Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 20.12.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 11 Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og Vestfirð- ingum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Orkubú Vestfjarða Stakkanesi 1 • Ísafirði • Sími 456 3211 Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða. Bæjarstjórn Bolungarvíkur sendir íbúum sveitarfélagsins og viðskiptavinum sínum bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir hið liðna. Bæjarstjórinn Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða. í Önundarfirði segir frá heimsókn Rauða kross félaga á Vestfjörðum til Uzice í Serbíu í síðasta mánuði fði þetta fólk átt betra líf, húsnæði og bjarta framtíð byggt hænsnahús og svínahús fyrir peninga frá íslenska Rauða krossinum. Fólkið hafði nokkrar geitur og einnig hafði verið komið upp vinnu- stofu þar sem nokkrir fengu vinnu við að pakka klósett- pappír. Sum þeirra stunduðu handavinnu, prjónuðu peysur og ýmislegt annað sem þau stundum komu í verð, eins og þegar við komum og keyptum af þeim peysur úr ullinni þeirra, fallegar útprjónaðar flíkur. Í búðunum hittum við unga konu um þrítugt sem var hjúkrunarfræðingur. Hún var búin að vera þar í nokkur ár og sagðist mundi vilja fara hvert sem henni byðist að fara í heiminum. Jafnvel til Afg- hanistan. Tólf manns í einu herbergi Í hinum búðunum sem við heimsóttum og eru í bænum auðveldar flóttaleiðir á milli fjallanna en Uzice liggur vð landamæri Bosníu-Herzegó- vínu. Engin leið, engin framtíð Aðrar búðirnar sem við heimsóttum voru uppi í fjall- inu fyrir ofan bæinn með ofur- lítið landsvæði í kring. Í þeim búðum eru um 400 manns. Margir eru búnir að vera þar í 10 ár, eða síðan stríðið hófst, og sáu ekki fram á bjartari framtíð. Það er enga vinnu að fá og ekkert heimili í Serbíu og engir möguleikar á að hverfa aftur til heimahaganna. Fólk hefur hreinlega misst heimili sín og vinnu og í raun- inni réttinn til að búa á því landsvæði sem það hraktist frá. Þetta er því í raun land- laust fólk, ungt fólk, menntað fólk, börn, unglingar og aldr- aðir. Svolítið landrými var um- hverfis búðirnar og hafði verið fjöldamörgum sveitaþorpum og smábæjum í héraðinu um- hverfis. Framkvæmdastjóri Rauða krossins í Uzice, Drag- omir Citic, tók á móti okkur, ungur kraftmikill maður sem skipulagði dvöl okkar og var með okkur mestallan tímann. Faðir hans hafði verið sjálf- boðaliði Rauða krossins í 40 ár og formaður deildarinnar um árabil, svo að ungi maður- inn var svo að segja fæddur inn í Rauða krossinn. Hann fór eitt kvöldið með okkur í heimsókn til foreldra sinna, sem voru bændur og bjuggu uppi í fjalli og ræktuðu ávexti og grænmeti. Við fórum í heimsókn í tvennar flóttamannabúðir af þeim sex sem eru á umráða- svæði deildarinnar. Ástæða fyrir þessum mikla fjölda flóttamanna á svæði þessarar litlu deildar er sú, að á stríðs- árunum var gífurlegur flótta- mannastraumur yfir fjöllin frá Bosníu-Herzegóvínu og seinna frá Króatíu. Þarna eru Hænsnakofinn góði sem RKÍ byggði í flóttamannabúðunum í Uzice. er nær eingöngu flóttafólk sem kom frá Kósóvó í NATO- árásinni. Það fólk fékk mat í súpueldhúsi í næstu götu en þar eru framleiddir 600 matar- skammtar á dag. Í báðum þessum búðum er hver fjöl- skylda með lítið herbergi. Við heimsóttum tvo bræður sem voru saman í litlu her- bergi með fjölskyldur sínar, konur og átta börn á aldrinum 5 mánaða til 16 ára. Þau höfðu stúkað herbergið í tvennt með hillum og höfðu svo þrefaldar kojur öðrum megin og eldun- araðstöðu hinum megin. Al- drei var nema eitt klósett á gangi fyrir um 40-50 manns. Einstaka sinnum geta karl- mennirnir orðið sér úti um vinnu á sumrin hjá bændum við að reyta arfa og þess háttar. Einu sinni ... Við gistum á fallegu fjalla- hóteli þar sem við höfðum allt til alls og meira en það. Þegar ég lagði höfuðið á koddann kvöldið sem við heimsóttum flóttamannabúð- irnar kom svefninn seint. Úr huga mér fóru ekki þær mynd- ir sem höfðu greypt sig í vit- und mína þarna í búðunum og þá aðallega vonleysið í andlitum og augum fólksins. Einu sinn hafði þetta fólk átt betra líf, atvinnu og húsnæði og bjarta framtíð, alveg eins og við hér á Íslandi núna. En svo var þetta allt tekið frá þeim í óskiljanlegu stríði milli þjóðabrota. Við fórum í heimsókn í barnaskóla þar sem eru um 1.400 nemendur. Það hafði verið reynt eins og kostur var að halda uppi skólastarfi á stríðsárunum, þó að stundum hafi börnin ekki verið mörg. Núna er verið að vinna í því Hörður Högnason afhendir Brabko, formanni Rauðakross deildarinnar í Uzice, vestfirskt handverk. Standandi vinstra megin á myndinni eru Dragomir Citic, framkvæmdastjóri deildarinnar, og Vesna Milenovic túlkur. Séð yfir hluta Uzice. að fá börnin til að koma aftur í skólann. Erfiðlega gengur að fá unga menntaða kennara eða námsefni í samræmi við nútímann. Allar opinberar byggingar eru illa farnar enda ekki verið neitt viðhald síðasta áratug og engir peningar til að hefjast handa nú. Þegar við gengum um skól- ann var ekki upplífgandi sjón sem blasti við okkur inni í þessari byggingu, sem eitt sinn hafði verið virtasta skóla- stofnun héraðsins. Hræðilega illa farnir veggir, ömurleg sal- ernisaðstaða, léleg húsgögn og nær engin kennslugögn. Jafnvel sjálfsagðir hlutir eins og töflukrítar voru af skornum skammti. Andleg líðan og fíkniefni Skólastjórinn ræddi mikið um líðan barnanna. Áhersla hefur verið lögð á að styrkja þau andlega enda mikil þörf eftir allt það sem þau höfðu upplifað. Til þess að byggja upp sjálfstraust og bæta sjálfs- mynd hefur Rauði krossinn í Uzice komið upp leikhúsi fyrir ungt fólk, Regnbogaleik- húsið. Við fengum að sjá eitt af leikritum þeirra í skólanum sem sýnt var fyrir börn á 51.PM5 19.4.2017, 09:5211

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.