Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Tryggvi Guðmundsson hdl., Hafnarstræti 1 – Ísafirði Sindragötu 10 – Ísafirði Bolungarvík – Hólmavík – Ísafirði Fræðslumiðstöð Vestfjarða Árnagötu 2-4 Ísafirði Verslunarmannafélag Ísafjarðar Suðurgötu Ísafirði Gardínubúðin ehf., Hafnarstræti 8 Ísafirði Freyjugötu 1 – Suðureyri aldrinum 7-8 ára. Leikritið var boðskapur til yngri barna, þannig að þarna fór saman uppbygging unga fólksins og boðskapur til barnanna. Skólastjórinn sagði okkur einnig frá baráttunni gegn fíkniefnum. Notkun fíkniefna er gífurleg og mjög erfitt að sporna á móti henni þar sem börnin sjá að „dílerarnir“ hafa það miklu betra fjárhagslega en aðrir borgarar. Skólastjór- inn sagði að þau hefðu miklar áhyggjur af því vonleysi og svartnætti sem blasir við ungu fólki og vaxandi sjálfsmorð- um sem tengdust því: „Við verðum að gefa unga fólkinu von.“ Ömurleg aðbúð á sjúkrahúsi Undir lokin heimsóttum við sjúkrahús. Læknirinn sem tók á móti okkur og leiddi okkur um stofnunina sagði okkur að þetta sjúkrahús hefði eitt sinn verið stærsta héraðssjúkra- húsið í Serbíu. Þarna eins og í öðrum opinberum stofnunum var ekkert fjármagn til upp- byggingar. Nýmálaðir veggir vöktu því sérstaka athygli okkar. Öll tæki voru áratuga- gömul. Hreinlætisaðstaðan ömurleg. Eitt klósett á gangi fyrir 40 sjúklinga auk starfs- fólks. Hvergi sáust böð eða sturtur. Nýlega hafði sænski Rauði krossinn gefið vinnuföt á starfsfólkið. Við heimsóttum einnig bæj- arstjórann sem tók vel og inni- lega á móti okkur í hrörlegu skrifstofuhúsnæði. Heimsókn okkar vakti greinilega athygli því að sjónvarpsmenn og blaðamenn komu og tóku við- töl. Kannski ekki algengt að fá sendinefnd eins og okkar í heimsókn. Föt úr íslenskri ull Serbar eru vingjarnlegt en stolt fólk. Það sást að það var ekki auðvelt fyrir þau að sýna okkur þessa eymd og örbirgð. Þau fóru þess vegna með okk- ur á ýmsa sérlega fallega staði og gáfu okkur góðan mat sem þau eru snillingar í að elda, enda er þarna mikið landbún- aðarhérað. Einn allra fallegasti staður- inn sem þau fóru með okkur til var lítið ferðamannaþorp uppi á fjalli. Þar var þeirra Árbæjarsafn og ullarsel, þar sem íslenska ullin hefur verið notuð í mörg ár til að framleiða úrvals ullarpeysur og fleira. Augljóst var að þau eru hrifin af ullinni okkar. Við fengum að sjá ullartískusýningu og vorum mjög hrifin hvað þeim hefur tekist að búa til fallegar flíkur, enda hafa þau haft mjög góðan hönnuð. Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og Vestfirð- ingum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Greinarhöfundur og Drago- mir Citic. Við heimsóttum höfuð- stöðvar júgóslavneska Rauða krossins í Belgrad. Þar áttum við fundi með framkvæmda- stjóranum, dr. Jelenu Pesic, og fleira starfsfólki. Einnig með formönnum sendinefnda Alþjóðaráðs Rauða krossins og Alþjóðasambands Rauða kross félaga. Allt voru þetta fróðlegir og gagnlegir fundir. í þjóðarsálinni. En líka um vonina sem kom með frelsinu sem þau hafa öðlast eftir stríðslok. Og þrátt fyrir allt var stutt í brosið og kærleik- ann hjá öllu því fólki sem við kynntumst. Þegar við fórum vorum við búin að læra að skála (zxivjeli) í Slívovits og kyssa þrisvar – „einu sinni á aðra kinnina, tvisvar á hina“. Zxivjeli! Á kvöldin þegar sest var niður í rólegheitum fengum við margar frásagnir hjá bíl- stjóra okkar og túlki, þeim Ivan og Vesnu. Frásagnir um dapurleika og tilgangsleysi stríðsins, um stjórnmála- ástandið fyrr og nú, um von- leysið sem hafði búið um sig Á sýningu hjá Regnbogaleikhúsinu. Hvað sem líður þeim svipt- ingum sem nú hafa orðið hjá íslenskum ferðaskrifstofum eru bæði innanlands- og ut- anlandsdeildir Ferðaskrifstof- unnar Vesturferða á Ísafirði starfandi á fullu. Skrifstofan er jafnframt með umboð og farmiðasölu fyrir margar ferðaskrifstofur og aðra aðila í ferðaþjónustu, svo sem Flug- leiðir og öll flugfélög sem tengjast bókunarkerfi flugfé- laganna, þar á meðal innan- landsflug Flugfélags Íslands. Vesturferðir eru einnig með umboð fyrir Hertz á Ísafirði, Úrval-Útsýn, Plúsferðir, Heimsferðir, Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, Sól sem hefur sameinast Terra Nova og Smyril-Line. Í samstarfi við þessa aðila bjóða Vesturferðir flug um all- an heim, sólarlandaferðir, skíðaferðir, stórborgarferðir, skemmtiferðaskipasiglingar í Karíbahafi og Miðjarðarhafi, íþróttaferðir, tónlistarferðir og vaxandi eru ferðir í málaskóla að nema ensku, þýsku, frön- sku og spænsku, segir í til- kynningu frá Vesturferðum. Gjafabréfin eru einnig stækkandi þáttur í starfsem- inni, segir í tilkynningunni. Vikulegt fréttabréf með sam- antekt tilboða frá flugfélögum og ferðaskrifstofum hefur ver- ið sent þeim sem hafa skráð sig á póstlista. Vesturferðir á Ísafirði halda fullum dampi Hræringarnar á ferðamarkaðinum Alþýðusamband Vestfjarða Mótmælir „ósönnum fullyrðing- um“ um atvinnuleyfi útlendinga Alþýðusamband Vest- fjarða mótmælir harðlega sem ósönnum þeim fullyrð- ingum í frétt frá Samtökum atvinnulífsins, að verkalýðs- félög séu dragbítur á afgreið- slu atvinnuleyfa til útlend- inga utan EES-landa. „Með- mæli verkalýðsfélaga eða umsögn um umsóknir at- vinnurekenda þegar þeir ráða starfsfólk frá þessum löndum er gefin að athuguðu máli og með tilliti til at- vinnuástands og hvort heimamenn séu fáanlegir til starfa. Engin önnur sjónar- mið koma þar við sögu“ segir í tilkynningu frá ASV. Jafnframt skorar Alþýðu- samband Vestfjarða á félags- ekki þá yfirsýn eða tilfinn- ingu sem verkalýðsfélögin hafa gagnvart þörfinni á útlendingum til starfa. Að- alatriðið gagnvart þessum væntanlegu launþegum hér á landi er þó að með sam- þykki sínu eða meðmælum tekur verkalýðsfélagið að sér að greiða götu þessa fólks og hafa eftirlit með því að það búi að minnsta kosti við sömu kjör og heimamenn. Þessu hlut- verki getur enginn annar sinnt“, segir í tilkynningu ASV. Og þar er síðan spurt: „Getur það verið að ein- hverjir vinnuveitendur vilji vera lausir við þessi afskipti verkalýðsfélaganna?“ málaráðherra og Alþingi að viðhalda tengslum verkalýðs- félaganna við ákvörðun um atvinnuleyfi fyrir útlendinga, miðað við góða reynslu hing- að til. „Vinnumálastofnun fé- lagsmálaráðuneytisins hefur 51.PM5 19.4.2017, 09:5212

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.