Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 an að hafa tekið þátt í honum – þó að ég ætli nú ekki að ræða hér framhaldið af því ferðalagi! Enda erum við báðir komnir til annarra verka.“ Arfleifð og lyndisfar Vestfirðinga – Oft er talað um kraftinn í Vestfirðingum, þessa áræðni og baráttugleði – er það til- viljun að hlutfallslega mjög margir Vestfirðingar hafa komist til áhrifa og æðstu met- orða í íslensku samfélagi – eða er þetta einfaldlega ein- hver þjóðsaga? „Nú hefur engin saman- burðarrannsókn verið gerð á þessu, svo að erfitt er að sann- reyna að hve miklu leyti þessi mynd sem hefur fylgt Vest- firðingum er rétt – að þeir hafi sótt til áhrifa og verið miklir baráttumenn á sviði þjóðmála. En þó er alveg ljóst að Vest- firðir hafa allt frá upphafi ís- lenskrar sjálfstæðisbaráttu fóstrað öfluga baráttumenn á vettvangi þjóðmála. Jón Sigurðsson, leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar, var fæddur og uppalinn á Hrafns- eyri við Arnarfjörð. Þeir Skúli Thoroddsen og Hannes Haf- stein, helstu leiðtogar sjálfs- tæðisbaráttunnar um aldamót- in 1900 komu mikið við sögu í þjóðmálabaráttu Vestfjarða, báðir sýslumenn á Ísafirði. Síðan komu menn eins og Haraldur Guðmundsson og Vilmundur Jónsson, öflugir baráttumenn fyrir almanna- tryggingum, heilbrigðiskerfi og þeirri almennu velferð sem nú er talin sjálfsagður þáttur í okkar samfélagi en var það ekki á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Og í kjölfar þeirra komu Sigurður Bjarnason frá Vigur og Hannibal Valdimars- son, sem voru hvor með sínum hætti miklir baráttumenn, báðir ritstjórar og alþingis- menn. Ef við förum nær í tímanum, þá má nefna Matthías Bjarna- son, Steingrím Hermannsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvat Björgvinsson, sem voru ráðherrar, og Þorvald Garðar Kristjánsson sem var forseti Alþingis. Marga fleiri mætti nefna úr þessari vösku sveit sem sett hefur lit á ís- lenskt stjórnmálalíf. Ógerlegt væri að skrifa sögu Íslendinga síðustu 150 árin, sögu þjóð- málabaráttunnar, sögu sjálf- stæðisbaráttunnar, sögu þeirra umbyltinga sem íslensk þjóð hefur farið í gegnum, án þess að Vestfirðingar komi þar við sögu með afgerandi hætti. Það væri fróðlegt að velta því fyrir sér hvað það er í umhverfinu, í uppeldinu, í samspili náttúrunnar og at- vinnulífsins, sem mótað hefur lyndisfar Vestfirðinga, gert þá svona ódeiga við nýmæli og ofurefli, hvort sem það voru nú dönsk stjórnvöld á tímum Jóns Sigurðssonar, Skúla Thoroddsens og Hannesar Hafstein, eða önnur öfl síðar- meir. Allt er þetta arfleifð Vest- firðinga, verðmæt saga sem fjórðungurinn og fólkið eiga. Undanfarið hefur oft verið vikið að menningartengdri ferðaþjónustu. Þar eiga Vest- firðingar mikinn fjársjóð – í túlkun sögunnar, fornrar og nýliðinnar, á þann hátt að mannlífið í fjórðungnum verði ekki síður forvitnilegt fyrir þá sem þangað koma heldur en náttúran sjálf og umhverfið.“ Veganestið að heiman – Nú falla öll vötn til Dýra- fjarðar, var eitt sinn sagt. Skyldi snemma hafa dregið til þess sem verða vildi, skyldi drengurinn úr Túngötunni á Ísafirði, unglingurinn í Kaup- félaginu á Þingeyri, hafa sýnt sérstaka forystuhæfileika þeg- ar á ungum aldri? „Ég á erfitt með að dæma um það. En okkur gekk nokk- uð vel í Kaupfélaginu þetta sumar þó við værum allir ung- ir. Bændurnir sem komu að versla eða leggja inn afurðir kvörtuðu ekki. En allt þetta mannlíf fyrir vestan, og þá á ég ekki bara við þetta tiltekna sumar, heldur líka fiskvinnsl- una, vinnuna í saltfisknum, skreiðarverkunina sem ég vann líka við á sumrin; náin samskipti við fólkið á Þing- eyri, sjómennina, kallana sem unnu í smiðjunni með afa, kunningja pabba á Ísafirði, fólk sem þar var og ég kynnt- ist; allt hefur það fylgt mér á lífsleiðinni. Eftir því sem árin verða fleiri, eftir því sem ég fer víðar og hitti fleiri, hvort sem það eru áhrifamenn í ríkjum heims eða almenningur, þá verð ég þakklátari fyrir að hafa vaxið úr grasi fyrir vestan, bæði í litla þorpinu á Þingeyri og á Ísafirði. Að hafa fengið í vega- nesti lífið á þessum stöðum, hið nána samspil milli hafsins og lífsbjargarinnar, milli árs- tíðanna, hrynjandi sveitar- starfanna. Örlög fólksins, hörð lífs- barátta, frásagnir af þeim sem hurfu í hafið, samkenndin með fjölskyldunum, með þeim sem eftir lifðu, baráttan fyrir brauðinu, að þurfa á hverju hausti að heyja sér forða fyrir veturinn, svíða kindalappir og hausana sem ég hafði fyrir starf sem strákur hjá afa og ömmu svo hægt væri að búa til sviðasultu fyrir veturinn, fara á berjamó, taka upp úr kartöflugarðinum á oddanum á Þingeyri, fara með pabba og ná í lunda frá Vigur – hann keypti tvö til þrjú hundruð stykki á hverju hausti – og fara með hann í frystigeymslu í Íshúsinu og sækja svo fyrir hverja helgi lunda sem hafður var í sunnudagsmatinn. Allt þetta hefur veitt mér næmari skilning á taktinum í mann- lífinu, á örlög fólksins, hvort sem er í bændaþorpi á Ind- landi eða í Suður-Ameríku; eða að sjá suma valdamenn heimsins í ljósi þeirra ein- staklinga sem settu svip á mannlífið á Þingeyri eða Ísa- firði. Sumar persónurnar ganga nánast aftur í ýmsum ráðamönnum í veröldinni.“ Samfélagið verði áfram margslungið – Ef til vill viltu síður nefna einstök dæmi í þeim efnum ... „Ja, það gæti verið misskil- ið. En ég tel það hafa verið mikla gæfu að alast upp í þessu návígi, í litlu samfélagi fyrir vestan þar sem allir þekktu alla, þar sem örlög hvers og eins voru öðrum kunn, og menn fundu, þrátt fyrir deilurnar um þjóðmálin, til mjög sterkrar samkenndar. Þegar ég hef borið þetta saman við ýmsa sem ég hef kynnst og unnið með og alist hafa upp í stórborgum heimsins, þá sé ég hvað þeir hafa farið mikils á mis að eiga ekki þetta jarðsamband sem þorpin fyrir vestan gáfu mér og hafa gefið mörgum af minni kynslóð sem ólust upp á landsbyggðinni. Þess vegna held ég að það sé mikið verðmæti fyrir okkur sem þjóð, að íslenskt samfé- lag verði áfram margslungið, á þann hátt að það sé ekki aðeins höfuðborgarsvæðið, heldur einnig þorpin og sveit- irnar um landið allt sem fóstra nýjar kynslóðir og gefa okkur þá breidd sem við þurfum á að halda sem þjóð. Ef Ísland yrði einungis borgríki, þá yrði það að mínum dómi miklu veikbyggðara, fábrotnara og rótlausara en það hefur verið fram að þessu. Eitt af því sem hefur skapað drifkraftinn í ótrúlegri fram- sókn Íslendinga á 20. öldinni, þann ótrúlega árangur sem þjóðin hefur náð, er einmitt að kynslóðirnar sem ólust upp í þorpum og sveitum, hertar í þeirri lífsbaráttu sem þar er háð, voru tilbúnar að miðla af þeirri reynslu á fjölþættum Með Grími föður sínum á Þingeyri. starfsvettvangi á höfuðborgar- svæðinu eða annars staðar. Ég lít á byggðamálin ekki aðeins sem hagsmunamál hérað- anna, fólksins sem býr í fjörð- unum eða upp til sveita, heldur líka sem hag allrar þjóðar- innar. Oft er að mínum dómi talað af mikilli skammsýni um fjár- magn sem fer til byggðamála rétt eins og það sé eingöngu hagsmunamál fyrir fólkið sem býr í einstökum landshlutum. Það er þjóðhagslegt hags- Á Þingeyri. munamál fyrir okkur að byggð á Íslandi verði fjölbreytt; þar sem borg, stærri kaupstaðir, sjávarbyggðir, fámenn þorp og sveitir blanda mannlífið og þjóðlífið á skapandi hátt. Það er í þessu samhengi sem ég tel að örlög Vestfjarða, baráttan fyrir bættum hag Vestfirðinga, sé ekki aðeins hagsmunamál Vestfirðinga einna heldur, líkt og baráttan á Norðurlandi og Austfjörðum og annars staðar, brýnt hags- munamál fyrir okkur öll. Ef við glötum þessum rótum, þá er það að hluta til eins og að glata veigamiklum streng í menningu okkar og þjóðar- vitund. Uppeldið á Vestfjörð- um hefur ásamt háskólanám- inu verið mikilvægasta vegar- nestið á minni lífsgöngu. Ég verð ævinlega þakklátur því góða fólki fyrir vestan sem tók þátt í því að móta mig í æsku.“ Á friðarstóli? – Nú gegnir vestfirski bar- áttumaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson æðsta embætti ís- lensku þjóðarinnar – situr þar á friðarstóli, eins og stundum er kallað; – kitlar hann ekki stundum þegar umræður á Al- þingi eru sem harðastar að vera nú kominn aftur stundar- korn í slaginn? „Nei, í raun og veru ekki. Ég var búinn að taka þátt í hinni daglegu baráttu stjórn- málanna lengi og hafði kynnst flestum ef ekki öllum þáttum hennar æðivel. Ég var farinn að kunna vel þann kveðskap sem þar er farið með. Ég hef alltaf verið þannig gerður, að ég hef þurft að hafa ný og ögrandi verkefni að glíma við til þess að finnast lífið vera spennandi og skemmtilegt. Mér fannst vera orðið fátt um slíka drætti á hinum daglega vettvangi stjórnmálanna. Þess vegna horfi ég ekki með neinni eftirsjá til þess tíma. Hins vegar fylgist ég mjög vel með og reyni að hlusta á þá umræðu sem fram fer á vettvangi þjóðmála; ekki að- eins á þinginu, heldur einnig á vettvangi stjórnmálaflokk- anna, sveitarstjórna og þeirra hagsmunasamtaka sem starfa í landinu. Ég tel það afar brýnt fyrir forsetann að gera það. Honum ber að fylgjast mjög náið með stjórnmálalífi og þjóðmálum. Að því leyti er það misskilningur að telja að forsetinn eigi einhvern veginn ekki að hafa eyru til að hlusta á það sem fram fer á vettvangi þjóðmála og stjórnmála. Þvert á móti er það mjög nauðsyn- legt, að forsetinn ekki aðeins hlusti vel á það sem þar er sagt, heldur kunni líka að greina hismið frá kjarnanum, þekki þetta völundarhús svo vel að hann geti vegið og met- ið af eigin dómgreind hvað skiptir máli í þeim efnum. Þótt forsetinn taki ekki dag- legan þátt í stjórnmálum, þá á hann reglubundnar viðræður við forystumenn ríkisstjórnar- innar um þau mál sem verið er að glíma við. Hann tekur þátt í viðræðum við fjölmarga fulltrúa erlendra ríkja um ís- lensk hagsmunamál og ís- lenskar áherslur. Og svo geta líka komið þær stundir, eins og við sjáum úr sögu lýðveld- isins, að forsetinn þurfi að stýra stjórnarmyndunarvið- ræðum og grípa inn í þegar þinginu mistekst að skapa farsæla stjórn. Til þess að vera undir þetta búinn þarf hann að geta fylgst mjög vel með og ég hef reynt að gera það. Þú nefndir að forsetinn sæti á friðarstóli. Það er að vissu leyti rétt. En hann situr ekki í 51.PM5 19.4.2017, 09:5220

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.