Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 25

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 25 Þarna var einnig lítið hús sem hét Sólheimar og þar bjuggu Sæmundur Bjarnason, kenn- ari, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir. Á Grundunum bjuggu tvær fjölskyldur í sama húsi. Í öðrum enda þess bjuggu hjónin Elísabet og Kristján en í hinum endanum Alfons og Hansína með þrjú eða fjögur börn. Í Ögurnesinu var einnig heilmikil byggð og margt fólk, en sjaldan var leik- ið við krakkana þar þótt aðeins væri um hálftíma gangur þarna á milli enda voru þau sjálfum sér nóg rétt eins og við.“ Jólasveinar héldu sig eingöngu á fjöllum „Ég hef líklega verið eitt- hvað um átta ára gömul þegar samkomuhúsið var reist og síðan var læknishúsið byggt nokkrum árum seinna. Á vet- urnar var alltaf skóli í sam- komuhúsinu en ekki man ég hvernig skólahald var fyrir þann tíma. Fyrsti kennarinn minn var Guðmundur Vern- harðsson frá Hvítanesi en síð- an kenndi mér Sæmundur Bjarnason, seinna skólastjóri í Hrísey. Þetta var töluverður hópur sem gekk þarna í skóla og bæði var komið með krakka úr Laugardal og Ögur- nesinu. Í samkomuhúsinu voru líka alltaf haldin böll þrisvar á ári og fengu krakk- arnir að þvælast þar með eins lengi og þau megnuðu eða þar til þau sofnuðu út af. Eins var jafnan haldin þarna jóla- trésskemmtun á jólum og þangað mættu bæði börn og fullorðnir. Jólahaldið var nokkuð ólíkt því sem nú gerist. Við fengum spil og kerti en yfirleitt ekki neitt annað. Þó man ég eftir því að við eldri systkinin höf- um fengið eitthvað smávegis sent frá þeim systrum í Ögri. Borðuð var skata á Þorláks- messu og yfirleitt saltkjöt á aðfangadag. Á jóladag var hefðbundið hangikjöt og á eftir var hrísgrjónagrautur og einhverjar kökur. Ekki var hægt að vera með nýtt kjöt þar sem frystir var ekki til á þessum tíma og helsta aðferð- in við að geyma kjöt var að salta það eða reykja. Jólahald- ið var afskaplega rólegt og okkur krökkunum þóttu jólin ævinlega hátíðlegur og góður tími. Í minni æsku sáust jóla- sveinar aldrei heldur héldu þeir sig eingöngu á fjöllum. Auðvitað heyrðum við sögur af þeim, Grýlu, Leppalúða og jólakettinum, og vorum minnt á að haga okkur vel fyrir jólin annars væri aldrei að vita hvað þessi lýður tæki upp á. Á gam- lárskvöld var svo alltaf brenna í Ögurvíkinni þar sem fólk safnaðist saman og kvaddi gamla árið.“ Hlustuðu saman á Bör Börsson „Fyrsti læknirinn sem ég man eftir var Jón Benedikts- son, myndarlegur maður, en hann bjó þá í Skálavík. Knútur Kristinsson tók við af honum og síðan Bjarni Sigurðsson sem mig minnir að hafi aðeins verið í eitt ár og leigði hann á meðan hjá systrunum í Ögri. Næsti læknir var Högni Björnsson og var læknishúsið byggt sama ár og hann tók við embættinu í Ögri, eða árið 1933. Hann var þarna í nokkur ár, síðan kom Þórður Oddsson og þá Baldur Johnsen. Baldur bjó þarna með konu sinni, Jó- hönnu Jóhannsdóttur söng- konu, og þremur eða fjórum börnum. Síðasti læknirinn í Ögri var Arngrímur Björnsson og lík- lega hefur hann verið í ein tvö ár. Hann var þarna með fjöl- skyldu sína, kona hans hét Þorbjörg Jensdóttir og áttu þau tvö börn. Arngrímur kom jafn- an í heimsókn til pabba og hlustuðu þeir saman á þegar verið var að lesa Bör Börsson í útvarpinu. Á þessum tíma var enginn vegur í Djúpinu og var yfirleitt allt farið á bát- um eða hestum. Pabbi fór ótal læknisferðir inn í Djúp og sömuleiðis Þórður í Odda, og var þá stundum verið að brjót- ast þetta í tvísýnu veðri en allt gekk þetta nú sem betur fer blessunarlega vel. Annars man ég vel eftir sjó- slysi sem varð í Ögri þegar ég var tíu ára. Allir bátar voru komnir í land og þegar leið á kvöld sást bátur koma siglandi undir land. En skyndilega hurfu seglin og þá þótti sýnt að ekki væri allt með felldu. Einn mótorbátur var þarna en ekki var hægt að koma vélinni í gang þannig að á endanum reru þeir út til að kanna hvað hefði orðið um árabátinn. Þegar að var komið var mar- aði báturinn í hálfu kafi og formaðurinn, Sigurjón Guð- mundsson frá Hrafnabjörgum, var fastur við bátinn. Hafði hann náð að binda sig við bátinn en reyndist látinn þegar að var komið. Hinir þrír skip- verjarnir sáust ekki og fundust aldrei. Menn voru jafnvel að halda svona eftir á að hægt hefði verið að bjarga Sigur- jóni, ef eitthver hefði haft þekkingu til að gera á honum lífgunartilraunir. Hann hafði víst ætlað að leggja sjómenn- skuna á hilluna og hætta að róa til að geta aðstoðað for- eldra sína við búskapinn á Hrafnabjörgum. Talið var bát- urinn hefði kollsiglt sig en það var Þórður í Odda átti þennan bát og gerði hann út. Annars voru sjóslys sem betur fer ekki tíð þarna.“ Ástin kviknaði í Ögurvíkinni Árið 1945 söðluðu Her- mann og Salóme um og fluttu til Ísafjarðar. Húsið í Odda hafði brunnið til kaldra kola stuttu áður og flutti þá Þórður með fjölskylduna til Ísafjarð- ar. „Þegar fjölskyldan í Odda var farin leist foreldrum mín- um ekki á að vera þarna lengur enda voru þau þá orðin ein eftir í Ögurvíkinni fyrir utan ábúendur í Ögri og á Garðs- stöðum. Ég var hins vegar flutt að heiman nokkrum árum áð- ur en þetta gerðist og sjálf komin með fjölskyldu á Ísa- firði. Svalbarð var eftir þetta í leigu í eitt ár en síðan var húsið selt til Kópavogs. Ekki veit ég hvernig staðið var að flutningi þess en væntanlega hefur það verið tekið eitthvað í sundur. Ég á góðar æskuminningar úr Ögurvíkinni og tel mig hafa verið heppna að fá að alast upp í sveit og þar að auki í stórum systkinahópi. Þarna höfðum við frelsi sem börn í kaupstöðum þekkja ekki og aldrei voru foreldrar okkar hrædd um okkur þarna. Ég veit eiginlega ekki hvernig hefði gengið að vera með allan þennan hóp í kaupstað, það hefði líklega verið öllu erfið- ara en í sveitinni. Þarna kynntist ég líka manninum mínum, Ásgeiri G. Sigurðssyni, en hann reri þá hjá Þórði í Odda. Hann var frá Bæjum á Snæfjallaströnd, fæddur 7. október 1917, sonur hjónanna Sigurðar Ólafssonar og Maríu Rebekku Ólafs- dóttur. Ég var tæplega tuttugu og þriggja ára þegar við Geiri giftum okkur og nokkrum mánuðum seinna fæddist fyrsta barnið okkar, Hermann Jón. Alla okkar hjúskapartíð bjuggum við á Ísafirði. Fyrst vorum við í einhverju leigu- húsnæði niðri á Tanganum og bjuggum síðan á Felli þar til það brann. Þá vorum við til skamms tíma hjá foreldrum mínum í Mjóstræti en keypt- um svo annan endann í Aðal- stræti 20 en Jón Grímsson átti hinn endann. Árið 1972 keypt- um við íbúðina hér að Grund- argötu 6 þar sem ég bý enn í dag.“ Þegar Fell brann Fell brann til kaldra kola aðfaranótt 15. apríl árið 1946 og fórust fimm manns. Þar bjuggu þá ellefu fjölskyldur og nokkrir einhleypingar, en alls voru sofandi 38 manns í húsinu þegar eldurinn kom upp. Hann breiddist út með leifturhraða og þótti mikil mildi að ekki skyldu fleiri verða honum að bráð en sumir sluppu mjög naumlega. Fæst- um tókst að bjarga nokkru af eigum sínum og stóðu því flestar fjölskyldurnar uppi allslausar á eftir. „Það var mikið áfall þegar Fell brann. Ég var ekki heima þegar það gerðist af því að mamma hafði farið til Húsa- víkur að hitta Kaju systur og á meðan var ég heima hjá þeim í Mjógötunni með Her- mann sem var þá fjögurra ára. Um nóttina vaknaði ég upp við brunalúðurinn og þrátt fyr- ir að ég væri aldrei hrædd á Felli, þá datt mér allt í einu í hug: „Þetta skyldi þó ekki vera Fell?“ Þegar ég leit út sá ég hvar reykurinn steig upp og flýtti mér þá af stað til að aðgæta málið. Þá sá maður þetta allt saman, húsið var alelda og maður sá rúður springa og blómsturvasa detta úr gluggunum. Það var verk- stæði í kjallaranum, málara- verkstæði minnir mig, og við heyrðum sprengingarnar hverja á fætur annarri. Það Hermann og Salóme með börnin ellefu (og fleiri). Aftari röð frá vinstri: Ásgeir G. Sigurðsson (eiginmaður Önnu), Anna, Hermann Hermannsson, Gunnar, Salóme Gunnarsdóttir, Gísli Jón, Þórður, Halldór og Sverrir. Fremri röð frá vinstri: Sigríður, Guðrún Dóra, Birgir, Hermann Jón Ásgeirsson (sonur Önnu), Karítas Kristín með son sinn Birgi og Þuríður með Eydísi Arnviðardóttur. voru ung hjón sem fórust þarna, Sigurvin Veturliðason og Guðrún Árnadóttir. Þar sem ég stend og horfi á ósköpin kemur systir hennar og spyr hvort ég hafi séð hana Dúnu. Já, já, ég sagði henni að ég hefði séð hana þarna úti, en þá var það önnur kona sem hafði fengið kápuna hennar Dúnu lánaða og var í henni þarna. Mér fannst alltaf afskaplega sorglegt að hugsa til þess að hafa sagt þetta þeg- ar ég var spurð um hvort ég hefði séð hana Dúnu. Þarna fórust líka systkin en foreldrar þeirra höfðu verið á hjónaballi eins og margir Ísfirðingar þessa nótt. Höfðu þau fengið barnfóstru til að líta eftir yngra barninu og brann hún líka inni. Ég held að það hafi aldrei verið vitað nákvæmlega af hverju kviknaði í en menn töldu að það hefði verið út frá rafmagni. Það voru alltaf allir hræddir við slíkt enda var þá oft illa gengið frá rafmagns- leiðslum. Við misstum allt okkar þarna en lengi á eftir komst náttúrulega ekkert ann- að að hjá manni en tilhugsunin um fólkið sem þarna hafði farist. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem maður fór að hugsa til þeirra veraldlegu eigna sem maður hafði misst þarna og rifja upp hvað maður hafði átt“. Bakar pönnukökur fyrir Sunnukórsböllin Ásgeir lærði járnsmíði í Skipasmíðastöð Marsellíusar og var auk þess í Iðnskólanum á Ísafirði í ein tvö ár. Hann vann lengstan hluta ævinnar hjá Marsellíusi en var reyndar síðustu árin í Pólnum. „Þá var heldur farið að síga á ógæfuhliðina hjá Skipa- smíðastöðinni og var Geira sagt upp störfum þar. Hann dó árið 1988 úr krabbameini, rétt orðinn sjötugur. Við eign- uðumst þrjú börn; Hermann Jón, sem fæddur var 11. mars 1942 en lést árið 1991. Hann var giftur Guðfinnu Gunn- þórsdóttur, nú búsett í Kópa- vogi, og eignuðust þau saman fjögur börn. Næst er Sigríður Borghildur, fædd 23. október 1947. Hennar maður er Ólafur Þórarinsson og eiga þau fimm börn. Þau búa á Akranesi. Yngst er Anna Kristín sem er fædd 8. nóvember 1958. Hún er gift Gísla Jóni Hjaltasyni og eiga þau fjögur börn. Þau búa hér á Ísafirði. Meðan börnin voru lítil hugsaði ég mest um heimilið og vann lítið úti. Það var ekki fyrr en elsta barnið var um fermingu, að ég fór að vinna í Edinborgarfrystihúsinu. Eftir það fór ég að vinna í Norður- tanganum og var þar meira og minna í ein þrjátíu ár. Ég hef verið um sjötugt þegar ég hætti að vinna og hef ekkert nema gott eitt að segja um árin þar. Það var alltaf svo góður andi í Norðurtanganum og þarna voru góðir yfirmenn, Guðmundur Móses Jónsson og fleiri karlar. Þá fengu allir vinnu, meira að segja krakkar- nir, og alltaf gat maður fengið frí ef svo bar undir og nauðsyn krafði. Ekki er hægt að segja að ég hafi tekið mikinn þátt í félags- málum en þó var ég einu sinni í Kvenfélaginu Hlíf í nokkur ár. Fyrir Sunnukórsböllin bak- aði ég alltaf pönnukökur fyrir Geira en hann var í kórnum í fjöldamörg ár og karlakórnum líka enda hafði hann mjög gaman af því að syngja. Nú baka ég pönnukökur fyrir Önnu Stínu sem einnig hefur verið í Sunnukórnum um ára- bil.“ Hef verið ánægð með mitt Anna segir að þegar hún horfi til baka þá sjái hún auð- vitað að sitthvað hefur breyst en einhvern veginn sé þetta nú þannig að allt hafi það gerst hægt og rólega og renni saman í eitt. Segir hún að það séu helst gamlir, brottfluttir Ísfirð- ingar sem taka eftir breyting- um á bænum en þeir sem eru á staðnum veiti því síður at- hygli. Mest er þó kannski breytingin á fólkinu eða eins og Anna segir að lokum: „Þegar ég var að alast upp átti fólk yfirleitt litla peninga og allir voru jafnir, þannig lag- að. Maður öfundaði engan því það var ekkert að öfunda. Sjálf hef ég lifað ósköp hversdags- legu lífi og verið ánægð með mitt.“ Anna og Ásgeir áttu heima á Felli ásamt Hermanni syni sínum þegar það brann til grunna í apríl 1946. 51.PM5 19.4.2017, 09:5225

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.