Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 20
Ágústa Hjaltadóttir hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir f lotviðburðum fyrir konur og stendur nú reglulega fyrir slíkum viðburðum á sunnudögum í sundlauginni við Varmá í Mos- fellsbæ. Ágústa, sem er leik- og grunn- skólakennari að mennt, hefur sótt f jölmörg heilsutengd námskeið undanfarin ár og til að mynda lagt stund á Hagnýta heilsueflingu við Háskóla Íslands. „Ég vann mjög lengi í fjármála- geiranum en svo breyttust aðstæð- ur hjá mér árið 2018 og ég snéri mér í framhaldi að kennslu og stofnaði fyrirtæki á sviði heilsueflingar. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á öllu sem tengist heilsu og betri líðan. Við fjölskyldan stunduðum sundlaugina í Vesturbænum og fórum í hvaða veðri sem var í sund. Ég man eftir því að stundum þurft- um við að ýta bílnum af stað en í sund fórum við. Varðandi flotið þá fór ég fyrst í f lot í Laugaskarði 2016 og fannst þetta dásamleg upplifun og fór að skoða það betur og leita uppi f lottíma til að sækja.“ Innleiddi flot í Danmörku Það var svo þegar Ágústa f lutti til Kaupmannahafnar árið 2018 og var að leita sér að verkefnum að henni datt í hug að taka námskeið í f lot- meðferðum og keypti sér nokkrar hettur. „Ég fór svo af stað og var svo lán- söm að fá tækifæri til að bjóða upp á flot í glæsilegu spa-i í Frederiksberg og í framhaldi seldi ég þeim hettur svo það má segja að ég hafi innleitt f lot í Danmörku,“ segir Ágústa. Þar sem hún hafði tímann fyrir sér fór hún að stunda Saunagus eða ilmsánu og ákvað í framhaldi að kynna sér þá menningu í Kaup- mannahöfn. „Ég varð alveg heilluð af því og ákvað að taka þá þekkingu með mér heim til Íslands og taka það inn í mína tíma; f lot og sána alveg steinlá saman. Í framhaldi fékk ég íþróttafulltrúann í Mosfellsbæ í lið með mér og við fórum á námskeið hjá danskri konu sem hefur kennt Saunagus í 14 ár og prófuðum svo í fyrravetur að hafa opna ilmsánu- tíma í Lágafellslauginni við mikla ánægju.“ Ágústa hannaði, ásamt Sóleyju Jóhannsdóttur líkamsræktarfröm- uði, námskeið í Hveragerði, bæði í tengslum við Laugaskarð og einn- ig helgarnámskeið á Heilsustofnun NLFÍ. Þeim námskeiðum var vel tekið og í framhaldi fékk Ágústa inni með námskeið sín í Varmá, þar sem konur á aldrinum 25 til 70 ára hafa flotið í kyrrð og öðlast þannig dýrmæta slökun. Ágústa segir ávinning slökunar- f lots margvíslegan. „Það er mikil vellíðan og frelsi að f ljóta í heitri laug með þar til gerðum flotbúnaði og þú nærð algerri slökun. Slök- unin veitir nærandi hvíld og örvar hreinsun líkama og huga, hún getur verið verkjalosandi, dregið úr streitu, bætt svefn, styrkir ónæmis- kerfið og ég gæti talið lengi upp fleiri kosti þess að fljóta. Svo er líka alltaf mismunandi hvernig þátttak- endur upplifa þetta. Enda misjafnt hvað fólk er að takast á við og hvað hrjáir það.“ Hreinsandi og nærandi ilmsána Varðandi ilmsánuna segist Ágústa hafa fundið á eigin skinni á Dan- merkurárunum hversu gott hún gerði henni. „Ég féll alveg fyrir henni enda alltaf verið spennt fyrir ilmolíum og hafði farið á námskeið á Íslandi í olíufræðum svo þetta small hjá mér, sána og olíur. Þetta er u svokallaðar ilm- kjarnaolíumeðferðir með áherslu á núvitund. Það er alltaf einn stjórn- andi, „Gusmaster“ sem blandar olí- urnar, hellir á heita steinana, er með handklæði og dreifir hitanum um klefann og er inni í sánunni allan tímann. Það skiptir miklu máli að skapa hlýja stemningu í sánunni og ég legg áherslu á það að fólk njóti þess og slaki á og hugsi um líðandi stund.“ Ágústa segir mismunandi hvaða tímar og meðferðir séu í boði. „Stundum eru þetta tímar sem vara í 10 til 15 mínútur og eins höfum við boðið upp á klukkutíma- meðferð, þá eru þrjár lotur, 10 mín- útur hver lota og 10 mínútur að kæla sig á milli, og alltaf ný olíublanda í hverri lotu,“ útskýrir Ágústa og nefnir nokkrar tegundir meðferða; „Detox, Total Relax, hormónameð- ferð fyrir konur, Aðventusána og svo má lengi telja.“ Ágústa segir viðtökurnar hafa verið góðar og að nánast sé alltaf fullt í tíma hjá henni. „Þetta er ekki bara afslappandi heldur er ávinningurinn mikill, en olíurnar virka meðal annars á ónæmiskerfið, eru hreinsandi, djúpvirkandi, hjálpa til við streitu, eru hreinsandi fyrir öndunarfærin, eru bakteríudrepandi, húðin verður mjúk og ekki síst hjálpar þetta til við andlegu hliðina. Meðferðin lyftir þér upp á hærra plan eins og sagt er. Svo er ilmurinn alveg dásamlegur en ég nota yfir 40 teg- undir af ilmkjarnaolíum. Þetta er algjör veisla fyrir öll skilningarvit og svo má ekki gleyma hvað þetta er notaleg samvera.“ Mikil náttúruupplifun Ágústa segir meðferðina henta öllum þeim sem almennt séu heilsu- hraustir, þó ekki þeim sem eru yngri en 18 ára, barnshafandi konum og fólki með hjartasjúkdóma. Sjálf er Ágústa alltaf ofan í laug- inni með þátttakendum og gefur þeim létt nudd sem eykur slökun- ina og getur að hennar sögn skipt sköpum. „Að liggja í heitri lauginni og þá sérstaklega útilaug er mikil nátt- úruupplifun. Að hlusta á fuglana, fá rigningu í andlitið og svífa um í lauginni algerlega tímalaus. Vatnið hreinsar hugann og endurnærir okkur og það verður ákveðin endur- stilling.“ Ágústa segir gaman að fá endur- gjöf á það sem hún er að gera og rifjar upp sögu af rúmlega fertugum karli sem hafi fyrir meðferðina vaknað hverja nótt til að pissa. „Hann fór að sækja ilmsánutíma hjá mér og eftir nokkur skipti þá uppgötvaði hann að hann var hætt- ur að þurfa að fara á klósettið á nótt- unni. Hann var alsæll með þá breyt- ingu og örugglega konan hans líka. Aðrir hafa sagt mér hvernig svefninn hafi lagast en bestu meðmælin eru þegar fólk fer að koma aftur og aftur í tíma. Þá er maður að gera eitthvað rétt. Ein kona sendi mér póst og sagð- ist hafa sofið í 12 tíma eftir flot hjá mér. Það hafði ekki gerst síðan hún var unglingur,“ segir Ágústa og bætir við: „Ég man líka eftir konu sem var að jafna sig eftir krabbameinsmeð- ferð og var orðin háð svefnlyfjum en eftir flotið svaf hún eins og engill og þurfti ekki neina hjálp við það.“ Streita er eitt stærsta nútíma- vandamálið en Ágústa segir fólk sífellt vera farið að hlúa betur að sjálfu sér og gefa sér tíma til slökunar. „Ég held að það sé smitandi og flestir séu í dag meðvitaðir um að þú þarft fyrst að setja grímuna á þig til að geta hjálpað og gefið af þér. Það er ekki hægt að keyra sig áfram, þá lendir þú bara á vegg,“ segir hún að lokum. Hægt er að nálgast upplýsingar um flotviðburði Ágústu á Facebook-síðu hennar undir nafninu Heil & sæl. MEÐFERÐIN LYFTIR ÞÉR UPP Á HÆRRA PLAN EINS OG SAGT ER. Vellíðan og frelsi í heitri laug Ágústa Hjaltadóttir hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir flotviðburðum fyrir konur og býður nú reglulega upp á sunnudagsflot og hreinsandi ilmsánumeðferð að danskri fyrirmynd, í sundlauginni við Varmá í Mosfellsbæ. Ágústa hefur alltaf haft áhuga á öllu því sem tengist heilsu og betri líðan en kynntist floti fyrst fyrir tæpum fimm árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hlý stemning skiptir miklu máli í ilmsánunni. Ágústa býður upp á svokallaðar ilmkjarnaolíumeðferðir. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.