Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 Bjarki Arnarson flugkennari er bráðungur maður en samt með fjölbreyttan lífsferil að baki Skjótur starfsframi í einum af helstu flugskólum Bandaríkjanna Bjarki Arnarson flugkennari í Phoenix í Arizona er aðeins 27 ára gamall. Að minnsta kosti ef miðað er við þann aldur, þá á hann óvenjulega fjöl- breyttan feril að baki. Bjarki lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 1997 en á mennta- skólatímanum tók hann sér nokkurra ára hlé frá námi og var á sjónum. Um það leyti sem hann var að ljúka skólanum færði hann í letur ævisögu hins sérstæða myndlistarmanns og rithöfundar Stein- gríms heitins St. Th. Sigurðssonar. Svo fór hann aftur á sjóinn og var á Sléttanesinu frá Þingeyri. Hann hefur verið pöntunarstjóri hjá 10-11 í Reykjavík. Og nú er hann flugkennari í Banda- ríkjunum og hefur komst þar vel áfram mjög á stuttum tíma. Eins og kunnugir munu sjá á nýjum myndum er Bjarki nú talsvert ólíkur því sem hann var veturinn 1996-97 þegar hann var í fjórða bekk í MÍ, sem um þær mundir hét reyndar Framhaldsskóli Vestfjarða. Þá var hann með ljóst skegg og hárafarið var allt annað. Í minningu gamals þýskukennara á þessum tíma er Bjarki listhneigður maður og fjölhæfur og bráðskýr og eirðarlaus og leitandi og tilfinninga- næmur og einhvern veginn sér maður hann frekar fyrir sér við listmálaratrönur eða með gítar eða í hugleiðslu heldur en við flugkennslu. En kannski er þetta allt saman tóm vitleysa. Stuttklippti og skegg- lausi maðurinn í dag er mjög traustvekjandi og virðist passa fullkomlega í stjórnklefann jafnt á Cessnu sem Júmbó. Bjarki Arnarson er fæddur og uppalinn á Siglufirði en fluttist sjö ára að aldri inn í Skagafjörð, á lítinn sveitabæ ekki langt frá Hofsósi. Þar kláraði hann grunnskólann og fluttist síðan til Ísafjarðar til náms í framhaldsskóla. „Ég eyddi þá tveimur mjög minnisstæðum árum í MÍ, var til dæmis söngvari Stórsveit- arinnar, sem á næsta ári heldur upp á tíu ára afmæli. Eftir tvö ár á Ísafirði ákvað ég að reyna eitthvað nýtt og hélt til Siglu- fjarðar aftur þar sem ég fór á sjó og eyddi þar næstu þremur árum ævinnar. Svo varð ég að reyna eitt- hvað nýtt og fluttist til Reykja- víkur í nokkra mánuði. Þar fékk ég símhringingu þar sem mér var boðin vinna í Lands- bankanum á Ísafirði og ég ákvað að flytjast aftur vestur og vinna þar í einhvern tíma. Eftir um ár í bankanum ákvað ég að klára námið sem ég hafði byrjað í Menntaskólan- um á Ísafirði og skráði mig inn á haustönn 1995. Á meðan ég beið eftir að komast inn í skólann vann ég í Sandfelli hf. á Ísafirði.“ Þrif og ævisögu- ritun með námi „Haustið kom og hóf ég nám í skólanum eftir þetta langa hlé. Það var skrýtið að ganga sömu gangana og ég hafði gengið með jafnöldrum og góðum vinum nokkrum ár- um áður. Nú var ég umkringd- ur fólki sem ég hafði sjaldan eða aldrei séð áður. Eftir svo- lítinn aðlögunartíma kynntist ég auðvitað fjöldanum af góðu fólki og eignaðist þar nokkra af bestu vinum mínum. Á meðan ég var í náminu vann ég á kvöldin við að þrífa rækjuverksmiðjur og frysti- hús. Á sumrin var ég á sjó á Framnesinu frá Ísafirði. Á lokaárinu í skólanum sá ég þar auglýsingu uppi á vegg þar sem verið var að spyrja eftir fólki með reynslu á tölv- ur. Ég hringdi í símanúmerið og þetta reyndist vera Stein- grímur St. Th. Sigurðsson, rit- höfundur og listmálari. Eftir að ég var búinn að fara út í Hnífsdal og hitta Steingrím ákvað ég að láta slag standa og rita ævisöguna hans. Í rúman mánuð kom hann alltaf heim til mín, settist í hægindastólinn minn og byrj- aði að tala. Ég sat fyrir framan tölvuna og pikkaði hvert orð sem hann sagði. Um tveimur árum síðar var bókin gefin út. Steingrímur kenndi mér að horfa á lífið í allt öðru ljósi en nokkur maður hafði sýnt mér áður. Hann andaðist fyrir tæp- um tveimur árum, blessuð sé minning hans.“ Síld, 10-11, sjór og flug Eftir stúdentspróf frá Menn- taskólanum á Ísafirði vorið 1997 fór Bjarki aftur á sjó á Framnesinu og var þar um sumarið. „Um haustið ákvað Michelle og Bjarki á brúðkaupsdaginn 27. október sl. Bjarki um borð í einni af kennsluvélunum. ég að fara til Danmerkur og dvelja þar um tíma hjá systur minni, henni Möggu Björk. Ég eyddi um tveimur mánuð- um í Danmörku og þá var tími til kominn að fara aftur heim. Í þetta skipti fluttist ég á Djúpavog og vann þar í síld eina vertíð. Þaðan lá leið mín til Reykjavíkur, þar sem ég vann í 10-11 búðunum sem pöntunarstjóri.“ Á þessum tíma byrjaði Bjarki að vinna að einkaflug- mannsprófinu. „Flug var eitt- hvað sem mig hafði langað til alveg síðan ég var um fimm ára og nú ætlaði ég að láta slag standa. Ég kláraði einka- flugmannsprófið og fékk skírteinið vorið 1998. Um sumarið fór ég aftur á sjóinn og í þetta skipti á Sléttanesið frá Þingeyri. Þar kynntist ég góðu fólki.“ Síðla árs 1999 var ákveðið að selja Sléttanesið og öllum var sagt upp. „Ég stóð á tíma- mótum í mínu lífi og þurfti að ákveða hvað ég vildi gera næst. Þarna var flugið farið að kippa mikið í mig og ég var búinn að vera að athuga með flugskóla í Bandaríkjun- um. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að sækja um í flug- skóla í Phoenix í Arizona. Svarið kom fljótlega og papp- írsvinnan hófst. Ég var á leið til Bandaríkjanna að láta drauminn rætast. Drauminn sem ég hafði átt síðan ég var um fimm ára aldurinn og sat fyrir framan eldhúsviftuna með headfóna og flaug í hug- anum út um allan heim.“ Nýtt líf vestra „Eftir mikla pappírsvinnu, skriftir í gegnum netpóst, sím- hringingar og annað slíkt, var tími til kominn að pakka niður og leggja í hann. Það eina sem ég tók með mér hingað út voru fötin mín, tölvan og gítarinn. Allt annað er enn í geymslu á Íslandi. Flug hingað út tekur um ellefu klukkutíma. Fyrst flaug ég til New York þar sem ég skipti um flugvél. Þaðan lá leið mín til Las Vegas og eftir um tveggja klukkutíma bið þar komst ég til Phoenix um 51.PM5 19.4.2017, 09:524

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.