Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 22

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 Ég hef alltaf haft mjög gam- an af því að lesa. Það hefur jafnan veitt mér ánægju. Ég reyni líka að hreyfa mig dálítið og geri það á hverjum morgni og stundum síðdegis. Ég held að það sé afar mikilvægt að lifa heilbrigðu lífi. Ég byrja hvern dag á því að fara í röska göngu hér á Bessastöðum; mér finnst það hollt jafnt huga og líkama. Náttúrufegurðin er einstök og hver árstíð hefur sína töfra; haustlitir, kyrrðar- stundir á vetrum, vaknandi líf á vorin og dýrð íslenska sum- arsins. Svo reyni ég að finna stund- ir fyrir fjölskylduna, fyrir dæt- ur mínar og samveru með þeim og öðrum í fjölskyld- unni. Þær stundir eru ekki eins margar og ég gjarnan vildi. Þetta er ekki stór fjölskylda en við höfum verið samhent. Við höfum gengið í gegnum ánægjutíma og líka tíma sem voru mjög erfiðir, við höfum glímt við sorg og söknuð. Það var ekki alltaf auðvelt að sinna embættisskyldum á þeim stundum, í því návígi sem orðið er í fjölmiðlum á okkar dögum þegar ágengni við einkalíf er orðin starfs- háttur og tíska margra miðla; kannski óhjákvæmileg þróun fjölmiðlunar á okkar tímum. Að þessu leyti býr forsetinn nú við allt önnur skilyrði en hinir fyrri forsetar. Í tíð þriggja fyrstu forsetanna var ekki sama ágengni, einfaldlega vegna þess að sjónvarpið var ekki komið til skjala eða miklu hófstilltara. Þá voru heldur ekki gefin út tímarit eða blöð sem byggðu framar öðru á myndríkum frásögnum af atburðum í lífi einstakl- inga.“ Kastljós á persónur „Að þessu leyti má segja, að það sé flóknara fyrir forset- ann nú en það var á fyrri ára- tugum að takast á við þennan vanda. Hér á Íslandi hafa, eins og í öðrum löndum, komið til sögunnar myndatímarit sem gera fyrst og fremst út á ein- hverjar frægðarmyndir af fólki. Og það þarf að fylla blaðið í okkar litla samfélagi þar sem er kannski ekki eins mikill efniviður og í ýmsum öðrum löndum. Ég vona hins vegar að við reynum að varð- veita hér á Íslandi ákveðna virðingu fyrir friðhelgi og einkalífi einstaklinga eins og hefur fylgt okkar samfélagi. Ég hef tekið eftir því að sumir hafa talað um í nei- kvæðri merkingu það sem þeir hafa nefnt „Séð-og-heyrt- væðingu“ forsetaembættisins – eins og það sé eitthvað sem við hér höfum haft með að gera. Við búum einfaldlega við það, að hér í landinu er nýr miðill sem getur eins og hver annar miðill haft aðgang að því að mynda forsetann hvenær sem hann kemur fram við hin og þessi tækifæri og nýtir svo það efni stundum með því að færa í stílinn og hliðra samhengi. Ég get nefnt sem dæmi, að stundum eru dætur mínar með mér í leik- húsi eða á tónleikum og lenda með á myndum. Það er þó ekki svo að þær hafi sóst eftir þessu sviðsljósi; þótt ýmsir miðlar hafi eftir því leitað öll þessi ár að þær veittu viðtöl, þá hafa þær aldrei gert það heldur reynt fyrir sitt leyti að draga ákveðnar varnarlínur. Það verður vandasamt, að ég hygg, bæði fyrir mig og þá sem gegna forsetaembættinu í framtíðinni, að feta sig áfram í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa í íslenskri fjölmiðl- un. Með tilkomu sjónvarpsins lendir kastljós umfjöllunar í ríkara mæli á persónur. Hvað embættið áhrærir ekki ein- vörðungu á persónu forsetans heldur einnig á það fólk sem honum tengist. Þessi mynd- væðing er nánast eðlisbreyt- ing á umfjölluninni. Áður fyrr voru þetta eingöngu textar og sama myndin af Sveini Björnssyni og Ásgeiri Ás- geirssyni notuð ár eftir ár. Í dag er myndatæknin með allt öðrum hætti; myndir fara á örskotsstundu um Netið, hvar sem menn eru staddir í ver- öldinni. Sjónvarpið hefur alið upp heila kynslóð neytenda og fjölmiðlafólks sem hugsar kannski fyrst og fremst í myndum og myndaáherslum. Við sjáum bæði á Norður- löndum, í Bretlandi og Banda- ríkjunum, að þetta getur farið út í öfgar. Við Íslendingar höf- um enn ekki náð svo langt á þeirri braut. Ég vona að á sama hátt og við varðveitum það öryggi og þá friðsæld sem ein- kennir íslenskt samfélag, þá muni íslenskir fjölmiðlamenn ekki ganga eins langt og starfsbræður þeirra og systur gera í grannlöndum okkar.“ Þjóðarheimili Íslendinga – Hér býr forsetinn, á Bessastöðum, á þessum fagra stað sem er svo undarlega í sveit settur, eins og eyland, ríflega örskot frá ys borgar- innar en samt svo langt í burtu … Hvernig er að eiga hér heima? Er hér alltaf svona friðsælt? Eða kemur fyrir að vart verði ónæðis og ágengni forvitins fólks? „Bessastaðir eru blessunar- lega á opnu svæði; náttúran og húsin renna saman í eina heild sem hafið, fjöllin, sjón- deildarhringurinn og síbreyti- leg birtan sveipa dulúð. Þetta blandast svo sögunni og ör- lögum fyrri tíða sem við erum minnt á í hverju spori hér á staðnum. Það eru mikil for- réttindi að búa á slíkum stað og fá að njóta hans á hverjum degi. Það hefur verið mér og okkur kappsmál að staðurinn sé opinn og öllum aðgengi- legur, og við treystum enn á heiðarleika gestanna, hvort sem þar eru á ferð ráðamenn eða almenningur. Það koma margir hingað til Bessastaða. Við höfum áætlað að það séu nærri 100 þúsund manns sem koma hingað í hlaðið ár hvert – Íslendingar, erlendir ferðamenn, stundum ferðahópar eða útlendingar í fylgd með Íslendingum. Kirk- jan er ávallt opin og fólki er frjálst að ganga hér um og njóta staðarins. Við tökum líka á móti mörgu fólki sem kemur hingað til Bessastaða í form- legum erindum við ýmis tæki- færi. Það er breytilegt frá ári til árs en okkur telst svo til að við tökum formlega á móti fimm til sjö þúsund manns sem gestum hér inni á Bessa- stöðum á hverju ári. Þá eru ótaldir fjölmargir sem koma á staðinn til að skoða hann án þess að um formlega móttöku eða atburð sé að ræða; fólk sem til dæmis skoðar fornleifakjallarann sem er mikil gersemi. Þar eru minjar um gamla konungs- garðinn og hægt er að horfa inn í dýflissuna þar sem Jón Að mála grindverkið umhverfis Túngötu 3, horft til sjúkrahússins. Á Balanum á Þingeyri. Hreggviðsson sat, eins og Halldór Laxness segir frá í Íslandsklukkunni. Hér koma menn líka til að skoða góða gripi sem hér eru og tengjast sögu lýðveldisins, sögu Bessastaðastaða, sögu þjóðar- innar. Bessastaðir eru þjóðar- heimili okkar allra, þjóðar- heimili Íslendinga, og það á að vera opið og aðgengilegt. Það má kalla einstakt í veröld- inni að þjóð sé svo friðsöm að hver og einn geti gengið um túngarð þjóðhöfðingjans án þess að honum sé stuggað frá. Á þessum síðustu og verstu tímum eru mikil verðmæti í því fólgin fyrir okkur sem þjóð að búa við slíka friðsæld og geta minnt veröldina á að ótti og ofbeldi eru ekki óhjá- kvæmilegur fylgifiskur mann- legs samfélags.“ – hþm Forsetinn horfir út um gluggan á Bessastöðum. 51.PM5 19.4.2017, 09:5222

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.