Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 29

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 29 GRUNNSKÓLINN Á ÍSAFIRÐI Óskum að ráða starfsfólk til eftirtal- inna starfa frá og með 1. janúar nk. Umsjónarmann í Dægradvöl í 65% starf. Um er að ræða starf við heils- dagsvistun. Vinnutími er frá kl. 12:00 daglega. Skólaliða í 100% starf. Um er að ræða blönduð störf við ræstingu, gæslu, aðstoð í mötuneyti o.fl. Vinnu- tími frá kl. 07:45 daglega. Stuðningsfulltrúa í 70% starf. Um er að ræða aðstoð inni í bekk og önnur skyld verkefni. Leiðbeinanda í 35,7% starf. Um er að ræða aðstoð við nemendur á ungl- ingastigi í og utan kennslustunda. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Kristinn Breiðfj. Guðmundsson. Skólastjóri. Aðalfundur Aðalfundur Sjómannafélags Ísfirðinga verður haldinn miðvikudaginn 26. desember nk. kl. 14:00 í Baldurshúsi, Pólgötu 2. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Sameining verkalýðsfélaga. 3. Önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Ökuskóli Vestfjarða Kristján · Auður · Gunnar sem ég vísaði til áðan á lands- fundi Samfylkingarinnar. Hvaða skilaboð eru þetta til þjóðarinnar og sérstaklega unga fólksins? Jú, þetta er eitt af því sem dregur úr árangri forvarna. Þegar ungt fólk heyr- ir „málsmetandi“ menn eins og stjórnmálamenn tala fjálg- lega um að lögleiða beri kannabisefni af því að þau séu skaðlaus, eða að rétt sé að setja ekki smæstu fíkniefna- brot á sakaskrá, þá er eðlilegt að það fái það á tilfinninguna að það sé allt í lagi að prófa fíkniefni. Þau muni hvort eð er líklega verða lögleidd fjót- lega, eða stjórnmálamenn telji þetta vera svo ómerkileg brot að ekki taki því að setja það inn á sakaskrána. Nú má vel spyrja: Er ekki málfrelsi í landinu? Má nú ekki ræða opinberlega um skoðanir sínar? Jú, vissulega. En það er öllum hollt að hugsa vel áður en maður talar, sér- staklega opinberlega. Hér þarf einfaldlega að hugsa hugs- unina til enda. Við þessar að- stæður sem við búum við í dag, hvað varðar vímuefni og vanda þann sem að ungu fólki steðjar, er þetta nákvæmlega ekki það sem okkur vantar. Stjórnmálamenn og sér í lagi alþingismenn! Þið hafið athygli þjóðarinnar, þið eruð fulltrúar okkar á þingi, ekki bara þeirra sem eru fylgjandi lögleiðingu kannabisefna og fylgjandi því að fela þau brot sem framin eru á fíkniefna- löggjöfinni. Sem betur fer eru flestir þeirra skoðunar að lög- leiðing vímuefna væri hrapal- leg mistök. Þingmenn! Þið er- uð líka fulltrúar þessa fólks. Hugsum áður en við segjum eitthvað óviturlegt. – Hlynur Snorrason. Það ber vott um visku að hugsa vel áður en maður talar. Slíkt kennum við a.m.k. börn- unum okkar, vonandi. Einu sinni heyrði ég barn segja við sjónvarpsmanninn Hemma Gunn, að ástæðan fyrir því að fólk er með einn munn en tvö eyru væri vegna þess að fólk ætti að hlusta meira og tala minna. Margt til í þessu. Mér kom þetta til hugar þegar frétt- ir bárust af landsfundi Sam- fylkingarinnar sem haldinn var fyrir nokkru. Ég verð að segja að ég varð fyrir mjög miklum vonbrigð- um með þær fréttir. Af mörg- um vandamálunum sem hrjá þjóðina þá datt mönnum í hug að fara að eyða tímanum í að ræða það hvort ekki ætti að sleppa því að setja smæstu fíkniefnabrot á sakaskrá. Eftir því sem ég hef komist næst, þá hafa Samfylkingar- menn sérstakar áhyggjur af því að velferð þeirra sem fremja „smæstu“ fíkniefna- brot sé hætta búin síðar á lífs- leiðinni. Og einn ónefndur al- þingismaður Samfylkingar- innar sagði í sjónvarpsviðtali vegna þessa merkilega mál- futnings, að það sé alltaf möguleiki á því að ungt fólk „slysist“ til þess að prófa ólög- leg fíkniefni örfáum sinnum. Þetta mun sennilega bjarga heiminum, að reyna af fremsta megni að fela það að ungir sem aldnir brjóti fíkniefna- löggjöfina. Ég bendi á að þarna talaði þingmaður. Hverjir bera ábyrgð á lögum landsins? Eru það ekki fulltrú- arnir okkar á Alþingi? Þessi sami þingmaður sagði hins vegar að hann væri ekki fylgj- andi því að lögleiða fíkniefni. Er ekki pínulítill tvískiningur í þessu? Ég spyr einfaldlega: Er þetta lausnin á vandanum? Er það mikilvægast að fela það fyrir þeim sem óska eftir sakavott- orðinu okkar, að maður hafi misstigið sig einhvern tíma ævinnar? Hverjum er greiði gerður með þessu? Hvers vegna að leyna þessu en ekki öðrum „smábrotum“? Hvaða hagsmunum erum við að bjarga? Það veldur okkur, sem störf- um að vímuefnaforvörnum með einum eða öðrum hætti, oft hugarangri hversu hægt það gengur að sannfæra ungt fólk um það að fara að neyta áfengis á unglingsaldri og að prófa fíkniefni hafi í för með sér mikla áhættu. Forvarnir virka, en við hefðum viljað sjá þær virka hraðar. Allt of margt ungt fólk fellur í valinn, æskan okkar er í veði. Þetta má einfaldlega lesa í nýút- kominni ársskýrslu SÁÁ. Nóg um þær hörmungar. Ég er orðinn sannfærður um það, eftir margra ára starf að vímuefnaforvörnum, að þau skilaboð sem við, fullorðna fólkið, erum að senda út í þjóðfélagið, þar á meðal til unglinganna okkar, eru mjög mótandi. Það er staðreynd að það erum við sjálf sem mótum samfélagið okkar. Ef ekki við, hver þá? Nú er ég að komast að kjarna málsins. Óráðshjal, eins og nánast á hverjum landsfundi Sjálfstæðismanna, um að lögleiða skuli „dauf- ustu“ vímuefnin eins og kannabisefni, eru mjög sterk skilaboð út í þjóðfélagið. Sama á við um þá umræðu Hlynur Snorrason, lögreglufulltrúi á Ísafirði og verkefnisstjóri Vá-Vest hópsins skrifar ,,... þegar stjórnmála- menn tala fjálglega um að lögleiða beri kannabisefni...“ Hugsa áður en maður talar! Fjarlækningastofnun Íslands ses. stofnuð á Ísafirði Verði miðstöð fjarheil- brigðisþjónustu í landinu Fjarlækningastofnun Ís- lands ses.(sjálfseignarstofn- un) var stofnuð á Ísafirði sl. föstudag. Markmiðið er að Heilbrigðistofnunin Ísafjarð- arbæ verði miðstöð fjarheil- brigðisþjónustu á landinu og að þar verði stundaðar lækn- ingar og hjúkrun í gegnum netið og þróaðar aðferðir til slíkrar vinnu, þar sem saman fara læknislist og tölvutækni. Formaður Fjarlækningar- stofnunar Íslands var kjörinn Hallgrímur Kjartansson yfir- læknir en aðrir í stjórn eru Ólafur Sigurðsson, ritari, Rúnar Óli Karlsson, gjaldkeri, Samúel J. Samúelsson og Örn Ingólfsson. Tilgangur Fjarlækninga- stofnunar Íslands er að stuðla að nýrri þekkingu, aukinni menntun og þróun á tækni og aðferðum í fjarheilbrigðis- þjónustu. Þessa tækni mætti síðan nota til að fjartengja sjúklinga og sjúklingahópa við heilbrigðisþjónustuna á gagnvirkan hátt með það fyrir augum að efla upplýsingagjöf og bæta hjúkrun og lækningar. Þá er stefnt að því að efla þjónustu heilsugæslustöðva í samvinnu við hugbúnaðar- og tæknifyrirtæki hér á landi. Slíkt myndi m.a. styrkja nú- verandi starfsemi, efla rann- sóknir og þróun og væntan- lega fjölga atvinnutækifærum á þessu sviðum. Rúnar Óli Karlsson, at- vinnumálafulltrúi Ísafjarðar- bæjar og einn stjórnarmanna, segir að starfsemi hinnar nýju stofnunar sé enn á hugmynda- stigi en aðstæður séu um margt góðar á Vestfjörðum til að starfrækja miðstöð fjar- lækninga. Bæði sé margt vel hæft fólk í heilbrigðisgeiran- um í fjórðungnum, auk frum- kvöðla í tölvutækni. Ísafjarð- arbær sé talinn heppilegur til þróunar lausna á þessu sviði þar sem hann saman- stendur af stórum kjarna ásamt minni byggðakjörnum með heilsugæslustöðvar og öldrunarheimili. Slíkt um- hverfi þykir mjög hentugt til tilrauna á sviði fjarheilbrigðis- tækni. Milli þessara stofnana eru nú þegar töluverð netsam- skipti sem hægt væri að þróa frekar. Rúnar Óli segir að á Ísa- firði séu nokkur fyrirtæki sem búa yfir mikilli þekkingu sem myndi nýtast í þróun hugbún- aðar og vélbúnaðar á þessu sviði. Mætti þar nefna Snerpu sem sérhæfir sig í þróun og sölu hugbúnaðar. Fyrirtækið hefur m.a. þróað hugbúnað sem kallast INmobil og er ætlaður til netsamskipta við skip og gæti nýst til fjarlækn- inga. POLS rafeindavörur sérhæfa sig í þróun hugbún- aðar og vélbúnaðar fyrir sjáv- arútveginn. Í fyrirtækinu er mikil þekking á þróun hvers kyns rafeindabúnaðar. Að sögn Rúnars Óla voru í mars á þessu ári undirritaðar viljayfirlýsingar um samstarf milli Heilbrigðisstofnunar- innar Ísafjarðarbæ og Ís- lenskrar erfðagreiningar, Taugagreiningar, Framtíðar- tækni og SKÝRR. Einnig hafa fleiri aðilar sýnt verkefninu áhuga s.s. Flaga, Skyn, Tele- medIce, eMR og doc.is. Segir Rúnar Óli næstu skref í málinu vera að sækja um fjármagn í hina ýmsu sjóði og tryggja stofnuninni nægilegt fjár- magn til að ráða starfsmann til að vinna að þeim hugmynd- um sem fram hafa komið. Frá stofnfundinum. 51.PM5 19.4.2017, 09:5229

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.