Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 3 Nýi veitingastaðurinn í Faktorshúsinu í Hæstakaup- stað á Ísafirði var opnaður formlega sl. föstudagskvöld en hefur frá mánaðamótum verið opinn til reynslu fyrir hópa. Gífurleg vinna er að baki við að gera upp þetta forna og fornfræga hús og og halda þar blæ löngu liðins tíma í hvívetna. Hjónin Magn- ús Alfreðsson húsasmíða- meistari og Áslaug Jóhanna Jensdóttir keyptu húsið í megnustu niðurníðslu fyrir nokkrum árum og stakka- skiptin eru ótrúleg. Þegar hafa tveir veitingasalir á jarðhæð- inni verið teknir í notkun en sá þriðji sem er uppi kemst væntanlega í gagnið nálægt áramótum. Þá verður hægt að taka nærri hundrað manns í sæti og jafnvel fulla þá tölu eftir því hvernig uppröðunin verð- ur í salnum á efri hæðinni. Hann er undir súð beggja vegna en hátt til lofts í miðj- unni. Staðurinn hefur vínveit- ingaleyfi en yfir daginn er hann fyrst og fremst hugsaður Faktorshúsið í Neðstakaupstað á Ísafirði Nýr veitingastaður í fornu og glæsilegu húsi sem kaffihús með ýmsum létt- um réttum. Þegar um hópa er að ræða, sem panta fyrirfram, er hægt að leggja meira í veit- ingarnar. Veitingastaðurinn í Faktors- húsi má kallast afleggjari sem er gróðursettur í næsta húsi við Gistiheimili Áslaugar, sem Áslaug Jóhanna opnaði fyrir tólf og hálfu ári. Frammi- stöðustúlkur í Faktorshúsinu, eins og ef til vill væri rétt að nefna þær að hætti fyrri tíma í samræmi við húsið sjálft, eru dætur Áslaugar og Magnúsar, þær Helga og Rakel. Þær hafa báðar öðlast reynslu á þeim vettvangi í Kaffitári í Reykja- vík.. Á næstunni verður opið í Faktorshúsinu frá kl. 08 virka daga og frá kl. 10 á sunnu- dögum. Ekki er alveg á hreinu þegar þetta er skrifað hversu árla verður opnað á laugar- dögum en alla daga verður opið fram undir miðnætti. Eins og með allan rekstur verða reynslan og óskir við- skiptavina síðan að móta nán- ar afgreiðslutímann. „Frammistöðustúlkurnar“ í Faktorshúsinu, Rakel og Helga Magnúsdætur. Þær hafa báð- ar lært til verka í Kaffitári í Reykjavík. Edinborgarhúsið á Ísafirði Holly Hughes sýnir verk sín Margmenni var við opn- un myndlistarsýningar bandarísku ævintýrakon- unnar Holly Hughes í Edin- borgarhúsinu á Ísafirði á sunnudag. Hún dvelst á Ísa- firði í vetur eftir margra ára ferðalög um heiminn ásamt George MacLeod, fyrst á reiðhjólum en síðustu árin á skútunni Hannah Brown. Við opnunina sagði lista- konan frá verkum sínum og margbreytilegri tilurð þeirra. Á sýningunni eru bæði listaverk sem hún hefur skapað hér á landi og hér við land og eins eldri verk. Mest er þó um ljós- myndir frá Hornströndum. Efniviðurinn sem Holly vinnur úr er margvíslegur, svo og form verkanna. Hún málar og býr til skúlptúra og tekur ljósmyndir. Í skúlp- túrana notar hún oft það sem kallað er drasl eða þá hluti úr náttúrunni. Sýningin í Edinborg verður opin daglega kl. 16- 18 til jóla. Hún er breytileg frá degi til dags og sífellt bætast nýjar myndir við. Þess vegna er hægt að koma aftur og aftur og sjá alltaf eitthvað nýtt. Og þeir sem óska eftir að heimsækja sýninguna á öðrum tíma en áður var nefndur geta haft samband við Holly í síma 456 5667. Holly Hughes við opnun sýningarinnar ásamt þeim Jósefínu Gísladóttur og Ruth Tryggvason. 51.PM5 19.4.2017, 09:523

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.