Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 31

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 31 Samið um vinnslubúnað í nýja rækjuverksmiðju Stærsti sölusamning- ur 3X-Stáls frá upphafi – til kominn vegna þess orðs sem fer af fyrirtækinu vestra Fyrirtækið 3X-Stál á Ísa- firði hefur gengið frá sölu- samningi á vinnslubúnaði í nýja rækjuverksmiðju sem sett verður upp á Nýfundna- landi næsta vor. Um er að ræða sölu á stærstum hluta vinnslu- búnaðarins í verksmiðjunni, ásamt því að yfirumsjón með uppsetningu og prufukeyrslu verksmiðjunnar er í höndum 3X-Stáls. „Þetta er stærsti sölusamn- ingur 3X-Stáls frá upphafi“, segir Jóhann Jónasson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir 3X-Stál og eitt lítið skref í útrás okkar 3X-manna á er- lenda markaði. Það sem er virkilega ánæ- gjulegt fyrir okkur er að segja má að þessi sölusamningur byggi á árangri okkar undan- farin ár í Kanada. Þeir sem eiga þessa verksmiðju komu fyrst til okkar, vegna þess orð- spors sem við höfum á Ný- fundnalandi. Nýstofnað útibú 3X-Stáls í St. Johns á Ný- fundnalandi hefur enn bætt þjónustuna við hina fjölmörgu viðskiptavini þar“, segir Jó- hann Jónasson. Þessi verksmiðja hefur ver- ið í undirbúningi frá því á sjávarútvegssýningunni í Boston í vor. Starfsmenn 3X- Stáls komu að skipulagningu hennar frá upphafi og sáu m.a. um hönnun á fyrirkomulagi í henni. 3X-Stál hefur eins og kunnugt er smíðað vinnslu- búnað í rækjuverksmiðjur í Kanada allt frá árinu 1997. Á þeim tíma hefur fyrirtækið smíðað og hannað stóran hluta af vinnslubúnaði í sex rækju- verksmiðjur víðs vegar um Nova Scotia, Nýfundnaland og Labrador. Höfuðstöðvar 3XS-Stáls ehf., á Ísafirði. græn ferðamennska. Þá eru í undirbúningi gönguleiðaverk- efni fyrir næsta sumar og þeg- ar hefur fengist styrkur upp á hálfa milljón króna í gerð kynningarefnis fyrir göngu- leiðirnar. Einnig þarf að útbúa fleiri sagnarekaskilta en eins og staðan er í dag vantar allt fjármagn í það verkefni og segir Dorothee að reynt verði að finna aðila sem mögulega gætu styrkt það. Einnig er í bígerð að koma upp heima- síðu á erlendum tungumálum. Nýjar áherslur í menning- artengdri ferðaþjónustu eru verkefni um Gísla sögu Súrs- sonar og segir Dorothee að þegar sé búið að vinna úttekt á verkefninu og ákveða að sviðsetja Gísla sögu. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig að því verður staðið en ljóst er að verkefnið muni teygja sig frá norðanverðum Vestfjörð- um og suður á Barðaströnd. Þá er ýmislegt á döfinni í Reykhólasveit og sú hugmynd í bígerð að setja þar upp hlunnindasafn. Galdrasýning- in á Ströndum heldur áfram að vefja upp á sig og stefnt er að því að opna annan áfanga í Bjarnarfirði næsta sumar. Að lokum megi líka nefna að At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða vinni þessa dagana að stórri úttekt í Vestur-Barðarstrandar- sýslu um möguleika og fram- tíðarsýn í ferðamálum þar. Dorothee Lubecki með verðlaunagripinn. 51.PM5 19.4.2017, 09:5231

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.