Fréttablaðið - 06.02.2021, Page 14

Fréttablaðið - 06.02.2021, Page 14
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Það verður því ekki með góðu móti séð að tilefni sé til að eyða dýrmætum tíma þingsins í þetta aukaatriði. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Grundvallarþáttur í sjálfsögðum mann­réttindum er tjáningarfrelsi, enda nýtur það víða verndar í lögum og alþjóðasamningum.Umræður um tjáningarfrelsi eru bráðnauðsynlegar, ekki síst sá hluti þeirra sem varðar hvar mörk þess liggja. Þetta hefur meðal annars borið á góma í tengslum við atburði í öðrum löndum. Var til dæmis réttlætanlegt að loka aðgangi Donalds Trump að samfélagsmiðlum í aðdraganda valdaskiptanna vestra? Getur það verið á valdi stjórnenda þessara miðla að taka slíkar ákvarðanir? Er hægt að réttlæta viðbrögð herforingja­ stjórnarinnar í Mjanmar í vikunni þegar fyrirskipað var að loka aðgangi landsmanna að sömu miðlum? Getur það staðist að ritstjóri fjölmiðils í Rússlandi sé dæmdur til fangavistar fyrir fremur saklaust endur­ tíst sem stjórnvöld virðast líta á sem andóf gegn sér í þeirri sérkennilegu stöðu sem upp er komin eftir að stjórnarandstæðingurinn Navalní snéri heim á ný? Getum við sætt okkur við að þúsundir rússneskra borgara séu fangelsaðir fyrir það eitt að andæfa ríkjandi stjórnvöldum í framhaldi af fangelsun Navalnís? Er ásættanlegt að ritskoðun stjórnvalda í Kína leiði til að aðgangur að netinu sé undir miklum takmörkunum og þar á meðal vefir samfélagsmiðla? Þessi dæmi eru ólík en eiga sér ofríkið sammerkt. Umræða um mörk tjáningarfrelsis er því jafnmikil­ væg og tjáningarfrelsið sjálft. Svarið við því hvar þau liggja fæst ekki nema með rökræðum. Einfaldur veg­ vísir hlýtur þó að vera að frelsi eins eigi að vera óheft, að því marki sem það takmarkar ekki frelsi annars. Eitt alvitlausasta mál sem til umfjöllunar er um þessar mundir á Alþingi er frumvarp þingmanna Pírata, auk tveggja villuráfandi þingmanna ann­ arra flokka, um breytingu á lögum um þjóðsönginn. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þau takmörk sem gildandi lög boða um flutning hans verði afnumin. Rökstuðningurinn að baki tillögunni er að í því felist tjáningarfrelsi að mega flytja hann hvernig sem er. Tínt er til að í mannréttindakafla stjórnarskrár séu ákvæði um tjáningarfrelsi sem lögin um þjóðsönginn standist ekki. Nú hefur ekki orðið vart við knýjandi þörf á að þjóðsöngurinn sé fluttur með því sniði að gengi í berhögg við lögin sem um hann gilda. Og væri svo, er ósennilegt að menn elti ólar við það. Það verður því ekki með góðu móti séð að tilefni sé til að eyða dýr­ mætum tíma þingsins í þetta aukaatriði. Nú gengur yfir landið djúpstæð kreppa og íbúar þess, og annarra, eru undir fáheyrðum takmörkunum á persónufrelsi til að hefta útbreiðslu heimsfarald­ ursins. Heilu atvinnugreinarnar eru á vonarvöl, tug­ þúsundir ganga atvinnulaus og afkoma fjölda heimila í uppnámi. Við þær aðstæður er varla mikilvægt að geta flutt þjóðsönginn hvernig sem er. Að rökstyðja þetta mál með tjáningarfrelsi er þó sennilega skaðlegast af öllu og varpar rýrð á mikil­ vægi umræðunnar um hvar mörk þess liggja. Að tjá sig Tilkynning Finanzas Forex – 12 ára Minning. Haustið 2008 urðu íslensku bankarnir gjaldþrota. Margir misstu sparifé sitt. Þá var hópur fólks, sem hvatti aðra til að leggja peningana sína í Ponse gjaldeyris- brask, sem hét Finanzas Forex. Þetta Finanzas Forex var byggt á „multi-level marketing service“ uppbyggingu. Þannig að þeir sem komu fyrst inn græddu mest en þeir sem koma síðar töpuðu öllu sínu. Það eru mörg fyrirtæki, sem eru upp byggð á „multi-level marketing service“ t. d. Herbalife, Newskin, Gano, GoldQuest, Auvestia. Þessi tvö síðast nefndu eru gull fyrirtæki þar sem fólk getur keypt gull. Mér var sagt þegar Finanzas Forex var kynnt fyrir mér að það væri öruggara en banki og að Finanzas Forex myndi bjarga Íslandi eftir fjármálahrunið 2008. Þess vegna lagði ég þúsund dollara í þetta fyrirtæki þann 6. febrúar fyrir nákvæmlega 12 árum síðan. Það eru mörg „multi-level marketing service“ fyrirtæki sem við þurfum að vara okkur á eins og til dæmis JooGo, sem mér var sagt að ég myndi græða á en það reyndist ekki rétt. Þannig varið ykkur á „multi-level marketing service“ sölu- mönnum það er ekki alltaf rétt það sem þeir segja. Gallinn við þessa „multi-level marketing service“ er að fólk vill fá fjölskyldu sína, vini og kunningja inn í þessi fyrirtæki og oft er árangurinn af því sá að það verða vinaslit á milli fólks og fólk talar ekki saman. Helgi Borgfjörð Kárason. P.S. Höfundur er verkamaður, sem vinnur í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum. Í janúar 2012 sprakk sprengja við Stjórnarráðið í Reykjavík. Tíu dögum síðar var 72 ára karlmaður handtekinn fyrir verknaðinn. Í blaðaviðtali lýsti maðurinn því yfir að sprengjan hefði verið til höfuðs þáverandi forsætisráðherra. „Hún átti að fara til Jóhönnu en ég fann ekki hvar hún á heima.“ En þrátt fyrir játninguna felldi ríkissaksóknari málið niður. Flestir virtust líta á uppátækið sem gott sprell en ekki aðför að forsætisráðherra eða rótum lýð­ ræðisins. En nú er öldin önnur. Nýverið var skotið úr byssu á bifreið Dags B. Eggertssonar. Lögreglan tók málið föstum tökum og fordæmdi stjórnmálafólk hinna ýmsu flokka verknaðinn. Ekki voru þó allir jafn­ hneykslaðir. Tilvist varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Ólafs Guðmundssonar, kom óvænt upp á yfirborðið í síðustu viku þegar hann tjáði sig á Facebook um árásina á fjölskyldubíl borgarstjóra: „Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgar­ stjóri.“ Orð hans mæltust illa fyrir og var Ólafi gert að víkja úr þeim ráðum sem hann situr í hjá borginni. Sjálfur virtist hann hins vegar telja sig blásaklausan af ummælunum. Hann neitaði því ekki að hann hefði látið þau falla en þetta sýndi „bara hvernig Facebook og samfélagsmiðlarnir eru“. Þetta er „eðli Facebook“, sagði Ólafur í viðtali. Náttúruleg tilhneiging Árið 1931 bauð Alþjóðanefnd um hugmyndasam­ vinnu eðlisfræðingnum Albert Einstein til þverfag­ legra rökræðna um friðarmál. Skoðanaskiptin skyldu fara fram í formi bréfaskipta og Einstein mátti velja sér mótherja. Hann valdi geðlækninn Sigmund Freud, sem tók þátt með þeim fyrirvara að bölsýni hans væri ekki líkleg til vinsælda. Spurningin sem Einstein lagði út með var þessi: „Er hægt að stýra andlegri þróun mannsins þannig að hann öðlist vörn gegn geðrösk­ uninni sem er hatur og eyðileggingarhvöt?“ Niður­ staða Freuds var afdráttarlaus. Illskan er manninum eðlislæg. „Ekkert bendir til þess að við getum útrýmt of beldishneigð mannkynsins.“ Það hefur löngum þótt vinsælt að helga sig bar­ áttunni gegn hinu illa. Samtíminn er engin undan­ tekning. Siðferðisvitund er tískuflíkin í ár. Sveipað dyggðaskrúða geysist fólk fram, eins og píslarvottar allra alda, með nýbrýnda réttsýni að vopni staðráðið í að útrýma illskunni í eitt skipti fyrir öll. Markmiðið er göfugt. En eins og svo oft byrgir blind trú manninum sýn. Baráttufólk gegn mannlegri illsku lítur jafnan svo á að með aukinni þekkingu, framþróun, sé hægt að uppræta illskuna úr samfélaginu – illsku á borð við rasisma, kvenfyrirlitningu og almennt mannhatur. Hugarfarsbreytingin sem orðið hefur í íslensku sam­ félagi á þeim tæpa áratug sem liðinn er frá því að hent var gaman að sprengjunni við Stjórnarráðið kann að láta líta út fyrir að framþróun sé möguleg, að það sé glópska fortíðar að finnast árás á lýðræðislega kjörinn leiðtoga gott grín. Ólafur Guðmundsson kenndi „eðli Facebook“ um rætin ummæli sín um borgarstjóra. Stjórnmálafólk kenndi eðli umræðunnar um. Fáum datt í hug að kenna um eðli mannsins. Freud færði rök fyrir því í bréfaskiptum sínum við Einstein að illskan væri náttúruleg tilhneiging til eyðileggingar sem byggi innra með manninum, samhliða tilhneigingunni til samkenndar og sam­ vinnu. Samkvæmt því er illskan ekki frávik; hún er ekki undantekning. Hún mun ekki hverfa þótt við tökum Twitter úr sambandi og fjarlægjum fingurna af „virkum í athugasemdum“. Harkaleg samfélagsumræða er ekki ástæða ljót­ leikans í mannlegu samfélagi heldur birtingarmynd hans. Trú á að mannlega illsku megi uppræta með því að rútta aðeins til í rangölum Facebook villir okkur sýn. Aðeins með því að horfast í augu við að illskunni verður ekki eytt, getum við tekist á við hana. „Eðli Facebook“ 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.