Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Eiríkur & Einar Valur ehf., Skeiði, Ísafirði Byggingavöruverslun Ljóninu Skeiði, Ísafirði Mjólkursamlag Ísfirðinga Sindragötu 2 – Ísafirði Árnagötu 1 – Ísafirði Aðalstræti 21 – Bolungarvík Pollgötu 4 – Ísafirði Sindragötu 12b – Ísafirði Sigríður Magnúsdóttir á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði segir frá h Einu sinn hafði þet atvinnu og húsnæð Vorið 1999 … ... þegar sprengjum rigndi yfir Serbíu í nær fjóra mánuði stanslaust, ... þegar fréttaflutningur umheimsins var á einn veg, Serbum í óhag, mest vegna eins manns, Slobodans Milocevic, ... þegar efnahagsþvinganir voru settar á Serbíu og dregið var úr neyðaraðstoð í flóttamannabúðum og annars staðar í Serbíu, ... þegar Ríkisstjórn Íslands hætti við að taka flóttafólk úr flóttamannabúðum í Vojvodína í Serbíu, ... þá ákváðu Rauða kross deildirnar á norðanverðum Vestfjörðum að stofna til vinadeildasamstarfs við Rauða kross deildina í fjallahéraðinu í Uzice. Þar var mikil neyð sem skapast hafði bæði í upphafi stríðs 1991 þegar mikill fjöldi flóttafólks kom yfir fjöllin frá Bosníu og eins í árás NATO-ríkja þetta vor þegar gífurlegur fjöldi flóttafólks flúði frá Kósóvó og Metohija. Fyrir utan þann fjárhagslega stuðning sem deildirnar á Vestfjörðum veittu Rauða kross deildinni í Uzice, þá var það mikill móralskur stuðn- ingur að fólk í svo fámennu byggðarlagi í litlu landi skyldi bjóðast til að koma til hjálpar þegar neyðin var stærst. Ég átti þess kost að fara í heimsókn sem sjálfboðaliði til Uzice dagana 11.-18. nóv- ember sl. á vegum Rauða kross deildanna á norðanverð- um Vestfjörðum. Ferð þessi rennur mér seint úr minni, bæði vegna ömurlegra að- stæðna fólksins í þessu fallega landi, sem svo illa er búið að fara með, og eins vegna þeirrar vináttu, höfðingsskapar og þakklætis sem mætti okkur hvarvetna. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu mik- ilvæg þessu fólki var sú litla aðstoð sem við höfðum veitt. Það var svæðisráð Rauða kross deildanna, Hafdís Kjart- ansdóttir, Gunnhildur Elías- dóttir og Sigríður Magnús- dóttir sem þetta ritar, ásamt þeim Herði Högnasyni í stjórn RKÍ og Bryndísi Friðgeirs- dóttur starfsmanni á svæðis- skrifstofu, sem lagði upp í þessa för til Uzice í Serbíu. Hjá Rauða krossi Íslands hefur stefnan verið sú, að sjálfboðaliðar í deildunum séu í auknum mæli beinir þátttak- endur í erlendu hjálparstarfi til að auka skilning á alþjóða- starfi og alþjóðamálum og til að stuðla að uppbyggingu landsfélaga. Það er því mikil- vægt að vera í nánu sambandi við þá sem þiggja hjálp. Tilgangur ferðarinnar var því að treysta vinasamstarfið, sjá hvernig verkefni það sem við höfum verið að fjámagna og var á lokastigi gengi og kanna hvernig áframhaldandi stuðningur kæmi sér best. Áður en við lögðum af stað óskuðum við einnig eftir því að fá að sjá m.a. sjúkrahús, skóla og flóttamannabúðir til að gera okkur betur grein fyrir ástandinu á svæðinu. Haust í Belgrad Það var komið haust í Bel- grad. Rigning, drungi og mikil mengun var yfir borginni þeg- ar við lentum á flugvellinum. Við urðum þess fljótt áskynja að ekki var mikið um ferða- fólk í Belgrad eða atvinnan mikil, því það var erfitt að komast út úr flugstöðvarbygg- ingunni fyrir leigubílstjórum sem vildu ólmir fá að aka okk- ur hvert sem við vildum fara. En við settum upp okkar Rauða kross merki og fljót- lega birtist bílstjóri frá júgó- slavneska Rauða krossinum og bjargaði okkur frá æstum leigubílstjórum. Rauði kross- inn í Júgóslavíu lét okkur í té bíl, bílstjóra og túlk, þau Ivan og Vesnu Milenovic, frábært fólk. Þau voru með okkur þessa daga sem við vorum í Serbíu. Þeir erfiðleikar sem Rauði krossinn í Júgóslavíu hefur þurft að standa frammi fyrir á undanförnum árum og áratug- um eru meiri en hjá mörgum öðrum landsfélögum Rauða krossins. Saga serbnesku þjóðarinnar og annarra þjóða innan Júgóslavíu er mörkuð væringum og umbrotum síð- ustu 10 árin. Ólýsanlegar hörmungar hafa riðið yfir landsmenn, ekki síst vegna sprengjuárása NATO-ríkja vorið 1999. Í kjölfarið hafa efnahagsleg og félagsleg kjör versnað svo mjög að það mun verða mjög erfitt að vinna bug á vandanum án utanaðkom- andi aðstoðar. Gífurlegar loftárásir NATO-ríkja Á 78 daga tímabili vorið 1999 fóru 1.100 flugvélar 25.200 árásarferðir inn yfir Júgóslavíu. Þær vörpuðu rúm- lega 25.500 tonnum af sprengiefni á landið, sem var margfalt meiri sprengikraftur en í þeim kjarnorkusprengjum sem sleppt var á Hiroshima og Nagasaki í seinni heims- styrjöldinni. Okkur var sagt að nú fyrst, tveimur árum eftir árásirnar, væri farið að birta almennilega til í lofti eftir mengunina sem sprengingun- um fylgdi. Í þessum árásum létust þús- undir manna og helstu stoðir samfélagsins voru eyðilagðar. Verksmiðjur og fyrirtæki að Með Rauðakross félögum við birgðaskemmuna í Uzice. andvirði meira en tíu þúsund milljarða íslenskra króna eru nú rústir einar. Landbúnaður liggur að mestu leyti niðri vegna þess að olíuiðnaður og áburðarframleiðsla eru ekki lengur til staðar. Um fimmtíu mikilvægar brýr, allir flugvell- ir og fjöldi járnbrautarmann- virkja voru sprengd í loftárás- um NATO. Umhverfisspjöll voru mikil og fjöldi sögulegra minja og þjóðargersema var eyðilagður. Eitt af því sem olli almenn- ingi hvað mestum þjáningum voru grafítsprengjur þær sem notaðar voru til að eyðileggja raforkuver og spennistöðvar. Þessar aðgerðir gerðu það að verkum að milljónir manna urðu vatns- og rafmagnslaus- ar. Lítill greinarmunur virðist hafa verið gerður á hernaðar- mannvirkjum og þeim mann- virkjum sem fyrst og fremst þjónuðu almenningi. Á með- an við dvöldum í Uzice kom það oft fyrir að rafmagnið fór í smátíma og virtist fólk vera orðið vant þessum rafmagns- truflunum. Bjargarlaust flóttafólk Örlög um 600.000 flótta- manna frá Króatíu og Bosníu- Herzegóvínu eru sérlega sorg- leg. Staða þeirra í Júgóslavíu var mjög slæm fyrir árásirnar en er nú orðin erfiðari en nokkru sinni fyrr. Eftir 10. júní 1999 hófst flótti þeirra sem ekki voru af albönsku bergi brotnir frá Kósovó og Meto- hija. Þótt lífskjör almennings í Júgóslavíu séu mjög slæm, þá eru aðstæður flóttamanna enn erfiðari. Þeir eiga sjaldn- ast möguleika á að fá atvinnu og hafa enga von um að kom- ast úr búðunum. Jafnvel fyrir loftárásirnar var áætlað að um 300.000 manns hefðu ekki nægan mat og um það bil 50.000 væru á mörkum þess að svelta. Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu alþjóðasamfélagsins um að gera flóttamönnum kleift að snúa heim, þá hefur slíkt verið nánast útilokað í framkvæmd. Erfiðleikar þessa fólks eru svo umfangsmiklir, að útilokað er að leysa megi vandann án mikillar alþjóðlegrar aðstoðar. Komið til Uzice Til Uzice er um þriggja tíma akstur frá Belgrad. Bærinn liggur talsvert hátt inni á milli hárra skógi vaxinna fjalla með 51.PM5 19.4.2017, 09:5210

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.