Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 9 Pétri Sigurðssyni árnað heilla sjötugum Vinur minn og samstarfs- maður í áratugi, Pétur Sig- urðsson, forseti Alþýðu- sambands Vestfjarða, varð sjötugur 18. þessa mánaðar. Þótt við höfum kosið öðr- um hnöppum að hneppa en mæra hvor annan fyrir fé- lagsmálaþátttöku, get ég ekki staðið aðgerðalaus á hliðarlínunni að þessu sinni. Lyfti ég því flaggi til heiðurs þessum einstaka fé- lagshyggjumanni, sem segja má að allt frá ungl- ingsárum sínum og fram til þessa hafi helgað hinum ýmsu félagsmálahreyfing- um starfskrafta sína, í ann- arra þágu. Um það verður ekki deilt að fjöldi manns, sem nú telst kominn á virðulegan aldur en var ungur að árum rétt fyrir og upp úr miðbiki síðustu aldar, stendur Pétri Sigurðssyni í þakkarskuld fyrir störf hans að æsku- lýðs- og íþróttamálum í knattspyrnufélaginu Vestra í hartnær þrjá áratugi. Starf leiðtoga íþróttafélaga á þessum árum, þegar aldrei var horft í tíma og fyrirhöfn og jafnvel fé úr eigin vasa í þágu málefnisins, er því miður gleymt og grafið á þessum síðustu tímum þeg- lýðsfélaginu Baldri og síðar samhliða í Alþýðusam- bandi Vestfjarða, verða seint þökkuð né metin sem bæri. Auðnist mér aldur hlakka ég til þegar saga ASV og verkalýðsfélaganna á Vest- fjörðum kemur á bókfell. Með þessum fáu orðum er Pétri Sigurðssyni ekki kveðinn sá óður, sem við- eigandi væri. Þaðan af síður bera þau sagnfræðinni vitni. Enda hafa þau það markmið eitt að senda honum, eigin- konu hans og fjölskyldunni allri, kveðjur og árnaðar- óskir mínar og konu minnar á þessum merku tímamót- um. Með slæðast þakkir okkar beggja fyrir langt og ánægjulegt samstarf. Kæri vinur! Mér þykir við hæfi að kveðja með orðum skáldsins frá Fagraskógi: Höndin, sem hamrinum lyftir, er hafin af innri þörf, af líknsamri lund, sem þráir að létta annarra störf. Sá fagri framtíðardraumur, er falinn í verkum hans, að óbornir njóti orku hins óbreytta verkamanns. Lifðu heill og vertu allra karla elstur! Sigurður J. Jóhannsson. ar íþróttir snúast alfarið um peninga. Forusta í verkalýðsfélagi er í senn umdeilt og vanþakklátt starf þótt vissulega fylgi því margt gefandi. Dylst þó vart að störf Péturs, fyrst í Verka- afmæli Pétur Sigurðsson, forseti Al- þýðusambands Vestfjarða. Ísafjarðarbær og stofnanir hans Laun umfram kjara- samninga endurmetin Sérstök skoðun mun verða gerð á launasamningum um- fram kjarasamninga við ýmsa starfsmenn Ísafjarðarbæjar í kjölfar nýrra kjarasamninga. Verður þar litið til heildar- breytinga á launaumhverfi og þess hvort eldri yfirvinnu- samningar þurfi að breytast vegna nýrra kjarasamninga. Þetta kom fram í stefnuræðu Halldórs Halldórssonar, bæj- arstjóra, við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar 2002 fyrir bæj- arsjóð Ísafjarðarbæjar og stofnanir hans. Áherslurnar í stefnuræðu bæjarstjóra virð- ast fyrst og fremst einkennast af aðhaldi og mikilli festu í fjármálum bæjarins og stofn- ana hans. Nýjar vestfirskar þjóðsögur Gísla Hjartarsonar Alls 404 sögur komnar út Hjálmar Sigurðsson, sem á lengstan starfsaldur í Áhalda- húsi Ísafjarðarbæjar af þeim sem þar vinna eða 35 ár, keypti fyrsta eintakið af bók Gísla Hjartarsonar, Hundrað og ein ný vestfirsk þjóðsaga, fjórða bindi, sem kom út í síðustu viku. Að venju las Gísli upp úr nýjustu bók sinni í kaffitím- anum í Áhaldahúsinu. Á föstudag og laugardag áritaði Gísli bókina í Bjarnabúð í Bolungarvík og í Bókaverslun Jónasar Tómassonar (Bók- hlöðunni) á Ísafirði. Með nýjasta bindinu (nýj- asta árganginum) eru hinar nýju vestfirsku þjóðsögur Gísla orðnar fjögur hundruð og fjórar. Sögur þessar eru allar af nafngreindu fólki á Vestfjörðum. Þær eru meira og minna sannar og meira og minna kvikindislegar. Gísli Hjartarson í Bókaverslun Jónasar Tómassonar að árita nýjustu bókina. 51.PM5 19.4.2017, 09:529

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.