Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 5 smáarklukkan tvö að næturlagi. Éghafði pantað mér hótelher- bergi og fór þangað í leigubíl því að bað og svefn var vel þegið. Næsta morgun pantaði ég leigubíl og hélt upp í skóla. Þessir fyrstu dagar í nýju landi voru mjög áhugaverðir og ég var að læra siði innfæddra eins og þeir komu fyrir á hverjum degi. Það sem ég tók eftir í fyrstu er hvað Bandaríkja- menn eru kurteisir. Að fara í búð minnti mig á þá gömlu góðu daga þegar mamma var að vinna í búðinni hans afa á Sigló og sagði veskú. Allir buðu góðan daginn, jafnvel fólk sem að ég mætti á förnum vegi og hafði engin önnur samskipti við.“ Fjölbreytt kennsluverkefni „Skólinn sem ég fór í heitir Pan Am International Flight Academy. Gamla flugfélagið Pan Am fór reyndar á hausinn fyrir nokkrum árum en þjálf- unardeildin var keypt út af nokkrum sterkum aðilum og þetta er nú einn af stærstu skólunum hérna úti í Banda- ríkjunum. Ég hóf nám í blind- flugi og eftir nokkra mánuði hafði ég klárað flugkennara- réttindin á eins hreyfils og tveggja hreyfla flugvélar og var farinn að kenna hjá skól- anum. Áður en ég kláraði öll kenn- araréttindin hafði ég komið mér í þá aðstöðu að hjálpa einum yfirmanni skólans við að skrifa bók fyrir eitt pró- grammið sem Pan Am var að fara að bjóða upp á. Þetta er í dag kallað Air Crew Educat- ion Program eða ACE-pró- grammið og býður þann möguleika að læra á þotur og ný kerfi sem flugmenn í dag nota hjá stóru flugfélögunum. Á þessum tíma fékk ég mitt fyrsta tækifæri að fljúga þotu- flughermi og ég var einn af þeim fyrstu til að klára þetta prógramm hjá Pan Am. Eftir að ég byrjaði að kenna Bjarki og Steingrímur St. Th. Sigurðssonar að skrifa Lífsbók þess síðarnefnda árið 1997. Bjarki ásamt vini sínum Brock í flughermi Boeing 737-200. Bjarki ásamt kunningja sínum í Namibíu í Afríku 1997. sem reglulegur flugkennari hjá Pan Am komst ég meira og meira inn í kerfið hjá þeim og var nú kominn í stjórn yfir nokkrum af stærstu pró- grömmunum sem Pan Am býður upp á. Þar á meðal er „Crew Resource Managa- ment“ eða CRM en ég sé um að kenna atvinnuflugmönnum fyrstu skrefin í áhafnasam- starfi. „Route“ sem er sett upp sem lítið flugfélag, þar sem að flugmenn fljúga á nokkra áætlunarstaði og þurfa að skila tímaskýrslu eftir hvert flug. Þetta prógramm er allt flogið á tveggja hreyfla flugvélar og gert fyrir flugmenn sem vilja byggja upp tíma á fjölhreyfla flugvélar. Svo er ég í dag yfir ACE-prógramminu og er að skrifa nýja bók um þotur og þau tæki og tól sem við notum. Pan Am er einnig að fá nýjan flughermi, CRJ-200, sem við munum taka í notkun í byrjun næsta árs.“ 11. september 2001 Naumast verður skilið svo við Bjarka Arnarson í þessu spjalli, að ekki sé vikið að því sem breyst hefur í fluginu á síðustu þremur mánuðum eða frá svarta deginum 11. sept- ember. Eins og vænta má er sá dagur brenndur í vitund hans eins og annarra. „Ég var uppi í skóla og heyrði fréttir- nar um leið og þær voru að gerast. Ég fór og horfði á sjón- varpið og sá þegar seinni flug- vélin flaug inn í World Trade Center. Þennan dag áttuðum við öll okkur á að flugið ætti aldrei eftir að verða eins og það hafði verið. Öllum flugvöllum landsins var lokað og ekkert opnaðist fyrr en um viku síðar. Stóru flugfélögin fengu að fljúga en allir aðrir sátu bara og biðu. Viku síðar opnaðist kerfið fyrir flugvélar sem flugu á blindflugsflugplani og þar sem ég er yfir Route-pró- gramminu, þá komu yfirmenn skólans til mín og spurðu hvort ég vildi sjá hvort við gætum komið einhverjum flugvélum í loftið. Sama kvöld flaug ég til Kaliforníu. Þetta flug var mjög einkennilegt. Venjulega þegar maður flýgur til Kaliforníu er mikið að gera hjá flugumferðarstjórunum og maður getur varla komið orði að í talstöðinni. Í þetta skipti var yfirleitt bara þögn en ein- staka flugfélag tilkynnti sig.“ Margt hefur breyst „Fyrstu vikurnar eftir árás- irnar var viðbúnaður á flug- völlum landsins mjög mikill. Mikið var um takmarkanir á flugleiðum og flugsvæðum. Flugmenn máttu búast við að fá fylgd frá herþotum Banda- ríkjahers og þurftu að kunna þær reglur sem því fylgja. Einnig þurftum við að hlusta á neyðartíðni þar sem herþot- urnar gætu talað við okkur ef með þyrfti. Flug á æfinga- svæðunum hérna hefur ekki breyst að ráði þó svo að ein- staka sinnum sjáum við her- þotur sveima yfir til að fylgjast með. Flugþjálfun í heild hefur ekki breyst mikið. Atvinnu- möguleikar hafa á hinn bóginn breyst. Flugfélögin eru ekki að ráða neina flugmenn um þessar mundir. Það tekur ef- laust einhvern tíma að koma öllu í sama far og það var fyrir árásirnar. Ef ég lít til baka nú í dag og ber saman annars vegar þjóð sem virtist hrokafull en þó kurteis, og hins vegar þjóð sem í dag stendur saman í stríði, þá verð ég að segja að Bandaríkjamenn eru alveg einstakir þegar að því kemur að standa saman. Annar hver bíll er með bandaríska fánann í glugganum eða límmiða sem á er letrað Við stöndum sam- an.“ Heimasíðan Bjarki Arnarson er með heimasíðu á Netinu. Slóðin er http://bjarkiarnarson.trip- od.com og þar má finna gamlar og nýjar myndir frá lífi Bjarka og störfum. Einna nýjastar eru myndir frá brúð- kaupinu þegar þau Michelle („hún er algjör engill“) gengu að eigast fyrir hálfum öðrum mánuði. Þar eru líka myndir frá starfi hans við flugið og flugkenn- sluna, frá Namibíudvöl, frá starfinu að Lífsbókinni með Steingrími St. Th. Sigurðs- syni, frá tónleikahaldi Stór- sveitarinnar í Menntaskólan- um á Ísafirði og fleira og fleira. Gerið svo vel að líta inn! Bjarki við TF-FFE á leið til Vestmannaeyja árið 1998. Skíðabogar óskast á Sub- aru. Uppl. í síma 864 6551. Óska eftir sjónvarpi, gef- ins eða fyrir lítinn pening. Uppl. í síma 867 3176. Til sölu vegna flutnings er skenkur, stóll, sófi og lítill ísskápur. Allt ódýrt. Uppl. í síma 456 7270. Meðleigjandi óskast að 3ja herb. íbúð í Reykjavík frá og með 1. janúar nk. Uppl. í síma 693 0311. Koltra, handverkshús á Þingeyri hefur opið alla virka daga nema miðviku- daga frá kl. 15-18 og frá kl. 14-18 um helgar til jóla. Opið frá kl. 14-22 á Þorláks- messu. Óska eftir 3ja sæta sófa í góðu ástandi, helst gefins eða ódýrt. Upplýsingar í síma 862 4801. Til sölu er 4ra herb. íbúð á 1. hæð að Stórholti 7 á Ísafirði. Góð og vel skipu- lögð blokkaríbúð. Blokkin var máluð að utan sumarið 2000 eftir gagngerðar við- gerðir. Upplýsingar í síma 456 4640 eftir kl. 19. Til leigu er 3ja herb. íbúð í Stórholti í mjög góðu standi. Laus. Uppl. í síma 456 6249 og 897 6293. Hef til sölu Konica mynda- vél. Ein af þessum gömlu góðu. Manual focus og hraði. Hlíf með hálsól fylg- ir. Kjörin fyrir áhugaljós- myndarann. Verð 13.000. Uppl. í síma 866 5312. Jói Snæ og flutninga- bíllinn í jólaskapi Fyrir jólin keppast menn við að hengja upp marg- víslegar skreytingar bæði úti og inni. Enda eru jóla- ljósin sannarlega kærkom- in tilbreyting í svartasta skammdeginu, ekki síst þegar jörð er auð og myrkr- ið því blekaðra en ella. Þá tíðkast víða að að fólki skreyti vinnustaði og setji jafnvel upp jólatré. Skreyttir vinnustaðir á hjólum hafa samt hingað til verið fágæt sjón. Þótt Jói Snæ (Jóhann Snæfeld Guðjónsson) sé gamal- reyndur flutningabílstjóri og mikill jaxl, þá er hann í hjarta sínu jólabarn og fyllist tilhlökkun eins og aðrir þegar líður að jólum. Leiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur getur verið einmanaleg á niðdimmum vetrarkvöldum, ekki síst þegar aðrir eru heima hjá sér og njóta þeirrar jóla- stemmingar sem jafnan fylgir aðventunni. Jói Snæ dreif sig því í að skreyta bílinn sem er nú í sínu fínasta jólapússi. Við fram- rúðuna blikar á ljósin á jólaseríu og þar fyrr ofan er jólasveinn á sleða dregn- um af hreindýrum, veifandi öllum sem hann mætir. 51.PM5 19.4.2017, 09:525

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.