Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Fiskmarkaður Vestfjarða ehf. Hafnargötu 56-58 – Bolungarvík Hárstofan Aðalstræti 21 – Bolungarvík Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Aðalstræti 24 – Ísafirði Sól & fegurð ehf., Fótaaðgerðarstofan Silfá Túngötu 3 – Ísafirði Mánagötu 6 – Ísafirði Basil – fataverslun Hafnarstræti 14 – Ísafirði Svæðisútvarp Vestfjarða Aðalstræti 22 – Ísafirði Fjórar svipmyndir af jólahaldi og jólavenjum Sinn er siður í landi hverju. Ekki nóg með það, heldur líka á heimili hverju. Hér á þessum síðum segja fjórar konur frá undirbúningi jólanna og jólahaldinu sjálfu. Allar eru þær búsettar á Vestfjörð- um en baksviðið er ólíkt. Tvær þeirra eru af erlendu bergi en hinar tvær af ís- lenskum stofnum. Önnur þeirra síðar- nefndu er barnfædd í vestfirskum kaup- stað og búsett þar nú. Hin er upprunnin í fjarlægum landshluta en býr nú í vest- firskri sveit. Hverri frásögn fylgir síðan uppskrift – verði ykkur að góðu og gleðileg jól! Dorothee Lubecki ásamt sambýlismanni sínum, Kjartani H. Ágústssyni. Það eru ekki jól nema að Dresdner Christstollen sé komið á borðið Dorothee Lubecki ferðamálafulltrúi segir frá jólahaldi í Þýskalandi Ég er oft spurð hvernig jóla- haldi sé háttað í Þýskalandi. Stundum er eins og fólk haldi jafnvel að þar sé yfir höfuð ekkert haldið upp á jólin. Það er hins vegar mesti misskiln- ingur eins og flestir vita. Jóla- haldið og hefðir í kringum það eru hins vegar með ýms- um hætti eftir landshlutum í hinu stóra Þýskalandi. Þar hafa svæðisbundnar hefðir þróast gegnum tíðina en ég mun láta nægja að segja hér aðeins frá jólahefðunum inn- an minnar fjölskyldu. Hún kemur upphaflega frá Dresden en eftir að hafa misst allt sitt í seinni heimsstyrjöldinni bjó hún fyrst í Berlín og seinna í Koblenz í Rínardalnum. Þegar ég hugsa til þess hvernig ég upplifði jólin þegar ég var að alast upp, þá kemur fyrst upp í hugann að jólin byrjuðu að hluta til í nóvem- ber. Í Þýskalandi er venja að halda upp á alls konar helgi- daga tengda kirkjunni og eru þeir dagar fleiri en þekkist á Íslandi. Þannig eru ýmsir þessara helgidaga tengdir ka- þólsku kirkjunni sem er ríkj- andi á svæðinu þar sem ég ólst upp. En við fengum líka að njóta frídaga lúthersku kirkjunnar. Stollen Fyrsti nóvember er alltaf frídagur og hefur um aldir ver- ið hefð að byrja þá jólabakst- urinn. Á ég þar ekki við smá- kökubakstur heldur bakstur á Stollen sem er alveg ómiss- andi í okkar fjölskyldu. Það eru ekki jól nema Dresdner Christstollen sé komið á borð- ið og þarf að vanda verkið ef vel á að fara. Helst þarf að taka allan daginn frá í þennan bakstur því að Stollendeigið þarf að hefast í óralangan tíma aftur og aftur. Síðan er smám saman verið að blanda út í rúsínum, möndlum, súkkati og kryddi. Vinnan við brauð- gerðina getur tekið allt að hálf- an dag þar til loks má setja brauðin í ofninn. Í Dresden, þar sem Stollen á uppruna sinn, eru enn þann dag í dag ekki bökuð eitt eða tvö Stollen heldur eru þau bökuð í tugatali og síðan send til vina og vandamanna. Þar sem ekki hægt er að baka svo mikið heima án þess að eld- húsið verði undirlagt í marga daga, þá er venjan að kaupa allt sem þarf, koma því fyrir í stórum bala og panta tíma í bakaríinu í nágrenninu. Þar fær hver og einn að koma með sína uppskrift sem auðvitað erfist innan ættanna. Bakarinn hrærir og bakar síðan eftir ósk- um hvers og eins. Okkar fjölskylda hefur alla tíð verið svo heppin að eiga góða, gamla vini í Dresden og enn í dag fær móðir mín sent heim jólastollen. Hún hefur því aldrei þurft að baka sjálf en það gerði amma hins vegar. Hún er fædd og uppalin í Dresden og hélt hefðinni við 51.PM5 19.4.2017, 09:5214

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.