Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 Óskum starfsfólki okkar til sjós og lands gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum árið sem er að líða. Sparisjóður Bolungarvíkur Bolungarvík – Suðureyri Sendum Bolvíkingum, Súgfirðingum og öðrum Vestfirðingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir viðskiptin. Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og Vestfirð- ingum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða. Súðavíkurhreppur Hugvekjuna ritar sr. Stína Gísladóttir, sóknarprestur í Holti í Önundarfirði Brátt kemur gesturinn Aðventan er undirbúningstími. Undirbúningstími getur verið erilsamur en hann getur líka verið skemmtilegur og eftirvæntingarfullur. Hvað erum við að undirbúa? Orðið aðventa þýðir koma. Hver er að koma? Jesús Kristur heitir hann, konungur konunganna og konungur englanna. Yfirskrift aðventunnar er þessi: Sjá, konungur þinn kemur til þín. Þegar von er á góðum gestum undirbúum við okkur til að geta tekið vel á móti þeim. Konungskoma þykir merkileg. Á aðventunni erum við að undirbúa komu konungs himn- anna. Gætum þess þó að vera ekki svo upptekin við undirbúning, að við gleymum gestinum sjálfum. Aðventuljósin lýsa upp skammdegið og eru tákn gleði og lífs. Þau eru einnig tákn þess að Jesús Kristur er ljós heimsins. Aðventukransinn hefur fjögur kerti, eins og sunnudagar aðventunnar eru fjórir. Fyrsta sunnudag í aðventu kveikjum við á því fyrsta og síðan bætist eitt við hvern sunnudag þar til þau loga öll. Birtan, fegurðin og eftirvæntingin eykst. Jólakortin sýna ættingjum og vinum að okkur þykir vænt um þá, að við munum eftir þeim og viljum gleðja þá. Jólagjafirnar eiga að vera gleðigjafar, sem minna á jólagjöfina stærstu: Jólabarnið sjálft, frelsarann, sem gaf sjálfan sig til að við mætt- um eignast eilíft líf. Hreingerningin getur skapað tilfinningu fyrir umhyggju og hátíð. Og svo er hægt að hjálpa öðrum að þrífa! Kökuilmurinn er svo góður, full kökubox gleðja og kökur eru líka góðar gjafir. Jólamaturinn er mikilvægur. Við eigum mikil gæði þegar við eigum nægan og góðan mat. Sameiginleg máltíð er um allan heim tákn um vináttu og gott samfélag. Munum að sumir hafa lítið og þarfnast hjálpar okkar. Öll hin margvíslegu gæði okkar, sem ein- kenna jólaundirbúninginn, eru þakkarefni. Gætum þess að gleyma ekki tilefninu: Guð sjálfur kemur til að vera jólagesturinn. Hvað viljum við gera til að það geti sem best einkennt jólin okkar? Kirkjan kallar okkur til helgihalds á aðventu. Aðventuhátíðir, tónleikar, guðsþjónustur, sálmasöngur, lestur Biblíunnar, heimsóknir, kertaljós og kyrrðarstundir í einrúmi og sam- félagi – allt getur það hjálpað okkur til að eignast jólafrið og jólagleði, sem er for- senda þess að við getum flutt öðrum frið og gleði. Fjórða sunnudag í aðventu kveikjum við öll fjögur ljós aðventukransins og syngjum: Við kveikjum fjórum kertum á, brátt kemur gesturinn, og allar þjóðir þurfa að sjá, að það er frelsarinn. Jólaboðskapurinn er gleðiboðskapur. Jólaboðskapurinn er friðarboðskapur. Aðventan vísar okkur veginn. Hjálpumst því að við að nota aðventuna rétt. Við þurfum ekki allt þetta tilstand. Tökum kyrrðar- stundirnar fram yfir. Hið eina nauðsynlega er að hleypa jólagestinum sjálfum inn í undir- búninginn og jólin með frið sinn og fögnuð. Þá verða gleðileg og friðsæl jól. 51.PM5 19.4.2017, 09:528

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.