnar á einni konunni sem átti að gæta okkar. Hún reif mig upp, fór með mig út í kofa sem notaður var til að geyma garðverkfæri og sagði að ég þyrfti að sofa þar. Kofinn var langt frá hús­ inu, myrkrið var algjört og ég man hversu hræddur ég var. Ég skildi ekki af hverju það var verið að refsa mér. Þetta gerðist oftar en einu sinni.“ Börnin voru einnig svelt og rifjar David upp að það eina sem var á boðstólum öll þessi ár hafi verið ávextir og grænmeti. „Ég neyddist til að stela mat sem var ætlaður fyrir gæludýrin. Kattamat, hundamat og mygluðu brauði sem var ætlað fugl­ unum. Ég átti það til að gramsa í ruslinu eftir einhverju ætilegu. Það má segja að dýrin hafi fengið betri meðferð en við börnin.“ Hann rifjar svo upp að eitt sinn hafi hann verið læstur inni á bað­ herbergi í heila sex daga. Þetta var ekki löngu áður en lögreglan réðist til inngöngu. „Ég fékk ekki að borða í þrjá daga. Það var mjög algeng refs­ ing að gefa okkur ekkert að borða. Eftir kannski tvo daga var maður orðinn svo slappur og orkulaus að maður var farinn að æla maga­ sýrum.“ Vannæringin í barnæsku hafði sín áhrif og þurftu David og yngsta stúlkan á staðnum að fara í með­ ferð á sjúkrahúsi þar sem þau fengu Var sviptur bernskunni í söfnuði David Freeman ólst upp í sértrúarsöfnuði í Ástralíu en hóf nýtt líf á Íslandi fyrir rúmum tuttugu árum. Börnin í söfnuðinum voru svelt, barin og lokuð inni. Föstudaginn 14. ágúst 1987 ruddist lögreglan inn og frelsaði börnin. David Freeman var gefinn í hinn alræmda sértrúarsöfnuð The Family, þegar hann var aðeins tveggja ára gamall. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hér sést David með móður sinni skömmu áður en hann var látinn í hendur sértrúarsafnaðarins. David segist ekki bera kala til móður sinnar. Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.