Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 LEIÐARI Það er ekkert sjálfgefið Umboðs- aðilar BB Eftirtaldir einstaklingar sjá um sölu og dreifingu á BB á þétt- býlisstöðum utan Ísafjarðar: Bolungarvík: Nikólína Þor- valdsdóttir, Hjallastræti 38, sími 456 7441. Súðavík: Sindri V. Gunnarsson, Holtagötu 11, sími 456 4982. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðal- götu 20, sími 891 7738. Flat- eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt- ir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Selma Rut Sófusdóttir, Hlíðargötu 40, sími 456 8269. Frá útgefendum: Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is• Ritstjóri netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon, símar 456 7322 og 892 2240, netfang: blm@bb.is • Blaðamenn: Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sími 456 4448, netfang: umbrot@bb.is, Sigurður Pétursson, sími 456 3139, netfang: siggip@bb.is • Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Fréttavefur: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið • Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið. ,,Ég elskaði lífið og ljósið og ylinn. Nú liggur það grafið í djúpa hylinn. Og vonirnar mínar, sem voru fleygar, sumar dánar, en sumar feigar. Aðvífandi ungur maður réttir fram hendi við að bera fatlaða konu niður tröppur.Að verki loknu þakkar konan honum hjálpsemina. Stundar korn horfast þau í augu uns ungi maðurinn segir: Ekki þakka mér. Það er ég sem á að þakka! Skáldið sem vitnað er til dó 24 ára. Strax á unglingsárunum horfðist það í augu við að fleygar vonir ungs manns ýmist dóu frá honum eða feigð þeirra blasti við. Slys gera ekki boð á undan sér. Daglega berast okkur hörmuleg tíðindi af ungu fólki sem á snöggu augabragði er hrifsað burt úr draumum sínum, yfirfullum af hamingju og áformum um lífið sem beið þeirra. Hvað gerum við sem álengdar stöndum? Enginn veit hver er næstur. Það er ekkert sjálfgefið. Ekki að börnin okkar fæðist heilbrigð né að við náum háum aldri og höldum góðri heilsu ævilangt. Það er heldur ekki gefið að við eignumst allt sem okkur langar í og þaðan af síður að það sé okkar um allan aldur. Völt er veraldar blíðan. Jólin eru að koma. Hátíð trúar, ljóss, gleði, gjafa og samvista ætt ingja og vina. Hvað er hægt að hugsa sér betra. Flest elskum við lífið, ljósið og ylinn. Og teljum það sjálfsagt. Hvað annað? Hver þarf að þakka og fyrir hvað? Og hverjum? Senn er að baki fyrsta ár hinnar nýju aldar. Líklega verður þess fyrst og síðast minnst sem árs hryðjuverka, nýrrar ógnunar við mannkynið, og samstöðu þjóða gegn bölvaldinum. Enn um sinn megum við bíða eftir samstöðu ríku þjóðanna um að létta byrði skorts á öllum sviðum af stórum hluta mannkynsins. Hvenær mann- úðarár af því tagi rennur upp er ekki gott að segja til um. Stundaglas ársins 2001 er að tæmast. Fram undan er nýtt ár. Vonandi ár hagsældar til lands og sjávar og farsældar mannfólki; ár sem færir okkur ljósið og ylinn og lætur vonirnar rætast. Bæjarins besta sendir lesendum sínum og viðskiptavinum um land allt bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári og þakkar ánægjuleg samskipti á árinu. s.h. (Tilvísun: Jóhann Gunnar Sigurðsson: Kvæði og sögur) Lögreglan vísaði sjö 16-17 ára ungmennum út af skemm- tistað á Ísafirði um síðustu helgi. Framhald málsins er í höndum lögreglustjóra en hér mun vera um að ræða ítrekað brot af þessu tagi af hálfu þessa skemmtistaðar. Haft er reglulegt eftirlit með aðgangi ungmenna að vínveit- ingastöðum og veru þeirra þar. Það auðveldar ekki eftir- litið á stöðunum að aldurstak- mark við dyrnar er 18 ár en þeim sem eru undir 20 ára aldri er óheimil meðferð áfengis. Unglingar á vínveitingastað Ísafjörður Á mánudagsmorgun var búið að hirða alls 34 rándýrar litaperur úr ljósaröðum sem settar höfðu verið upp yfir anddyri Fjórðungssjúkrahúss- ins á Ísafirði. Allar perur voru hreinsaðar í burtu sem hægt var að ná án þess að nota stiga eða körfubíl. Meðal annars hafði verið farið upp á vegg við hliðina á and- dyrinu til að ná sem flestum. Jólaljós- um stolið Ísafjörður Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi á Ísafirði í síðustu viku. Þar kviknaði í út frá matseld og teygði eldurinn sig upp í eld- húsviftu og logaði glatt í fitu sem jafnan safnast í slíkar viftur. Húsráðandi náði sjálfur að slökkva en tjón varð talsvert, bæði af eldinum og af sóti og reyk. Ekki mátti miklu muna að eldurinn breiddist víðar. Ísafjörður Talsvert tjón vegna elds og sóts Ólafur Helgi Kjartansson skipaður sýslumaður á Selfossi Möndull ævinnar snýst um tvo ólíka staði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Ísafirði, hefur verið skipaður sýslumaður á Selfossi frá 1. janúar. Ólafur Helgi hefur ásamt fjölskyldu sinni verið búsettur á Ísafirði nokkuð á átjánda ár, fyrst sem skattstjóri og síðan sýslumað- ur. „Ég er fyrst og fremst þakk- látur. Annars vegar fyrir það traust sem mér er sýnt með því að vera skipaður í þetta embætti. Hins vegar fyrir þann tíma sem ég hef átt hér á Vest- fjörðum“, sagði Ólafur, þegar hann var spurður hvað honum væri efst í huga á þessum tímamótum. Ættstofnar Ólafs Helga eru rótgrónir á norðanverðum Vestfjörðum en sjálfur er hann vaxinn upp þar sem nú heitir Grímsnes- og Grafnings- hreppur, í því sýslumannsum- dæmi sem hann tekur nú við. Hann byrjaði embættisferil sinn árið 1978 sem fulltrúi þáverandi sýslumanns á Sel- fossi, Páls Hallgrímssonar. „Möndull ævi minnar virðist snúast um tvo staði, Ísafjörð og Árnessýslu“, segir Ólafur. Þetta eru mjög ólíkir staðir og ólík svæði landfræðilega, svo að naumast getur meiri andstæður hérlendis – annars vegar flatlendið mikla syðra, hins vegar þröngir firðir milli brattra og hvassbrýndra fjalla vestra. „En fólkið er alls staðar líkt“, segir Ólafur. „Fólki svip- ar saman, hver sem staðurinn er, þótt finna megi einhvern blæbrigðamun“, segir hann. Og koma þá í hugann ljóðlínur Árnesingsins Tómasar Guð- mundssonar frá Efri-Brú í Grímsnesi, sem eitt sinn benti á þetta sama – að hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu. Fólksfjöldi í Árnessýslu, hinu nýja umdæmi Ólafs Helga, er líklega hátt í þrefalt meiri en í umdæmi sýslu- mannsins á Ísafirði. Ólafur Helgi er ekki fyrstur ísfirskra sýslumanna til að flytjast í Ólafur Helgi Kjartansson var skipaður skattstjóri Vest- fjarðaumdæmis 15. ágúst 1984. Á námsárum sínum í lögfræði hafði þrívegis starfað í stuttan tíma við embætti sýslumannsins á Ísafirði eða samtals um tíu mánaða skeið á árunum 1976-77. Hann var skipaður sýslumaður á Ísafirði 15. október 1991 hefur því gegnt embættinu í liðug tíu ár. Þegar hann varð sýslumað- ur lét hann af öllum pólitísk- um afskiptum og trúnaðar- störfum á þeim vettvangi. Meðal annars sagði hann sig úr bæjarstjórn á Ísafirði, þar sem hann hafði verið bæjar- fulltrúi og bæjarráðsmaður frá 1986 og jafnframt forseti bæj- arstjórnar undir það síðasta. Auk þess hafði hann m.a. ver- ið formaður Fjórðungssam- bands Vestfirðinga, stjórnar- formaður Orkubús Vestfjarða og gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum, einkum á vettvangi sveitarstjórnarmála. Þegar Ólafur Helgi lætur af embætti sýslumannsins á Ísa- firði verður eflaust sett í stöð- una þangað til hún hefur verið auglýst og nýr sýslumaður skipaður. Á síðustu árum virð- ist það fara í vöxt, eftir því sem strangari formkröfur eru gerðar í íslensku stjórnkerfi, að maður með embættisgengi sé settur í slíkt embætti til bráðabirgða fremur en að starfandi löglærðum fulltrúa við embættið sé falið að gegna því á meðan. En hvað sem öllu líður, þá er þess að vænta að endar möndulsins fyrrnefnda verði áfram á sínum stöðum. Ólafur Helgi Kjartansson á áfram þær rætur vestra sem ekki verða slitnar. Líklegt má telja, að fjöllin og firðirnir kalli öðru hverju – og jafnvel fólkið líka, hvað sem einhæfni hjartnanna hér vestur í Súdan og suður í Grímsnesinu kann að líða á pappírnum. embættið í Árnessýslu. Stefán Bjarnarson sýslumaður Ísfirð- inga tók við Árnessýslu árið 1879 og Magnús Torfason árið 1917. Svo sérkennilega vill til, að Magnús Torfason var forveri Páls Hallgrímssonar sýslumanns á Selfossi, sem Ólafur Helgi byrjaði hjá sem löglærður fulltrúi. Páll var allra manna lengst sýslumað- ur eða 45 ár og alla sína tíð í Árnessýslu með búsetu á Sel- fossi. Ólafur Helgi Kjartansson. Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2001 Villi Valli hlaut nafnbótina Bæjarstjórn Ísafjarðarbæj- ar sæmdi Vilberg Vilbergs- son, tónlistarmann, mynd- listarmann og hárskera á Ísafirði, heiðurstitlinum Bæjarlistamaður Ísafjarðar- bæjar 2001 við hátíðlega athöfn í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði á sunnudag. Vilberg, eða Villi Valli eins og hann er ævinlega nefndur, hefur verið einn af föstu punkt- unum í tilverunni á Ísafirði eins lengi og elstu menn muna eða því sem næst. Hann er þó ekki nema rétt rúmlega sjötugur og virðist yngjast í anda með hverju ári. Villi Valli hefur spilað fyrir Ísfirðinga og aðra um áratuga skeið, hvort heldur með eigin danshljómsveit- um, á tónleikum eða undir borðhaldi í samkvæmum. Hann hefur sjálfur samið tónlist og í tilefni af sjötugs- afmæli hans kom út afar vel heppnaður diskur þar sem úrvalslið atvinnumanna í tónlist spilaði með honum fjórtán lög eftir hann. Mál- verk Villa Valla hafa einnig farið víða en fyrir utan hinn fjölhæfa listamann er rakar- inn glettni einn af kunnustu borgurum Ísafjarðar. Frá athöfninni í Stjórnsýsluhúsinu: Hjónin Guðný Magnúsdóttir og Vilberg Vilbergsson ásamt Guðna G. Jóhannessyni, forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar (fyrir miðju). 51.PM5 19.4.2017, 09:522

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.