Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 Dagný við glerbrennsluofninn. Stærsti glerbrennsluofn landsins hjá Rammagerðinni? Listmunir og nytjahlut- ir úr endurunnu gleri Rammagerð Ísafjarðar hef- ur tekið í notkun nýjan brenn- sluofn sem væntanlega er sá stærsti á Íslandi sinnar gerðar. Hægt er ná allt að 1300°C í ofninum sem eingöngu verður notaður til að bræða gler. Að sögn Dagnýjar Þrastardóttur í Rammagerðinni er þarna í raun um að ræða endurvinnslu á gleri þar sem hráefnið er aðallega rúðugler sem aðrir henda. Eins og flestir vita er afar dýrt að eyða gleri en með þessu móti er hægt að nýta það að nýju og gera úr því bæði nytjahluti og listaverk. Einnig er hægt að nota annað gler, t.d. flösku- og krukku- gler, en Dagný segist ætla ein- beita sér að því að vinna úr rúðuglerinu. Við þessa vinnslu er glerið litað eftir vild og sett í ofninn þar sem það tekur á sig þá lögun sem óskað er eftir hverju sinni. Dagný segir jafn- framt að það hráefni sem hún vinnur með núna sé gler úr Neista, húsi sem stóð lengi við Hafnarstræti 9 og var rifið í haust. Fyrir stráka á öllum aldri! BERTONI Tölvumynd af nýja húsinu eins og það kemur til með að líta út. Stórbygging Ágústs og Flosa ehf. á Ísafirði Reisugildið verður á morgun „Verkhraðinn frá því að stálgrindin kom loksins frá Bretlandi hefur verið alveg eftir sumaráætlun. Þetta hefur gengið mjög vel enda hefur tíðin leikið við okkur“, segir Ágúst Gísla- son byggingaverktaki um framkvæmdir við nýju stór- bygginguna við Hafn- arstræti á Ísafirði. Búið er að reisa stálgrindina nema hvað ákveðið var að geyma örfáar sperrur þangað til á morgun, föstudaginn 21. desember, en þá verður flaggað og haldið reisugildi. Komnir eru gluggar og gler í fyrstu hæðina og búið er að loka sjálfu verslunar- rýminu en ætlunin er að búið verði að loka húsinu að fullu eftir mánaðartíma. 51.PM5 19.4.2017, 09:526

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.