Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 70
Það er jafnan stór-fenglegt að standa efst í Hafnarskarði á gönguleiðinni frá Hornströndum yfir í Veiðileysufjörð, þar sem ferðalangsins bíður báturinn til byggða. Þá sér oftast yfir kynngi- magnað friðlandið á nyrstu mörkum þessa óviðjafnanlega landskika, einkum til Hornvíkur, sem frá nátt- úrunnar hendi er hremmilegasta virkisborg Íslands, með fallbeint Hælavíkurbjargið á aðra hönd og þverhnípt Hornbjargið á hina, en á milli þeirra rennur haf og himinn saman í stórbrotinni dulúð, svo stappar nærri algleymi þess sem skimar augum yfir. Skarðið liggur í 519 metra hæð yfir máli sjávar – og þótt þar eigi að heita sumar á fyrstu dögum júlí geta veðrin í efra sveipað sig hvaða klæðum sem er án nokkurs fyrirboða. Er þar skemmst að minnast síðustu göngu minnar á þessum slóðum, en þá var siglt í blíðskaparveðri frá Ísafirði á opið Djúpið – og þaðan fyrir Ryt og Straumnes, undan Fljótavík og Hælavík, uns lent var í sjálfri Hornvíkinni undir skærri sumar- sól. Og ógleymanleg var hún, sem stundum fyrr, uppleiðin á undur- mjúka grasteigana í dalbótunum inn af Horni sem þverbratt úr hafinu rís, ríflega 500 metra þar sem bjargið er hvað hæst á enda Íslands. Sú tilfinning að leggjast þar fram á brúnina við Kálfatind og aðrar eggjar bjargsins er komin til að vera – og hverfur ekki úr minni, hversu oft sem þar er farið um. Brattara verður ekki bjargið.  En því er á þetta minnst að þremur dögum seinna, á göngu úr Látravík- inni yfir Kýrskarð og þaðan á vaði yfir Hafnarós og Háumela, mátti vera ljóst að mildi sumars var á enda, altént um sinn, skýjabakkarnir höfðu hlaðist upp í norðri og nú gekk hann á með hryðjum þegar Víðisár- brekkurnar voru að baki, en fyrir fótum lá niðdimmt skarðið hulið kalsaþoku af sudda- legri sort. Og ekki laug hitamælir- inn á bakpokanum þegar staðið var í klaufinni miðri, næstum tveggja stiga frost mátti lesa af vísum hans – og svo mjög var farið að grána í fjöll að gamla leiðin að Steinólfsstöðum niðri á strönd gat allt eins hafa breyst í brunafrosin svellalög. Það er á svona stundum sem maður skilur af hverju Hornstrend- ingar héldu burt á fyrri tíð með allt sitt hafurtask og helga bók. Og þótt byggðir þeirra væru á tíðum blóm- legar og gjöfular í haga jafnt sem hafi, svo og hömrunum allt í kring, kom sumarið stundum seint – og stundum alls ekki. Úr þokusælu Hafnarskarðinu er næsta auðvelt að fyllast bæði angur- semd og ónotum yfir hlutskipti fólksins sem freistaði þess hér öldum saman að hafa betur gegn náttúru- öflunum við ysta haf, allra þessara harðduglegu kvenna og karla innan um ómegð og aldurhnigna ættingja sem rétt svo höfðu það af að þrauka súran og saltaðan veturinn uns fuglinn settist upp og færði fólkinu kærkomið nýmeti og fjörefni af eftir- sóttasta tæi – og mátti þá litlu muna að skyrbjúgur og önnur sultarmein í aflokuðum víkum væru ekki þegar búin að ganga af liðinu dauðu.  Búið var í flestum víkum og fjörðum Hornstranda fram á miðja síðustu öld, frá Furufirði og þaðan hringinn fyrir Horn og allt inn í Jökulfirði. Þéttust var byggðin í báðum krikum Aðalvíkur, á Sæbóli bjuggu 80 manns um 1900 og hálfri dagleið norðar, í sjávarþorpinu Látrum höfðust 120 sálir við um 1920. Á svæðinu öllu bjuggu að líkindum um 500 manns þegar mest lét á nítjándu öld, en mannsaldri síðar eða svo, voru allir farnir. Síðast tóku Grunnvíkingar sig upp og fluttu í heilu lagi árið 1962, flestir til byggðanna við Ísafjarðar- djúp.  Álíka sögur af búferlaflutningum fólks þekkjast úr öllum fjórðungum landsins. Og ástæðan er augljós, með aukinni upplýsingu varð einangrun- in óbærileg, afviknir og innilokaðir staðir, án nokkurs vegasambands að vetri jafnt sem sumri, rýrðu þá römmu taug sem rakka dregur, föðurtúna til. Ystu byggðir gátu ekki lengur keppt við kaupstaðina þar sem fjöl- breytta vinnu og afþreyingu var að hafa, ásamt aðgangi að menntun og heilsugæslu, en samheiti þessa alls er lífskjarabót. Og þetta var eðlileg þróun. Hún gerðist hvarvetna í löndunum í kringum Ísland. Af sömu orsökum. Og henni vindur núna fram um alla jörðina, frá fátækari löndum til rík- ari, frá þróunarríkjum til þróaðra, frá innilokuðum samfélögum til opinna. Hornstrandir eru svo víða um veröld.  Það sem er aftur á móti miður eðli- legt er að samfélag einnar þjóðar sogist á einn og sama blettinn. Það er ekki eðlileg þróun. Það er hættuleg þróun. Og hún mun, ef fram heldur sem horfir – og á því eru allar líkur – draga svo máttinn úr möguleikum lands og þjóðar að ef til vill breytist mest öll byggðin utan Hvítánna um suðvestanvert Ísland í samfelldar Hornstrandir, já fagurt friðland, mannlaust, fyrir utan stöku ferða- lang á stjákli með bakpokann sinn og göngustaf. Tölurnar tala sínu máli. Æpa eigin- lega um eyðisandinn. Og í þessum efnum stendur Ísland frammi fyrir stærri áskorun en nokkru sinni. Í fyrsta manntali landsmanna 1703 voru hér litlu fleiri en 50 þús- und sálir, mun fleiri konur en karlar sakir tíðra drukknana þeirra síðar- nefndu. Í þann tíð var Vestfirðinga- fjórðungur fjölmennastur með nærri 18 þúsund íbúa, en til samanburðar bjuggu þá á svæðinu frá Sólheima- sandi til Borgarfjarðardala ríflega 15 þúsund manns. Vissulega hlutu þessar tölur að breytast. Og það mjög. Eðlilega. En að hinu leytinu er ekkert eðlilegt við það að jafnvægi hafi aldrei verið náð í byggðaþróun á Íslandi á síðustu öld og áratugum. Á þeim tíma hefur 90 prósent fólksfjölgunar átt sér stað á láglendinu milli Hvítánna í suð- vestri þar sem svo er nú komið að átta af hverjum tíu íbúum landsins búa. Og það sem meira er: Öll fjölgun landsmanna á undanförnum aldar- fjórðungi hefur verið á þessu svæði og rúmlega það, því að fólki utan svæðisins hefur fækkað að mun. Munar hér mestu um pólitíkina og það embættismannavald sem einatt er Alþingi skörinni hærra. Lang- samlega stærsta og árangursríkasta byggðaaðstoð Íslandssögunnar er að hafa valið allri stjórnsýslu og lykilþjónustu ríkisins stað á einum punkti landsins. Hún hefur heppnast algerlega. Aðrar byggðaaðgerðir hafa verið í skötulíki, dúsa hér og dúsa þar upp í bjargarlausar byggðir.  Samviskusamlega hafa Íslendingar misst valdið á þróun byggðar, ólíkt helstu nágrönnunum í Noregi og víða á öðrum Norðurlöndum. Það mun þýða máttvana pylsusjoppur á stangli og minniháttar innviði um meginhluta þessa lands í norð- vestanverðri Evrópu sem talið er eiga mesta möguleika í sjálfbærri ferða- þjónustu. Eftir hálfa öld mun það merkja Hornstrandir svo víða, víða um eyjuna þvera og endilanga. Ekki frá náttúrunnar hendi, held- ur af mannavöldum. Út fyrir kassann Sigmundur Ernir Rúnarsson Höfundur er sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sem rekin er af Torgi, sem jafn- framt gefur út Fréttablaðið. Ó byggð, mín byggð LANGSAMLEGA STÆRSTA OG ÁRANGURSRÍKASTA BYGGÐAAÐSTOÐ ÍSLANDS- SÖGUNNAR ER AÐ HAFA VALIÐ ALLRI STJÓRNSÝSLU OG LYKILÞJÓNUSTU RÍKISINS STAÐ Á EINUM PUNKTI LANDSINS. 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.