Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 68
Sigga Soffía, eins og hún er oftast kölluð, fann fyrir skyndilegum og óvæntum áhuga á blómum og garðrækt fyrir nokkrum árum.„Árið 2017 vann ég að
f lugeldasýningu í Barcelona og
valdi skotkökur fyrir sýninguna
sem báru nafnið Babys Breath. En
eftir að hafa skotið upp kökunni
sem var allt annað en rólegur andar
dráttur barns skoðaði ég bombuna
nánar og tók þá eftir öðru heiti,
Gypsophila, sem er nafn á blómi, en
skotkakan hamraði upp á himininn
á agressívan hátt nokkurs konar
runna af hvítum litlum blómum.“
Blómið sem um ræðir nefnist
brúðarslör á íslensku. „Eftir þessa
uppgötvun prófaði ég að fletta upp
nafngiftum f lugeldanna af pönt
unarlistum sem eru á japönsku,
kínversku, frönsku og spænsku eftir
framleiðendum og í langflestum til
fellum voru nafngiftir f lugeldanna
eftir blómum eða trjám,“ segir
Sigga, sem taldi þarna koma skýr
inguna á skyndilegum áhuga sínum
á garðrækt.
„Ég var raunverulega að horfa á
fyrirmyndir flugeldanna sem ég hef
kynnst svo vel síðustu árin.“
Eldblóm á gamlárskvöld
Siggu þyrsti í að vita meira og komst
yfir biblíu flugeldahönnuða, bókina
Fireworks, art, science and tecn
ique, eftir Takeo Shimizu.
„Þar gat ég loksins lesið mér til um
upphaf flugeldanna. Japanska orðið
yfir f lugelda er Hanabi, en sam
kvæmt bókinni Fireworks þýðir
„Hana“ eldur og „bi“ blóm. Þeir
tala því ekki um f lugelda í beinni
þýðingu heldur sem eldblóm. Árið
1926 hannaði Gisaku Aoki fyrsta
eldblómið, Chrysanthemum with
pistil, og nánast allir f lugeldar sem
við Íslendingar sprengjum á gaml
ársdag eru eldblóm, skotið myndar
stilk og út springur blóm. Algeng
ustu flugeldaeffektar í dag eru blóm
og tré af asískum uppruna, blóm
sem margir hafa ræktað í mörg ár
fyrir sumarbeðin,“ útskýrir Sigga af
áhuga, en þarna fæddist hjá henni
hugmyndin að því að rækta f lug
eldasýningu.
„Þegar hugmyndin um að rækta
í stað þess að sprengja var fædd,
var fyrsti partur rannsóknavinn
unnar að komast að því hvaða
blóm ég þyrfti að prófa að rækta.
Á Edotímabilinu í Japan frá 1603
til 1868 kepptust listamenn um að
framleiða f lugelda í mismunandi
formum, en flug elda sýningar voru
algeng skemmtun fyrir fjöldann.
Tilgangur f lugeldasýninga var að
sameina þjóðir, stuðla að samkennd
og friði.
Japanir hafa alltaf borið mikla
virðingu fyrir náttúrunni og á þess
um f lugeldasamkomum kepptust
sveitarfélög um hönnun á fallegustu
eldskúlptúrunum. Þeir leituðu þá
eftir innblæstri frá nærumhverfi
sínu, þess vegna eru algengustu
flugeldarnir blóm af asískum upp
runa, kirsuberjatréð sakura, weep
ing willowtré og mismunandi
blómategundir. Enn þann dag í dag
eru þessi blóm framleidd sem flug
eldar í hundruðum útfærslna, mis
munandi litum og stærðum.“
Lagði stofuna undir ræktunina
Áhugi Siggu var kveiktur og næstu
þrjú ár kynnti hún sér réttu fræin,
hnýðin og laukana í réttum lita
afbrigðum.
„Ég fann blómabónda á Instagram
sem ég gat keypt fræ af og vorið 2018
lagði ég hálfa stofuna undir tilraunir
mínar og hóf ræktun á flugeldasýn
ingu. Vinir og fjölskylda voru ekki að
kveikja á þessari hugmynd þarna í
byrjun,“ segir hún og hlær.
„Með mikilli eftirvæntingu fylgd
ist ég með fyrstu eldblómunum
kíkja upp úr moldinni,“ segir Sigga,
sem komst að því að hægt væri að
rækta flugeldasýningu en sjálf væri
hún ekki með réttu kunnáttuna.
„Ég komst þá í samstarf við hina
hæfileikaríku Zuzanna Vondra sem
MIG LANGAÐI AÐ FANGA
KÁTÍNUNA OG GLEÐINA
SEM FYLGIR FLUGELD-
UNUM, VERANDI ÁSTRÍÐU-
FULLUR SPRENGJUVARGUR
ÞÁ ELSKA ÉG FLUGELDA, EN
EKKI MENGUNINA.
Ræktaði flugeldasýningu
Sigríður Soffía Níelsdóttir danshöfundur, var listrænn stjórnandi flugeldasýninga á Menningarnótt 2013-2015 og
2020, en í nýjasta verki sínu, Eldblómum, dansverki fyrir flugelda og flóru, ræktaði hún flugelda í Hallargarðinum.
Blómainnsetningin er í raun hægfara flugeldasýning sem hægt er að njóta mikið lengur að sögn Siggu, hér í Hallargarðinum ásamt dóttur sinni, Ísold Freyju. MYND/LEIFUR WILBERG ORRASON
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
Flugeldasýn-
ingu Siggu Soff-
íu sem átti að
vera á síðustu
Menningarnótt
var frestað til
næsta sumars
vegna gildandi
samkomutak-
markana.
6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð