Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 26

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Vestri ehf., Aðalstræti 5 – Patreksfirði Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Vitastíg 1 – Bolungarvík Klofningur ehf., Aðalgötu 59 – Suðureyri Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða SRG – Múrun – röra og hellugerð – Skeiði – Ísafirði Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Þórsberg ehf., Strandgötu 5 – Tálknafirði Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Silfurgötu 1 – Ísafirði Óútreiknanleg ást „Ég er orðinn leiður á þessu öllu saman en þó er ég alltaf í góðu skapi núorðið.“ (Ólafur Helgi Kjartansson, dagbók 23. febrúar 1971). Sagan fjallar um ungan mann (dreng) í menntskóla, sem er að ströggla við jólaprófin, fellur í stærð- fræði og þarf að taka upp til að komast áfram. Hún gerist um 1970 og ungi maðurinn er síðhærður, óhamingju- samur og ástfanginn. Sagan á sér enga stoð í raun- veruleikanum aðra en þá að hún hefði getað hent ótalmarga á þessum árum. Kveikjan er þetta örstutta dagbókarbrot að ofan. Enn voru fjórir dagar til jóla. Lækjargatan iðaði af bílaumferð. Varla var hræðu að sjá. Rigningin lamdi bíl- ana, götuna og Kjartan Stein. Sítt hrokkið hárið stóð ekki lengur út í loftið heldur lak niður höfuðið og háls- inn, ýmist utan eða ofan í kragann á lopapeysunni. Verra var að vatnið lak að mestu eftir nærri sléttuðu hárinu ofan í hálsmálið og bakið var blautt. Peysan var nærri rennblaut undir grænu gæruúlpunni. Kannski hann hefði átt að setja upp hett- una. Hann blótaði og hugs- aði sem svo að betra hefði verið að vera í skyrtu eða bol undir peysunni, þá hefði ekki klæjað svona hræðilega undan lopanum. Nú fann hann hvernig vatnið lak nið- ur í nærbuxurnar. Kjartan var orðinn blautur í klofinu. Það liti ekki vel út þegar hann hneppti frá sér úlpunni. Aðventan hafði verið af- leit. Jólaprófin snerust upp í martröð. Honum varð hugs- að til foreldra sinna. Þau höfðu hvatt soninn til þess að lesa nú vel í allt haust. En hver með fulla meðvitund hafði áhuga á skólanum? Hann langaði ekki til þess að paufast gegnum mennta- skólann. Fátt var hallæris- legra en íslenzk pólitík. En samt var Kjartan sammála Jónasi frá Hriflu, einmitt núna þegar hann hafði fallið í stærðfræði. Jónas hafði fyrirlitið Menntaskólann í Reykjavík. Ástæðan hafði verið ein, sú að þaðan komu allir embættismenn og reyndar flestir framámenn á Íslandi langt fram efir öldinni. Hvern langaði svo sem til þess að verða embættis- maður og sitja bak við skrifborð og fúlna þar það sem eftir væri ævinnar? Þar skildi þá Jónas að. Þegar Kjartan hafði farið til dvalar í sveitinni fyrir nokkrum árum komst hann að því, að framsóknarmennskan var ekki heillandi, – ekki fyrir mig, hugsaði hann. Ekki voru Bítlarnir í pólitík. Roll- ing Stones gáfu skít í kerfið. Það gerðu flestir í rokkinu. Sennilega yrði draumurinn um að sjá Stones á tónleik- um aldrei að veruleika. En Led Zeppelin höfðu þó komið til Íslands um sumarið. Eftir það skildi hann ekkert í því hvers ungt fólk væri að paufast í skóla. Lagið „Your time is gonna come“ hljómaði í huga hans. Þetta voru kaldir náungar, sennilega þeir svölustu sem hann hafði séð í návígi. En stærðfræðiprófið grúfði yfir eins og dimmt ský. „Stærðfræði eins og þessi sem verið er að reyna að troða í hausinn á okkur er eitthvað það vesælasta sem mannsandinn hefur fundið upp“, hugsaði Kjartan með sér þegar hrollurinn fór um hann. Hann var ekki viss um það hvort uppspretta hans væri vatnið sam lak við- stöðulaust niður grannan bolinn um klofið og niður lærin. Hann yrði orðinn blautur innan frá fyrr en varði. Prófið myndi ekki taka langan tíma, hugsaði hann. Ekki þyrfti ekki nema klukkutíma til þess að koma frá sér öllu því sem hann hafði lært þetta haustið í stærðfræði, sennilega dygði hálftími. Aftur kom fjandans hroll- urinn yfir drenginn, sem skalf nú eins og hrísla í vindi. Eini kosturinn var sá, að kennarinn hafði lofað að prófa Kjartan munnlega. Það voru sameiginlegir hags- munir þeirra og tæki styttri tíma. Óþægindi þeirra yrðu þannig fyrr að baki. Jólin nálguðust og sennilega ólu þeir báðir þá veiku von í brjósti, að munnlegt próf tæki skjótar af. Alltaf var sá fjarlægi möguleiki fyrir hendi að heppnin legði Kjartani lið og drátturinn færi þannig að hann hlyti eitthvert einfalt og þægilegt dæmi, eitthvað sem hann kynni og myndi jafnvel koma til skila á þann veg að pródómaranum líkaði. Klukkan var farin að ganga þrjú og það hafði varla birt í dag. En það var ekki bara í umhverfinu sem ekki birti. Um leið og hann gekk út á gangbrautina kom svört Volga með sendiráðs- númeri á fullri ferð og skvetti á hann vatni. Alltaf voru þeir til vandræða Rúss- arnir. Það var óþarfi að skvetta á þá sem ekki voru fylgispakir. Úlpan blotnaði en ekki í gegn. Sennilega myndi hún fyrr gegnblotna innan frá eins og vatnið lak niður hálsmálið á lopapeys- unni. Kjartan blótaði aftur og hljóp yfir götuna og upp tröppurnar að Menntskól- anum. Á leiðinni upp tröppurnar fann hann fyrir væntumþykju í garð gamla skólans en vildi frekar vera að gera eitthvað annað. Var það kannski misskilningur? Þau Særún höfðu ætlað að hittast eftir prófið. En hon- um leið afleitlega. Hárið var blautt og honum fannst að engin sjón væri að sjá hann nú, bara hallærislegt. Þau höfðu hitzt á balli í öðrum skóla fyrr í mánuðinum, sem reyndar var fyndið, því bæði voru þau í MR. Stærðfræði! Af hverju í ósköpunum datt honum í hug að fara í stærðfræði- deild? Tungumál voru skemmtilegri og sennilega til meira gagns. En strákar- nir sem völdu stærðfræðina voru kaldari, meiri karlar í krapinu, töffarar. Eða hvað? Hann ákvað að fylgja vin- unum og nú sat hann eftir með upptökupróf og allir farnir í jólafrí. Yfirkennarinn hafði sagt við kynninguna á skólanum fyrir þremur ár- um, að alltaf kæmi að skuldadögunum. Það var stóri gallinn við þessa gömlu kennara, að þeir voru sannspáir, ekki yfirþyrmandi skemmtilegir, en vissu greinilega sínu viti. Vinirnir voru farnir í jólafrí og hér stóð Kjartan garmurinn og vorkenndi sjálfum sér skelfi- lega mikið. Hugurinn þráði hlýtt rúm, rokktónlist og Særúnu, sem var alltaf vel lesin, vissi sínu viti og laun- fyndin, hlý með mjúkar varir, þær mýkstu sem hann þekkti. Hann þekkti ekki margar, reyndar engar aðrar að sínum eigin frátöldum. Rigningin lamdi úlpuna og hárið lak niður, laumaðist undir gleraugun, byrgði alla sýn, fyllti augun. Hann hefði eins getað verið að gráta. Kalt vatnið fossaði niður bakið, bringuna og ofan í buxurnar. Hrollurinn heltók grannan kroppinn. Var það óttinn við stærð- fræðiprófið, nú eða höfnun- ina, færi svo að árangurinn yrði annað fall, sem óhjá- kvæmilega þýddi aukavetur í MR, nú eða tilhugsunin um mjúkan líkama stúlk- unnar sem hann unni? Eftirvæntingin og óttinn tókust á svo hrikti í stoðum sálarlífsins. Loksins vaknaði drengur- inn af hugsunum sínum. „Sæll Kjartan minn, stendurðu hér í rigningunni, rennvotur, áttu ekki að vera kominn í jólafrí vinur?“ Skúli gamli, sögukenn- arinn hans, stóð fyrir framan hann, eins og hann hefði komið af himnum ofan. Af honum lagði sterka brenni- vínslykt. En hvað kom það drengnum við. Skúli var fínn kennari, dálítið sérvitur og drykkfelldur og Kjartan hafði fengið 9 í sögu þótt þeir Skúli deildu ekki áhuga á rússnesku byltingunni. Það var reyndar annað áhyggjuefni. Það þótti fínt að vera kommi en sjálfum fannst honum það hallæris- legt, hafði bara ekki þorað að nefna það við Særúnu. „Fjandinn!“ hugsaði hann upphátt. Hún vill mig ekki þegar hún kemst að því, að ég nenni ekki að hampa þessu handónýta kúgunarkerfi Rússanna. Ofan á allt annað bönnuðu þeir rokktónlist. Rokkið var órjúfanlega bundið frelsinu í huga hans. Rolling Stones voru topp- urinn, harðir hráir, grófir að ákveðnu marki, en ekki væmnir. Þannig vildi hann hafa þetta, ekkert stelpuhjal heldur alvöru tónlist. „Er allt í lagi vinur minn?“ Gamli sögukennar- inn horfði áhyggjufullur á hann: „Ekki blóta drengur minn.“ „Ég féll í helvítis stærð- fræðinni og er að fara í upptekt.“ „Á drengurinn minn, gangi þér vel. Trotzkí þurfti að berjast í ýmsu og allt hafðist það þangað til Stalín lét drepa hann.“ Skúli gekk niður stíginn í átt að tröppunum niður á Lækjargötuna. Kjartan hljóp upp að gamla skólahúsinu. Innra með sér hló hann. Skúli var ekki hrifinn af Stalín. Um leið og Kjartan dáðist að mönnum sem voru fastir á meiningunni hafði hann ímugust á kommúnisma, kerfi sem hlekkjaði fólk við vonlausa stefnu í áferðar- fallegum búningi. En skurn- in huldi ekki grimmdina, vonleysið og blekkinguna sem fyrir innan bjó. Einhvern tíma hlyti hún að brotna. Sumir skólafélaganna sögðu það sama um kapi- talisma, sem var nú ekki mikill á Íslandi, nú eða kristna trú. Sem barni þótti Kjartani trúin góð. Allt var svo einfalt og gott og líka full- orðna fólkið. En það var ekki auðvelt að verða full- orðinn, þvert á móti. Með 51.PM5 19.4.2017, 09:5226

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.